Nýverið hefur hún mikið verið að spá í því hvað maður sé gamall þegar maður fær barn í magann?? Það er reyndar ekki langt síðan að hún var harðákveðin að ætla sko ekki ætla að fá barn í magann en virðist vera komin yfir þá hugsun og gott betur en það.
Þegar Birna og co. voru í heimsókn um daginn spurði Salka þær mæðgur til dæmis : "Hvað verður Funi gamall þegar ég verð með barn í maganum"? Þær sögðu henni víst að spyrja mömmu sína þó mamma hennar Birnu hafi nú sagt einhvern aldur sem ég vona bara að hafi verið nógu fjarlægur til þess að þýða : Það er mjöög langt þangað til ; )
Við vorum svo á röltinu um daginn og Salka fer að fræða mig um aldur okkar Bjarka og í beinu framhaldi segir hún.."má ég þá vera með barn í maganum þegar ég verð 28 ára"? Jú, jú það hélt ég nú og þá er það ákveðið.

Annað sem henni er afar hugleikið þessa dagana er að langa að kaupa sér hest þegar hún verður stór.Fékk þessa flugu í höfuðið fyrir dálitlu síðan..sennilega þegar við fórum í sirkus. Hún veit að hann kostar marga, marga peninga og þess vegna setur hún alla peninga sem hún finnur í bauk. Kvöld eitt var hún að ræða þessi hestamál og datt þá í hug að það gæti kanski verið sniðugt að fá sér hest þegar hún yrði 28 ára en hætti svo við það plan með þeim orðum að það væri kanski svolítið skrítið að eiga hest og vera með barn í maganum um leið! "Hesturinn kemur þá bara á undan" sagði hún afar hugsi.
Salka á það líka til að taka skemmtilega til orða.
Einn laugardag fékk Salka að velja sér eitthvað gotterí..hún var búin að ákveða einhverjar snakkkúlur sem hún hafði séð í búð fyrir löngu. Þegar kom svo að því að borða þær sagði hún..ég ætla sko ekki að klára þær..amma og afi verða auðvitað líka að fá, þau vilja örugglega gjarnan smakka svona snakk.
Annað sem henni er afar hugleikið þessa dagana er að langa að kaupa sér hest þegar hún verður stór.Fékk þessa flugu í höfuðið fyrir dálitlu síðan..sennilega þegar við fórum í sirkus. Hún veit að hann kostar marga, marga peninga og þess vegna setur hún alla peninga sem hún finnur í bauk. Kvöld eitt var hún að ræða þessi hestamál og datt þá í hug að það gæti kanski verið sniðugt að fá sér hest þegar hún yrði 28 ára en hætti svo við það plan með þeim orðum að það væri kanski svolítið skrítið að eiga hest og vera með barn í maganum um leið! "Hesturinn kemur þá bara á undan" sagði hún afar hugsi.
Salka á það líka til að taka skemmtilega til orða.
Einn laugardag fékk Salka að velja sér eitthvað gotterí..hún var búin að ákveða einhverjar snakkkúlur sem hún hafði séð í búð fyrir löngu. Þegar kom svo að því að borða þær sagði hún..ég ætla sko ekki að klára þær..amma og afi verða auðvitað líka að fá, þau vilja örugglega gjarnan smakka svona snakk.
Gjarnan er orð sem er mikið notað þessa dagana.
Um daginn fa
nn Bjarki Ávaxtakörfuna til að hlusta á í flakkaranum, mér til lítillar gleði þar sem ég hafði reynt eins mikið og ég gat að halda þessum diski í algjöru lágmarki...þetta var reyndar eldri útgáfan og svei mér ef hún er ekki bara skárri. Ég gat allavegana vel hlustað á hana..kanski er ég bara orðin svona ótrúlega umburðarlynd ?;)
Salka : "Mamma veistu hver er besti vinur minn í ávaxtakörfunni" ? Ég :"Nei hver"?
Salka: Immi ananas!
Ég :"Nú, er hann ekki alltaf eitthvað með stæla og að skilja út undan"?
Salka : Nei, sko hann er bara reiður af því að það nennir enginn að taka til í ávaxtakörfunni. Ég myndi gjarnan vilja vera í ávaxtakörfunni og taka til ...því ég er svo góð í því! Sagði þetta svo einlægt með mikilli áherslu á gjarnan.
Um daginn fa
Salka : "Mamma veistu hver er besti vinur minn í ávaxtakörfunni" ? Ég :"Nei hver"?
Salka: Immi ananas!
Ég :"Nú, er hann ekki alltaf eitthvað með stæla og að skilja út undan"?
Salka : Nei, sko hann er bara reiður af því að það nennir enginn að taka til í ávaxtakörfunni. Ég myndi gjarnan vilja vera í ávaxtakörfunni og taka til ...því ég er svo góð í því! Sagði þetta svo einlægt með mikilli áherslu á gjarnan.
Amma Ásbjörg sat svo úti á svölum og var að reyna að kenna Sölku fuglafit. Þegar amman reyndi að rifja upp næsta fit án árangurs spurði Salka: "amma sérðu það ekki í huganum þínum"?
Amma: "hmm?" Salka : "já ertu ekki með myndahuga"?
Salka er semsagt með mjög myndrænan huga og sér svo margt fyrir sér. Þegar við fluttum hingað sagði hún einmitt að það væri allt í lagi vegna þess að hún sæi alla í huganum sínum.

Annan dag (kvöld) var amma svo að lesa nýja bók sem hún hafði gefið Sölku. Bókin var frekar löng...svona bók sem maður myndi ef til vill skipta í tvennt en eins og góðri ömmu sæmir þá las hún hana alla. Undir lokin var hún reyndar farin að dotta en las samt áfram án þess að vera mikið að fylgjast með. Salka byrjar þá að spyrja eitthvað út í söguna eins og hún er svo gjörn að gera. "Amma..eru dvergarnir vinir, af því að þeir eru sko báðir vondir eru þeir þá ekki bara vinir ha"? Amman segir henni að hún viti það nú ekki alveg vegna þess að hún hafi aldrei þessa bók áður. Salka kunni nú ráð við því. "Sko, amma ef þú gefur mér bók aftur þá bara ferðu beint með hana heim, opnar hana og lest hana fyrir afa og þá veistu alveg um hvað hún er þegar þú lest hana fyrir mig". Hafðu það þá ;)
Þeir sem eiga von á að hitta Sölku á næstunni ættu því að muna að koma vel undirbúnir.
Þeir sem eiga von á að hitta Sölku á næstunni ættu því að muna að koma vel undirbúnir.