Aðfangadagur var afar notalegur. Við Bjarki kíktum í bæinn og fórum svo á matarmarkaðinn að kaupa jólakalkú
ninn. Það var að vísu ekki notaleg reynsla og ég færist nær þeirri hugmynd að gerast grænmetisæta í hvert skipti sem ég sé heila grísi, fláðar kanínur, og hana hangandi á hausnum á krókum allt í kringum mig svo ekki sé minnst á hófana, klærnar, kambana og hvað þetta nú allt saman heitir sem borðað er með bestu lyst hér í borg. Það var ekki auðsótt mál að finna kalkún þar sem framboðið af hönum er mun meira?..Þeir hengu þarna á krók eftir krók og á bás eftir bás...Við treystum okkur þó ekki í alltof mikla tilraunamennsku og héldum ótrauð áfram í leit okkar að kalkúninum sem við fundum að lokum hjá vasklegum mæðgum. Ég horfði skelfingu lostin á jólamatinn minn hanga á hausnum og minna mig allt of mikið á mennska ve
ru með lærin sín og "handleggina". Ég varð að líta undan meðan kjötkonan snyrti fuglinn af mikilli röggsemi..."Er þetta búið" ? Spurði ég hikandi á meðan ég horfði á brakandi ferskt grænmetið á næsta bás og sæta og safaríka ávextina þar við hliðina á...allir þessir litir og enginn dó fyrir málstaðinn. (dramatískt ég veit) "Já þetta er búið" sagði Bjarki um leið og hann vippaði pokanum með tilvonandi jólasteik yfir afgreiðsluborðið. Ég leit á pokann og sá smá slettu af innyflum á honum ...ókei þetta er orðið gott! Maturinn smakkaðist semsagt guðdómlega eins og við var að búast og allar hugleiðingar um grænmet
isát að eilífu fuku út í veður og vind á meðan ég naut matarins til hins ýtrasta. Humar í forrétt, klakúnn með fyllingu og gómsætu meðlæti í aðalrétt og möndlugrautur með kirsuberjasósu og ferskum kirsuberjuummmm. Kokkarnir mamma og Bjarki stóðu vaktina..Bjarki hafði yfirumsjón með kalkúninum og forréttinum, sósan var samstarfsverkefni en mamma sá alfarið um möndlugrautinn magnaða. Salka fékk möndluna og var að sjálfsögðu himinsæl ; ) Við opnuðum síðan alla fallegu pakkana sem við fengum senda bæði með mömmu og Adam og settum líka nokkra sjálf. Salka hefur aldrei sýnt þeim eins mikinn áhuga og nú og vildi að sjálfsögðu ólm fá að hjálpa Funa og auðvitað leika með dótið hans líka. Hann fær kanski meira um þetta að segja á næsta ári . Allir fengu eitthvað fallegt og ég verð að hrósa öllum gefurum fyrir einstaka smekksemi.
Takk fyrir okkur ; )
Þegar við höfðum ákveðið að eyða jólunum í ókunnri borg er allt eins gott að reyna að kynna sér hefðir og siði heimamanna tengda jólahaldi í leiðinni.
Sá siður sem ég tók einna fyrst eftir er tengdur trjáboli sem málað er andlit á. Trjábolurin
n er kallaður "caga tio". Krakkarnir syngja svo sérstakt lag fyrir caga tio og lemja hann með priki um leið en þá "kúkar" hann gjöfum eða góðgæti að launum. Caga þýðir kúkur og tio þýðir frændi og gæti þetta því útlagst sem kúkandi frændinn? Trjádrumburinn fæst í öllum stærðum og margir eru með einn slíkan heima hjá sér. Það er hugsað vel um hann, honum gefin mjólk að drekka og teppi breytt yfir hann, og börnin hvísla svo síðustu óskum sínum í "eyru" hans. Að morgni 25. desember syngja þau lagið góða og slá í hann með priki um leið...Þegar þau kíkja svo undir teppið leynast gjafirnar þar!
Önnur hefð tengd sömu frumþörf er stytta af manni, eins konar hirði sem sit
Mér finnst líka vert að minnast á sérstakan náunga sem við hittum fyrir á jólamarkaðnum en hann spýtti út úr sér brjóstsykrum í allar áttir með hjálp góðra manna sem dældu honum aftan í hann...þennan mann má sjá á myndinni efst á síðunni.
Aðalhátíðin hjá heimamönnum er svo 6. janúar en þá koma vitringarnir með gjafirnar..ekki jólasveinninn. Þetta er aðalgjafadagurinn hjá þeim en mér skilst að það séu líka smá gjafir 25. des.
Á gamlárskvöld
er siður að borða eitt vínber með sopa af cava við hvert slag á miðnætti (semsagt 12 vínber)...þá ætti komandi ár að verða manni hamingjuríkt og heilladrjúgt. Sem minnir mig á að þakka fyrir einstaklega falleg og skemmtileg jólakort þetta árið..planið svínvirkaði og okkur hefur verið boðið í vínberjaát á miðnætti til nágranna okkar. Ekki þó Taniu Heinz heldur þeirra Johonnu og Michaels sem eru finnsk og írsk ættuð ofurviðkunnaleg hjón sem stefna að því að bjóða yfir til sín nokkrum írskum og spænskum vinum... og okkur! Þetta verður áhugavert. Meira um það síðar.

Gleðilegt nýtt ár!!!!!