mánudagur, 18. ágúst 2008

Hva?


Ég veit ekki hvað skal segja.

Þá er örugglega best að segja sem minnst..ég held ég sé engan vegin í stuði fyrir tilfinningablogg frá útlöndum núna. Þó það vanti ekki tilfinningarnar.Ég er með köggul í maganum sem má túlka á ýmsa vegu. Kannski seinna, þegar ég er hætt að snúast í hringi yfir engu og öllu og svitna eins og grís.

Næsta mál á dagskrá :Komast heim....sjáumst þar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á sko eftir að sakna þess mikið að geta ekki lesið fréttir af baxinu ykkar í Baxelona og skoða myndir af þessari dvöl ykkar sem er búið að vera algjört ævintýri fyrir ykkur. Og þú Kolla mín, búin að draga okkur lesendur þína svo skemmtilega með inn í þetta ævintýri ykkar að það er engu líkast nema maður hefi bara verið með ykkur þarna úti í þetta ár.

Ég held að ég sé bara með einhvern svona köggul í maganum líka fyrir ykkar hönd :D Er einmitt alveg á svona stað núna þar sem manni langar alveg að fara bara heim til Íslands aftur til allar vina og ættingja en er samt ekki alveg til í að gefa þetta hérna upp á bátinn svona strax. En það kemur í ljós um jólin, should I stay or should I go now ?

Góða ferð heim elskurnar og þú kannski póstar inn fréttum af ferðalagi og flutningum fyrir okkur hin sem búum ennþá í útlöndum og getum ekki fengið að njóta þess að vera með ykkur á Íslandinu góða.

Saknaðarkvejður (er nokkuð hægt að skrifa e-ð annað undir þessum kringumstæðum)
Fjóla, Maggi, Mikael og Eva

Nafnlaus sagði...

íííííííííííííííííííííí
spennandi :D

luv
Selms

Nafnlaus sagði...

o, eru þið þá bara hætt með síðuna :(

Nafnlaus sagði...

Nei ég held ég sé ekki alveg hætt...bara aðeins að finna taktinn á Íslandi sem er ívið hraðari en í Baxalandi;)Beint í vinnu,leikskóla og skóla og eiginlega bara nýkomin með netið aftur.

Takk annars fyrir öll frábæru kommentin Fjóla mín, mér þykir ótrúlega vænt um hvað þú nenntir að kíkja og skrifa..alltaf svo gaman að.

Kossar,ást og hlýja til ykkar xxxx