þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Feliz cumpleaños!!!!!


Hingað til hefði verið líklegra að fá póst með bréfdúfu frá mér en að ég skrifaði staf inn á veraldarvefinn. Tölvur og tækni hafa ekki verið sérstakar vinkonur mínar í gegnum tíðina...ég ætlaði aldrei að fá mér gsm síma, ég svara sjaldan sms-um, sendi varla tölvupóst og í mínum huga er msn ávísun á misskilning. Mér finnst erfitt að heyra ekki röddina eða sjá ekki svipbrigðin á þeim sem ég tala við en það er eitthvað svo ótrúlega heillandi við það að fá sendibréf í umslagi.

Í menntaskóla fékk ég leyfi til að skila handskrifuðum ritgerðum og ef ég skilaði þeim útprentuðum þurfti ég iðulega að vekja tölvunarfræðinginn á heimilinu upp um miðjar nætur til að hjálpa mér að ýta á print eða bjarga gögnum sem höfðu bara "gufað upp".
Þegar við höfðum verið ótengt netinu hér í Baxe í nokkrar vikur fann ég hversu ómissandi mér fannst það. Þess vegna hef ég sent og svarað fleiri tölvupóstum síðustu vikur en ég hef gert alla mína ævi og ég hef farið inn á msn allavegana einu sinni....til að vera misskilin!
Dömur mínar og herrar það er því komið að því ...í fyrsta skipti á Íslandi ; apakettir blogga um bax í Baxelona!!!..Og nú þarf ég að finna tölvunarfræðinginn til þess að vita á hvaða takka ég ýti til þess að birta þetta.

Ég ætla að láta heimilisfangið okkar fylgja með ef einhver skildi finna sig knúinn til að senda fjölskyldumeðlimum bréf og vona jafnframt að ég verði ekki kúkur í lauginni sem fær aldrei bréf.

Carrer de Sant Luis 78 (attico nr. 2)
Gracia
08024 Barcelona
Spain

Þess má geta að þessi dagur er fyrst og fremst stórmerkilegur fyrir þær sakir að litli (stóri) eldfuglinn okkar hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn í dag! Til hamingju með daginn elsku besti Funi Hrafn eða öllu heldur
Feliz cumpleaños!!!!



Engin ummæli: