
veðrið leika við sig allan tímann. Geri aðrir betur!
Það eina sem vantaði kannski upp á var að fara á ströndina en þangað fórum við hin einmitt á laugardaginn. Þar iðaði allt af lífi og það kom mér eiginlega á óvart hversu margir voru á srön
dinni og flestir bara á sundfötunum...ég áttaði mig ekki á því þvað væri orðið hlýtt mmm. Ströndin hafði verið skyndiákvörðun hjá okkur þannig að við vorum eiginlega kappklædd svona miðað við flesta en það kom ekki að sök. Krakkarnir misstu sig af gleði. Salka var ekki lengi að fara úr nánast hverri spjör og hoppa dágóða stund í flæðarmálinu. Þegar Funi áttaði sig á hvernig maður labbaði í sandi varð hann himinlifandi og klifraði upp hvern sandhólinn á fætur öðrum á milli þess sem hann tíndi steina og grýtti sandi í allar áttir. Honum fannst líka rosa gaman að fylgjast með systur sinni í flæðarmálinu en leist ekki alveg nógu vel á að vaða út í sjálfur (sem betur fer) Lét sér nægja að hvetja hana og kalla: "Sakka hlaupa, hoppa,hoppa,hoppa"!!.Þegar Salka fékk svo nóg af hoppinu tók hún smá fimleikasýningu en endaði svo í hörkuboltaleik þar sem hún sýndi snilldartakta og kastaði sér í sandinn hvað eftir annað þegar hún fórnaði sér á eftir boltanum. Þau voru því vel sand og sjómarineruð þegar þau fóru í bað um kvöldið.
Það eina sem vantaði kannski upp á var að fara á ströndina en þangað fórum við hin einmitt á laugardaginn. Þar iðaði allt af lífi og það kom mér eiginlega á óvart hversu margir voru á srön
Sunnudagurinn var svo ekki síðri en þá skelltum við okkur í lestarferð til San Cugat sem er snyrtilegur bær u.þ.b. 25 mínútur frá Baxe. Það var mjög skemmtileg ferð en ég nenni eiginlega ekki að skrifa "kæra dagbók" færslu um það. Ég tók hinsvegar grilljón myndir þar svo ég bíð ykkur að skoða albúmið þaðan þegar það kemur inn ásamt gommu af öðrum myndum.
Hasta luego amigos!