fimmtudagur, 6. mars 2008

"Don't do it"!

Ég sá þessa konu niðri í bæ um daginn. Hún hélt á máli sem hún otaði framan í hvern þann sem gekk framhjá í von um aur. Fín frú stoppaði og gaf konunni smápening í málið sitt og hélt svo sína leið. Nokkru síðar heyrði ég síma hringja..leit í kringum mig, getur það verið? Ég leit í átt að þeirri gömlu og sá hana taka upp farsíma."Halló" sagði hún þá.
Hún hefur kanski verið að safna sér fyrir inneign?!

Það sem ég ætlaði annars að segja....Það ætti að vera orðið vel þekkt að það er mikið um tösku, myndavéla og vasaþjófa í Barcelona. En það er líka til önnur tegund af þjófum eða svindlurum hér. Þessir eru ótrúlega kræfir, koma sér fyrir neðarlega á Römblunni í mannmergðinni með þrjú mót og hnetu eða eitthvað lítið undir einu mótinu ( þið hafið örugglega séð svona "leik"). Svo bjóða þeir fólki að giska undir hvaða móti hnetuna er að finna og auðvitað leggja pening undir. Þau eru nokkur saman, karlar og konur sem leika þá sem leggja undir og vinna auðvitað fullt af pening..helljarinnar leikrit sett í gang og talað hátt og skýrt á ensku fyrir túristana.."Yes you win my friend!" segja þeir og rétta hinum leikaranum seðla svo allir sjá vel. Allt saman mjög ýkt og manni finnst eiginlega ótrúlegt að einhver falli fyrir þessu. Það eru samt alltaf einhverjir sem sjá ekki í gegnum þetta.
Í eitt skiptið urðum við vitni af því þegar eldri maður var bókstaflega rændur beint fyrir framan nefið á okkur og fleirum. Fólkið (sem var með í svindlinu) gjammaði hvert í kapp við annað og hvatti manninn til að leggja undir. Hann vissi nú ekki alveg hvað var að gerast en tók upp einhverja seðla, ein konan úr hópnum stóð svo ofan á fætinum á honum svona til þess að sýna mótið sem hann hefði valið á meðan annar maður krafðist þess að fá meiri pening..."I dont have any more", sagði aumingjans maðurinn en þau hættu ekki og sögðust hafa séð meiri pening á honum. Þegar þau höfðu tekið nokkra seðla í viðbót, kom fát á þau eins og þau hefðu komið auga á lögguna (þau gera það alltaf til þess að komast auðveldar undan með peningana) og þau tvístruðust sitt í hvora áttina. Eftir stóð maðurinn alveg ringlaður. Ég fann svo til með honum og var svo sjúklega reið að ég hét því að ef ég sæji svonalagað aftur þá myndi ég skipta mér af því...ekki gott plan myndu eflaust einhverjir segja en ég ætlaði bara samt að gera það! Nokkru síðar sá ég svindlarana aftur á kafi í leikrænum tilburðum og ég fylgdist með. Bjarki og krakkarnir fóru að horfa á sirkusatriði rétt hjá á meðan. Þarna komu bresk hjón sem veltu fyrir sér að taka þátt í leiknum.."he wants your money honey " sagði eiginmaðurinn við konu sína ...Þá greip ég inn í , don't do it ...its a skam! "Oh no honey dont do it" sagði maðurinn við konu sína og þau héldu á brott. Jess, mér leið strax betur. Annar maður var í þann mund að verða fyrir barðinu á svikurunum..dont do it sagði ég við hann en komst ekki lengra þar sem einn leikarinn kom mjög ógnandi allt of nálægt mér og bölvaði mér í sand og ösku. Það eina sem ég hugsaði var..hann getur ekkert gert ,við erum hérna á Römblunni með milljón vitni! Ég "bjargaði" allavega tveimur. Hjartað mitt sló aðeins (mjög mikið) örar og ég þorði ekki annað en að hverfa (fela mig) í mannfjöldanum sem horfði á sirkusatriðið, fór alveg fremst, beygði mig niður í Sölku hæð og þóttist vera mjög ákafur áhorfandi.

"Er hann farinn"?..spurði ég Bjarka..."já þau eru farinn" sagði hann hlæjandi "og þú ert rugluð"!

Já, ég geri mitt besta.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Like your style Kolla! Svona á fólk að vera, hugsa um náungann og stöðva verk glæpamanna. Laglegt hjá þér!

Mig langar að koma til Barcelona og gerast borgaraleg lögregla sem tek á málunum á götunum, með þér sko!!

Kannski ekki endalaust góð hugmynd en hljómar mjög fallega.

Augnablik sagði...

Já þetta er rómantísk hugmynd að reyna að gera heiminn betri með því að leika siðapostula úti á götu..ég er til!;)
xxx

Nafnlaus sagði...

Don´t do it ! Ef ég hefði verið Bjarki þá hefði ég sagt don´t do it við þig, I want yoy alive beibe :D
Já, rómantísk hugmynd, en kolgeggjuð hugmynd ;)

Nafnlaus sagði...

heheheh krúttið þitt kolfinnur minn, ekkert smá gott hjá þer.. ég varð vitni að þessu í sumar þegar ég fór til köben. Rákumst á þessar "glæpaklíkur" alla dagana sem við löbbuðum um Strikið og fáranlegt hvað þeir voru að komast upp með, fólk var alveg að falla fyrir þessu þrátt fyrir einhvað hvað þetta var eins og lélegt leikhús..
heeh og hvað er að vera með kveikt á gsm þegar þu ert að betla:)
En yndislegar myndirnar á apaköttum og bloggið er alltaf svooo skemmtilega hressandi,elska það alveg hreint :)
Verður voða gaman að fá ykkur aftur heim og ég vildi óska þess að þú værir að koma á árshátíðina okkar... en í staðinn verður það bara einhvað sjúklegt þegar við endurheimtum þig aftur..

Kossar og knús til ykkar allra kolagullmolanna og segðu Funa að Tara Lóa bíði spennt eftir honum:)

Kærustu kveðjur frá
Hörpu Dögg Magg og familí

Augnablik sagði...

Hehe já kanski fífldirfska barasta?
Ég væri sko meira en til í að vera með ykkur í stóra partýinu en það verður bara þeim mun skemmtilegra þegar ég kem aftur!Ég er aðallega að brjóta heilann um staðreyndirnar 2 sem ég fékk skilaboð um í hinu mjög svo dularfulla bréfi..hvað gæti það verið?
Mér finnst líka svoo hressandi þegar þið skiljið eftir skilaboð..þá hlýnar mér í hjartanu;)
xxx þúsund kossar

Nafnlaus sagði...

Þú ert snillingur Kolla. Sé þetta alveg fyrir mér. hahahahahahaha. Æðisleg saga. Hefði gert það sama, eða kanski. ;) Sakna þín sárt elsku Kolfinnur. Það verður gaman að fá þig heim en líka gaman að þú sért að upplifa Barcelona sem er svo heillandi borg.

Knús og Kram

Ása Ott

Nafnlaus sagði...

þú ert hetja!! og ekkert annað.

Nafnlaus sagði...

Kolla snilli.. verst að þú getur ekki staðið vaktina bara 100% og passað að enginn lendi í þessu.. en auðvitað væri það best ef enginn væri að svindla svona. Takk fyrir gott blogg.
knús
lvk

Augnablik sagði...

Þið eruð skemmtilegar og góðar..takk fyrir að vera það ;)

Ást og ylur xxx