Nýverið hefur hún mikið verið að spá í því hvað maður sé gamall þegar maður fær barn í magann?? Það er reyndar ekki langt síðan að hún var harðákveðin að ætla sko ekki ætla að fá barn í magann en virðist vera komin yfir þá hugsun og gott betur en það.
Þegar Birna og co. voru í heimsókn um daginn spurði Salka þær mæðgur til dæmis : "Hvað verður Funi gamall þegar ég verð með barn í maganum"? Þær sögðu henni víst að spyrja mömmu sína þó mamma hennar Birnu hafi nú sagt einhvern aldur sem ég vona bara að hafi verið nógu fjarlægur til þess að þýða : Það er mjöög langt þangað til ; )
Við vorum svo á röltinu um daginn og Salka fer að fræða mig um aldur okkar Bjarka og í beinu framhaldi segir hún.."má ég þá vera með barn í maganum þegar ég verð 28 ára"? Jú, jú það hélt ég nú og þá er það ákveðið.
Annað sem henni er afar hugleikið þessa dagana er að langa að kaupa sér hest þegar hún verður stór.Fékk þessa flugu í höfuðið fyrir dálitlu síðan..sennilega þegar við fórum í sirkus. Hún veit að hann kostar marga, marga peninga og þess vegna setur hún alla peninga sem hún finnur í bauk. Kvöld eitt var hún að ræða þessi hestamál og datt þá í hug að það gæti kanski verið sniðugt að fá sér hest þegar hún yrði 28 ára en hætti svo við það plan með þeim orðum að það væri kanski svolítið skrítið að eiga hest og vera með barn í maganum um leið! "Hesturinn kemur þá bara á undan" sagði hún afar hugsi.
Salka á það líka til að taka skemmtilega til orða.
Einn laugardag fékk Salka að velja sér eitthvað gotterí..hún var búin að ákveða einhverjar snakkkúlur sem hún hafði séð í búð fyrir löngu. Þegar kom svo að því að borða þær sagði hún..ég ætla sko ekki að klára þær..amma og afi verða auðvitað líka að fá, þau vilja örugglega gjarnan smakka svona snakk.
Annað sem henni er afar hugleikið þessa dagana er að langa að kaupa sér hest þegar hún verður stór.Fékk þessa flugu í höfuðið fyrir dálitlu síðan..sennilega þegar við fórum í sirkus. Hún veit að hann kostar marga, marga peninga og þess vegna setur hún alla peninga sem hún finnur í bauk. Kvöld eitt var hún að ræða þessi hestamál og datt þá í hug að það gæti kanski verið sniðugt að fá sér hest þegar hún yrði 28 ára en hætti svo við það plan með þeim orðum að það væri kanski svolítið skrítið að eiga hest og vera með barn í maganum um leið! "Hesturinn kemur þá bara á undan" sagði hún afar hugsi.
Salka á það líka til að taka skemmtilega til orða.
Einn laugardag fékk Salka að velja sér eitthvað gotterí..hún var búin að ákveða einhverjar snakkkúlur sem hún hafði séð í búð fyrir löngu. Þegar kom svo að því að borða þær sagði hún..ég ætla sko ekki að klára þær..amma og afi verða auðvitað líka að fá, þau vilja örugglega gjarnan smakka svona snakk.
Gjarnan er orð sem er mikið notað þessa dagana.
Um daginn fann Bjarki Ávaxtakörfuna til að hlusta á í flakkaranum, mér til lítillar gleði þar sem ég hafði reynt eins mikið og ég gat að halda þessum diski í algjöru lágmarki...þetta var reyndar eldri útgáfan og svei mér ef hún er ekki bara skárri. Ég gat allavegana vel hlustað á hana..kanski er ég bara orðin svona ótrúlega umburðarlynd ?;)
Salka : "Mamma veistu hver er besti vinur minn í ávaxtakörfunni" ? Ég :"Nei hver"?
Salka: Immi ananas!
Ég :"Nú, er hann ekki alltaf eitthvað með stæla og að skilja út undan"?
Salka : Nei, sko hann er bara reiður af því að það nennir enginn að taka til í ávaxtakörfunni. Ég myndi gjarnan vilja vera í ávaxtakörfunni og taka til ...því ég er svo góð í því! Sagði þetta svo einlægt með mikilli áherslu á gjarnan.
Um daginn fann Bjarki Ávaxtakörfuna til að hlusta á í flakkaranum, mér til lítillar gleði þar sem ég hafði reynt eins mikið og ég gat að halda þessum diski í algjöru lágmarki...þetta var reyndar eldri útgáfan og svei mér ef hún er ekki bara skárri. Ég gat allavegana vel hlustað á hana..kanski er ég bara orðin svona ótrúlega umburðarlynd ?;)
Salka : "Mamma veistu hver er besti vinur minn í ávaxtakörfunni" ? Ég :"Nei hver"?
Salka: Immi ananas!
Ég :"Nú, er hann ekki alltaf eitthvað með stæla og að skilja út undan"?
Salka : Nei, sko hann er bara reiður af því að það nennir enginn að taka til í ávaxtakörfunni. Ég myndi gjarnan vilja vera í ávaxtakörfunni og taka til ...því ég er svo góð í því! Sagði þetta svo einlægt með mikilli áherslu á gjarnan.
Amma Ásbjörg sat svo úti á svölum og var að reyna að kenna Sölku fuglafit. Þegar amman reyndi að rifja upp næsta fit án árangurs spurði Salka: "amma sérðu það ekki í huganum þínum"?
Amma: "hmm?" Salka : "já ertu ekki með myndahuga"?
Salka er semsagt með mjög myndrænan huga og sér svo margt fyrir sér. Þegar við fluttum hingað sagði hún einmitt að það væri allt í lagi vegna þess að hún sæi alla í huganum sínum.
Annan dag (kvöld) var amma svo að lesa nýja bók sem hún hafði gefið Sölku. Bókin var frekar löng...svona bók sem maður myndi ef til vill skipta í tvennt en eins og góðri ömmu sæmir þá las hún hana alla. Undir lokin var hún reyndar farin að dotta en las samt áfram án þess að vera mikið að fylgjast með. Salka byrjar þá að spyrja eitthvað út í söguna eins og hún er svo gjörn að gera. "Amma..eru dvergarnir vinir, af því að þeir eru sko báðir vondir eru þeir þá ekki bara vinir ha"? Amman segir henni að hún viti það nú ekki alveg vegna þess að hún hafi aldrei þessa bók áður. Salka kunni nú ráð við því. "Sko, amma ef þú gefur mér bók aftur þá bara ferðu beint með hana heim, opnar hana og lest hana fyrir afa og þá veistu alveg um hvað hún er þegar þú lest hana fyrir mig". Hafðu það þá ;)
Þeir sem eiga von á að hitta Sölku á næstunni ættu því að muna að koma vel undirbúnir.
Þeir sem eiga von á að hitta Sölku á næstunni ættu því að muna að koma vel undirbúnir.
7 ummæli:
skrítið með þetta gjarnan-orð. Ég var úti hjá Fanneyju systur í síðustu viku og þar var Hildur frænka að nota ,,gjarnan" við öll tækifæri. Mér fannst það frekar fyndið enda ekki vön að heyra þetta úr svöna litlum tannlausum munni.
Hérna í DK nota allir orðið gjarnan, en það er ekki sama kurteisislega meiningin og á Íslandi. Fólk nota þetta óspartm jeg vil gerna har ..... og bara undir hinum og þessum kringumstæðum.
En fyndið þetta með aldurinn, Mikael er einmitt mikið að velta því fyrir sér þessa dagana hver er ungur og hver er gamall. Komst einmitt að þeirri niðurstöðu að allir sem væru með skegg væru gamlir og pabbi hans fær óspart að heyra það hvað hann er gamall hehe :D En mamman alltaf jafn ung ;)
Var einmitt líka að reyna að rifja upp fuglafit um daginn og að ég þyrfti nú að fara að kenna Mikael það, fannst þetta svo gaman þegar ég var krakki. En ég varð bara að láta það duga að sjá þetta fyrir mér í huganum mínum ásamt öllum myndunum sem birtast þar vegna þess að ekkert átti ég snærið. Þarf að bæta úr því.
kv. úr kuldanum !
haha Anna Dóra þegar þú segir úr tannlausum munni hugsaði ég með mér að þetta væri mjög bráðþroska barn sem segir gjarnan í tíma og ótíma en svo las ég Hildur og fattaði að hún er auðvitað að missa allar tennurnar!
Já Fjóla mér finnst alltaf svo skemmtilegt að heyra gjarnan notað í dönskunni. 'eg heyrði einu sinni lítinn krakka segja við mömmu sína frekar æstur að hann vildi gjernen fara á róló ;)
Hélt þá Mikael ekki bara að Bjarki væri afi hennar Sölku?:D
Hlýja til ykkar
jú sæl, ég vil GJARNAN senda ykkur kveðju til Baxelona :) alltaf jafn hressandi að lesa um ævintýri ykkar fallegu fjölskyldunnar. Knús og kossar - Selurinn :)
Hæ elsku Kollí og familí..
leitt að heyra með veikindin sem eru búin að hrjá ykkur öll.. úfffapúff vona að þið séuð búin að ná ykkar og það fyrir næstu tíu árin:)
Annnars þá vantaði þig ofsalega mikið á árshátíðina okkar á laugardaginn, voða Kolfinnslaust einhvað! En þetta heppnaðist rosalega vel allt saman og var voða gaman og mikið fjör.. mikiðmikið hlegið
Knús á línuna og hlakka til að sjá ykkur.. Gjarnan bara strax í dag;)
Harpi
Halló halló veikindarpésar... en já núna vonandi alveg fyrrverandi veikindarpésar.
Alveg æði að heyra í þér í gær og ég segi nú eins og Harpa.. það vantaði þig sko big time á árshátíðina..
Sendingin verður vonandi komin til þín fyrr en seinna...
kv.lvk
Takk kæru vinkonur...já við vorum ekkert sérstaklega töff hérna um páskana öll vibba veik í einu en nú held ég að taki við betri tíð með blóm í haga ég trúi bara ekki öðru ;)
Ég er ofur spennt að fá sendinguna!!
Ást og kossar xxx
Kolli
Skrifa ummæli