föstudagur, 19. september 2008

Hvert vorum við komin?



Alveg rétt við vorum leiðinni heim...
fyrir um það bil mánuði síðan!
Við komumst semsagt á leiðarenda og vorum ekki lengi að komast í íslenska taktinn sem er ívið hraðari en sá spænski ;)

Áður en við lögðum af stað úr löðrandi hitanum var ég (og við bæði) búin að vera svo sjúklega stressuð yfir öllu og engu. Pakka niður,taka til, senda kassa, gera allt sem við ætluðum okkur að gera en höfðum ekki ennþá gert, skrifa lista..svo marga lista, hlaupa í hringi og svitna miiikið.

Hvernig áttum við að koma öllu draslinu okkar heim? Sérstaklega þar sem ég hélt áfram að troða í töskurnar nauðsynjum ásamt bráðnauðsynlegum óþarfa, þar til saumarnir á þeim voru við það að trosna í sundur og ég þurfti að setjast ofan á hverja og eina á meðan ég renndi eins varlega (eða ekki ) og ég gat.
Þegar við komum á flugvöllinn fannst mér við vera með áberandi mestan farangur af öllum í röðinni. Þar voru einna helst spánverjar á leið í bakpokaferðalög og ungar íslenskar stúlkur sem klæddust eins og þær væru á leiðinni til spánar en ekki þaðan..hver kannast ekki við það að vilja sýna aðeins afrakstur alls sólbaðserfiðisins. Þetta var samt um nótt svo fáir sáu þessar berleggja brúnu dömur...eða jú ég sá þær og ég get vottað fyrir að þær voru mjög svo brúnar og sællegar. Salka trúði mér ekki einu sinni þegar ég sagði henni að þær væru íslenskar og mátti til með að sannreyna það með því að spjalla aðeins við þær ;)
Við biðum í röðinni með öndina í hálsinum og reyndum að greina það á útliti "tékkinn" dömunnar hvort hún væri grimm eða góð. Við giskuðum á grimm og ég undirbjó ræðu okkur til varnar í huganum og var tilbúin með tárin í augunum...eeeen þurfti ekki þar sem hún hleypti okkur í gegn með öll okkar 90 kíló (máttum vera með 60)..fyrir utan handfarangurinn sem fór einnig laaangt út fyrir öll velsæmismörk. Góða góða konan var ekkert grimm,bara góð og ég sem hef alltaf talið mig afbragðs góðan mannþekkjara.
Vörðurinn sem sá um að gegnumlýsa töskurnar var hinsvegar pínu grimmur. Hann fussaði og sveiaði þegar ég renndi "handtöskunni" með saumavélinni í gegn, sagðist ekkert sjá og skipaði mér að rífa allt upp úr töskunni. Það var ekkert grín að tetrisa öllu aftur á sinn stað.

Flugferðin var síðan sú allra himneskasta sem ég hef reynt sem tveggja barna móðir..semsagt steinsofandi börn og ég borðaði, las og svaf smá. Spa, ó já!

Foreldrar Bjarka voru svo dásamleg að sækja okkur og það dugðu ekki færri en 2 bílar til að ferja okkur í mömmu hús sem við munum kalla heimili okkar fyrst um sinn, þar sem við erum heimilislaus eins og er ;)
Það var yndislegt að koma heim til mömmu sem hafði verið á haus að gera allt svo fínt og huggulegt eins og henni einni er lagið. Ég þakkaði samt fyrir að við hefðum ekki átt flug heim viku seinna því hún hefði verið vís til þess að eyða hinni vikunni af fríinu sínu í að snurfusa en frekar. Þegar við loks lögðumst á koddann eftir ferðalagið var það eins og að svífa um á dúnmjúku skýi. Mamma hafði viðrað sængurnar í nokkra daga ef ég þekki hana rétt, sett svo ilmandi hreint, nýstraujað og skjannahvítt sængurver á (já þetta er svona lýsingarorðasaga;). Það er varla hægt að lýsa því þvílík sæla það er að leggjast í slíkan munað. Svona kalt og ferskt loft í kring og liggjandi með hlýja dúnsæng upp að eyrum, ólíkt því að liggja löðrandi sveittur með ekkert ofan á sér og velta fyrir sér hvernig best sé að klæða sig sem minnst án þess að vera ósæmilegur..af því að það eru gestir.

Við vorum ekki lengi að komast inn í hinn alíslenska hressleika og öllu sem honum fylgir.

2 dögum eftir heimkomu vorum við bæði komin í vinnu og börnin byrjuð í aðlögun í leikskólanum..Salka þurfti að vísu enga aðlögun enda í gamli leikskólinn hennar sem hún hjálpaði litla bróður að kynnast. Aðlögunin gekk vonum framar og það er augljóst að drengurinn var í miklum spreng að hitta önnur börn. Hann er líka frekar leikskólavænn þar sem hann elskar að borða og vera úti. Það þurfti kannski helst að gera honum grein fyrir því að í sameiginlegu söngstundinni þá voru ekkert endilega allir að horfa á hann og hans atriði. Leikskólastjórinn hafði einmitt á orði hversu ólík þessi systkini eru í háttum. Salka hefði aldrei vakið athygli á sér með gauragangi en Funa er svo slétt sama hverjir eru að horfa og því fleiri því betra. Henni finnst matur ekkert spes en honum finnst matur alveg SPES o.s.frv.

Við tókum svo skyndiákvörðun um að Salka skyldi byrja í Ísaksskóla..bara si svona. Margir vinir hennar voru hættir í leikskólanum og við fréttum að ísaksskóli hefði bætt við bekk, sóttum um og fengum símtal daginn eftir. Vikuna á eftir var hún orðin skólastelpa.

Mér finnst við búin að vera ótrúlega lengi og gert svo margt á þessum mánuði síðan við komum.
Ég hef líka verið ótrúlega meyr á þessum tíma og oft staðið mig að því að geta ekki blikkað augunum því þá mundu tárin byrja að leka niður kinnarnar. Sko gleðitár...eða kannski svona tilfinningatár. Þið munduð áreiðanlega gubba ef ég færi nánar í atvikin sem orsökuðu þessa tilfinningavellu.

Ég fæ það stundum á tilfinninguna að ég hafi ekkert farið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jibbý !!!!!!
Jey hvað ég í útlöndunum er glöð með þessa færslu, þrátt fyrir póstasendingu :D Bíð svo bara eftir nýjum myndum, engin pressa samt ;)
Heppin þið að góða góða vonda konan hleyptuð ykkur í gegn með allan þennan farangur. Úff, 90 kíló ! Dísus, og að sleppa við að borga yfirvigt kalla ég nú bara kraftaverk ! Við förum einmitt með kvöldflugi líka heim þannig að vonandi (krossa fingur) sefur daman á leiðinni, annars fer hún eins og stormsveipur um vélina, fjúff sko. Ætlum að stoppa einn dag í Köben og fara í jólatívolí og svona áður en við hendumst heim for good. Þarf svo eiginlega bara að hitta þig til að geta deilt þessum gleðitárum og rætt allar tilfinningarnar hehe :D

Frábært að Salka sé komin í Ísakskóla. Við vorum einmitt búin að velta þeim möguleika mikið fyrir okkur með Mikael en fyrst við fluttum út og erum svo á leið til Vestmannaeyja þá var því bara slúttað. Hefði nú verið gaman ef þau hefðu verið saman í bekk :D Mikael talar mikið um Barcelona og Sölku og heimar á hverjum degi að fara í Barcelonabúninginn sinn sem hann fékk þegar hann var 3ja ára og er því orðinn frekar snollaður á guttann. En hvað með það, hann er cool ! Og bara tvær vikur þanga til hann fer til Íslands en 10 vikur þanga til við förum :s Held að þetta verði 10 lengstu vikur sem ég hef upplifað. En það verður nóg að gera, pakka og svona. Jibbý, það er nefnilega svo gaman :s

En ég verð nú að viðurkenna það að þegar búið er að taka svona ákvörðun þá langar manni bara heim sem fyrst. Langar bara að byrja að pakka niður núna og drífa mig heim. Mig er bara farið að hlakka helling til. En er samt líka að melta það með mér hvað það verður mikið stökk niður á við að fara frá Danmörku þar sem maður getur gert allt og gengið að öllu, til Vestmannaeyja þar sem maður getur ekki einu sinni stólað á að komast til R.víkur þegar manni langar. Ein barnafatabúð þar sem allt er verðsett upp að hámerki miða við H&M hérna úti og bara margar aðrar barnafataverslanir þar sem hlutirnar kosta skid og ingen ting ! En það verður bara spennandi að prufa þetta aftur, sjá svona hverju maður hefur ekki misst af og passa sig á því að detta ekki inn í stöðnunina. Erum búin að fá hús með 5 herbergjum þannig að það er nóg nóg gistipláss alltaf blikk blikk ;) Ávallt velkomin á Smáragötu 10 hehe :D

Verðum reyndar jólin í R.vík hjá tengdó en áramótin í Eyjum. Hlakka bara til að vera með ykkur á jólahlaðborði Tölvumynda, eða hvað sem þetta fyrirtæki heitir núna hehe. Þ.e.a.s ef við náum því, vonaum bara að það verði svona um miðjan des. Við eigum flug heim 4. des.

Annað rit af ævisögu Randersfamilie birtist með næsta bloggi.

knús og krús og koss í bolla til ykkar elsku fjölskylda ::*

Nafnlaus sagði...

Fjóla þú ert nú meira gullið!

Já finnst þér ekki ótrúlegt með yfirvigtina og hvílík bífræfni í okkur að skella þessu bara blákalt á bandið..hvað höldum við eiginlega að við séum?

Jólatívolí hljómar svo yndislega,ég finn bara lyktina af stemmningunni;)

Einmitt þegar við vorum búin að panta farið heim þá fór hugurinn ósjálfrátt að leita meira heim og já það er vissulega mun skemmtilegra að koma sér fyrir heldur en að pakka niður:S

Það verður frábært fyrir ykkur að fara aftur til Eyja, sérstaklega þegar þið eigið ættingja og vini þar.Það vinnur upp á móti H&M leysinu;)Það er aldrei að vita nema við kíkjum við einn daginn...bara í heimsókn sko;)

Hlæjum svo og grátum saman í gleði og geðshræringu á jólahlaðborðinu..get ekki beðið.

xxx Ást og kossar

Nafnlaus sagði...

Vúhú..
Leit hingað inn svona meira af vana frekar en að búast við nýrri færslu en hvað sé ég.. skemmtó skemmtó..

Næstum jafn skemmtó og kvöldið í kvöld.. getur eflaust vottað það..

sjáumst svo gasalega soon..

knús og allt of seint að sofa kossar..
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

Úff já þetta var svo gott kvöld. Takk fyrir mig kæri Lalli. Mér reiknast til að ég hafi stoppað í eina 7 klukkutíma..sem er alveg mátulegt ;)

xxx

Nafnlaus sagði...

sælar..
Ég vil trúa að tímarnir sem eru við kommentin séu á spænskum tíma.... vona allavega að svo sé. Ég veit að ég fór seint að sofa þetta kvöld en svona seint.. getur ekki verið..