
Það er einhver stemmning í orðinu "roadtrip" það segir eitthvað svo margt, kanski af því að í öllum bíómyndum eru þær ávísun á eitthvað óendanlega spennandi og skemmtilegt. Hvað er íslensa orðið yfir roadtrip?..vegaferð minnir eitthvað aðeins of mikið á útferð. Allar tillögur vel þegnar því við fórum einmitt í 3 daga ökuferðalag sem minnti ekkert á útferð.
Við byrjuðum á því að skreppa í dagsferð til Sitges með lest en leigðum svo 9 manna bíl í 3 daga til að keyra um Costa Brava strandlengjuna. Okkur langaði að skoða bæi sem væru ekki undirlagðir af búðum sem seldu derhúfur, handklæði og stutter

maboli með nafni staðarins...bara svona litla krúttlega og ekta.Við fundum þá og mikið sem þeir voru fallegir, rólegir fiskimannabæir með pínulitlum ströndum, marglitum bátum.
Við fundum auðvitað líka sveitta ferðamannastaði með neonskiltum, diskótekum þar sem þú færð bol við innganginn og kokteilbar á ströndinni þar sem hattur fylgði með stærsta kokteilnum..það voru allflestir á barnum með hatt. Það var reyndar bara einn svona ýktur staður en hann tók þetta líka alla leið.
Það sem kom okkur hvað mest á óvart var náttúran á leiðinni þegar við keyrðum fjallsvegina...allt svo grænt og fallegt. Í sumum bæjunum skoðuðum við okkur um, dýfðum tánum í sjóinn, fengum okkur að borða eða gæddum okkur á ís á meðan við létum okkur nægja að r

enna í gegnum aðra. Enduðum ferðina svo á að fara í vatnsrennibrautagarð sem er kanski túristalegt en alltaf gaman...Nema þegar maður er óléttur eða tábrotinn með umbúðir sem mega alls ekki blotna en við Bjarki vorum eitt sinn svo hress að fara í rennibrautargarð einmitt svoleiðis á okkur komin.
Vel heppnuð ferð að baki og þónokkrir staðir sem vert væri að staldra lengur við á og skoða aðeins betur.
Ég gæti skrifað heilmikið um allskyns upplifanir úr ferðalaginu en ég er að spá í að sleppa því í þetta skiptið, finn ekki alveg réttu orðin í dag..læt myndirnar bara tala sínu máli þegar ég læt þær inn seinna ;)