







Við áttum alltaf eftir að fara í sædýrasafnið öll saman.
Salka hafði fengið að fljóta með góðhjörtuðu frændfólki sínu fyrir nokkru síðan en aldrei með okkur. Í dag ákváðum við að bæta úr því , sérstaklega þar sem ég sá einhverntíman að slagorð sædýrasafnsins var: "Ef þú hefur ekki komið í sædýrasafnið,þá hefurðu ekki komið til Barcelona"...mér finnst þetta eiginlega hljóma eins og hótun. "Ef þú gerir ekki eins og ég segi þá ertu ekki boðin í afmælið mitt"!
Jæja, þetta virkaði allavegana á mig. Frekar vandræðalegt að koma heim og einhver spyr: Hvaðan varstu að koma? og ég alveg: nú ,Baxelona og hann alveg já okei,fórstu í sædýrasafnið? Ég: "ööö nei" og hann alveg:"núúú, þá hefuru ekkert komið til Barcelona"! Og þá og ekki fyrr en þá, uppgötva ég að slagorðið var sannleikurinn. Ég læt ekkert fara svona með mig.
Það er alltaf gaman að horfa á allskyns litríka,litla ,stóra og fyndna fiska svamla um í skrautlegu umhverfi.
Ég held samt að engum hafi þótt það eins spennandi og Funa. Engum á öllu sædýrasafninu!Ef einhverjum fannst þetta merkilegra en honum þá var sá hinn sami ekki að láta það nógu sterkt í ljós.
Þetta byrjaði fyrir utan safnið þegar Funi kom auga á Nemobangsa,boli og blýanta í sýningarglugga og drengurinn ætlaði hreinlega að missa vitið!Við þurftum að skiptast á að standa í röðinni því það þurfti alltaf einhver að taka að sér að vera teymdur að glugganum og hlusta á drenginn hrópa uppyfir sig af gleði í hvert skiptið sem hann taldi upp fyrir okkur hvað var að sjá í glugganum . Hann var svo ofurspenntur og hátt uppi að röddin var orðin hálfskræk.
Ekki var gleðin minni þegar inn á safnið kom.Þá æpti hann en meira og hljóp að búrunum þar sem hann stillti sér fremst og hrópaði svo á okkur öll til skiptis...mamma,mamma, pabbi,pabbi, Sakka,Sakka!!! (Hann gefst aldrei upp og hættir ekki fyrr en hann fær viðbrögð,helst mjög sterk viðbrögð) Sjáu og svo setti hann kannski puttann að fiskunum og lék með miklum tilþrifum að þeir væru að bíta hann í puttann..Á, á,á bíta og datt svo í gólfið.
Í minningunni finnst mér ekki hafa heyrst í neinum nema honum..hinir hafa tvímælalaust verið að nota inniröddina. Iss piss innirödd,hvað er nú það?
Eitthvað sem þú lærir að nota á leikskólanum...vonandi.
Hann skemmti sér í það minnsta konunglega ;)
P.s. Nýjar myndir