þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Upphafið

Hvar skal byrja ...nú höfum við verið búsett í Baxelona í rúmar 6 vikur sem hljómar kanski ekki langur tími en það hefur óneitanlega margt á daga á daga okkar drifið á þessum tíma. Ég ætla ekki að lýsa þessum vikum í löngu máli en stikla á stóru.
  • Íbúðin sem við fengum í byrjun var frekar sóðaleg og hverfið engan veginn það sem við höfðum í huga. Það gekk einstaklega brösulega að finna íbúð og við vorum fram á síðustu stundu að reyna að finna hentugt húsnæði. Við vorum staðráðin í því að stoppa stutt í "slömminu" og tókum ekki einu sinni upp úr töskunum. Það varð okkur til happs að við vorum ekki búin að skrifa undir leigusamninginn og gátum því skipt um íbúð einni og hálfri viku síðar því hlutirnir gerast jú ekkert allt of hratt hér á Spáni. Á þessum tíma reyndum við að vera sem mest úti og komum eiginlega bara heim til að sofa og stundum borða en Bjarki var orðinn einstaklega leikinn við að búa til mat úr nánast engu eða eins og hann orðaði það ekkert úr engu. 'Eg myndi nú ekki taka svo sterkt til orða..pasta með brúnni piparpakkasósu er prýðilegur matur.
  • Íbúðin sem við erum í núna hentar okkur fullkomlega. Hún er í hverfinu sem við höfðum óskað okkur, með palli og svölum, Bjarki er með skrifstofu ,Salka er með sérherbergi og það sem meira er ...við erum með uppþvottavél en það er lúxus sem við höfum ekki lifað við hingað til. Ég varð eiginlega hálf feimin þegar ég kom inn í íbúðina hún var eitthvað svo miklu fínni en hin.
  • Við erum búin að prófa alla rólóa borgarinnar sem við komumst í návígi við og þeir eru ófáir.
  • Salka er byrjuð í skóla. Ég segi skóla en ekki leikskóla því að hér byrja börnin í skóla 3 ára. Salka er í 4 ára bekk sem kallast stjörnurnar sem er svolítið fyndið því að hópurinn hennar á Sælukoti hét líka stjörnurnar. Hún mætir í skólann kl. 9 og við sækjum hana kl. 1 þá er hádegismatur sem þú getur valið hvort að barnið borði í skólanum eða heima. Hún mætir svo aftur kl. 3 og er til kl. 5. Kennarinn hennar er vingjarnleg ung kona sem heitir Vanessa. Fyrsti dagurinn gekk vonum framar og Salka kvaddi okkur með bros á vör. Annan daginn fóru að renna á hana tvær grímur og þriðja daginn skildum við hana eftir grátandi. Í gær neitaði hún alfarið að fara í skólann og þegar ég sagðist vera farin í skólann sagði hún bara : " ókei ,en þú ert þá ekki með neitt barn með þér" . Okkur tókst þó að tala hana til á endanum og hún fór þó hún værri ekkert sérstaklega sátt við það. Í dag gekk allt vonum framar og Salka grét ekki þegar við skildum hana eftir. Ég skil hana samt alveg og mest langaði mig bara að segja henni að hún þyrfti ekkert að fara en ég trúi því að hún hafi gott af því að umgangast jafnaldra sína og læra tungumálið.
  • Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur. Bjarma gisti hjá okkur um daginn og móðurbróðir hans Bjarka og hans fjölskylda komu frá suður Spáni í helgarferð. Sigga var að fara í dag og hún var hjá okkur í 10 daga sem voru svo ótrúlega fljótir að líða. Von er á mömmu í 4 daga heimsókn á mánudaginn og aftur í 2 vikur yfir jól og áramót. Það stefnir allt í að öll fjölskyldan hans Bjarka komi í heimsókn í mars svo okkur þarf alls ekki að leiðast og bíðum bara spennt eftir fleiri bókunum!
  • Við Bjarki erum á spænskunámskeiði tvisvar í viku. Ég á byrjendanámskeiði á morgnanna og hann fyrir lengra komna á kvöldin. Ég tala eins og vélmenni, raða bara saman orðum sem ég kann og hljóma því dálítið furðulega en sem komið er. Fyrir nokkru síðan bað Bjarki um eina tösku af pistasíuís en átti við kúlu. En það er reyndar ekki lýsandi dæmi um spænskukunáttu hans.
  • Salka er ótrúlega dugleg að læra spænsku, telur og segir litina og laumar inn spænskum orðum þegar það á við t.d. abuela Kolfinna og Ásbjörg og abuelo Doron. Fyrir nokkru síðan var ég að tala ensku við konu og sagði helst til of mikið "ókei" að Sölku mati..."Maaamma þú átt að segja vale á spænsku ekki ókei á íslensku". Strax farin að skammast sín fyrir spænskuókunnáttuna mína.
  • Salka æfir sig samviskusamlega í að skrifa stafina og litar og málar fallegar myndir veggjunum okkar og okkur hinum til mikillar gleði.
  • Funi er sáttur ef hann fær nóg að borða, leika með bolta, glugga í bók og sjá nokkra hunda á dag sem er auðsótt mál með tilliti til þess að hér er varla þverfótað fyrir hundum. Hann er líka farin að sýna mikla tilburði við að blanda geði við börn á svipuðum aldri á leikvellinum.
  • Ég var að uppgötva að á sinni 1 árs ævi hefur Funi farið þrisvar í flugvél og flutt jafnoft.
  • Mér finnst tíminn líða ótrúlega hratt á Spáni.
  • Þetta er orðin alltof langur listi og ég læt staðar numið í bili.

12 ummæli:

Bryndís Ýr sagði...

Stórkostlegt, elsku fjölskylda! Velkomin til jarðarinnar :)

Gaman að lesa um ævintýri ykkar og nú verð ég fastagestur hér - og vonandi get ég einhvern tímann kíkt á ykkur í Barþelona :)

KNús smúts
Bryndís Ýr

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá að heyra af ykkar ævintýrum og gott að allt gangi vel. Innilega til hamingju með afmælið sæti Funi og ég hlakka til að heyra Sölku tala spænskuna :) koss og knús til ykkar. Ciao

Ása Ottesen sagði...

Hæ ástkæra fjolskylda sem ég sakna ofur mikið. Gott að heyra hvað þú ert happy með íbúðina, þú lætur sko ekki bjóða þér neitt KRAPP kjarnakona. Vildi óska ég gæti komið með fuglunum og tillt mér á gluggakistuna ykkar, sungið eitt lag og kysst ykkur bless. Hér á Íslandi er ágætt, fínasta veður, smá kuldaboli og fólk farið að jólaskreyta. Hafið það sem allra best mýslur í haga...
Ykkar Ásiþ

Nafnlaus sagði...

Vei vei gaman gaman að lesa...
Keep up the good work..
knús Lári

Nafnlaus sagði...

dskemmtilegt að fylgjast með ykkur í gegnum netið..og fyndið að Kolla sé farin að gefa sig á vald tækninnar,kannski eitthvað sem ég þarf að gera líka.
p.s..Það er bara eitt,ég klikkaði á tengil á síðunni sem stendur Emilía og Þórey,uhhh.. eitthvað skrítið. Þú kíkir á það Kolla og færð kannski tæknifræðinginn með þér í málið

Kveðja..Frissi og family.

Nafnlaus sagði...

jeiiii gaman að sjá þig hér kolla mín, veit að þú ert komin langt út fyrir þitt comfort zone með þessum skrifum ;)
húrra húrra húrra!!!
hlakka til að lesa meira og meira og meira :)

knús í krús
Selma og go

Unknown sagði...

Jibbí jei það verður gaman að lesa um ævintýri ykkar og apakattanna hér á síðunni. Svo er maður bara farinn að huga að heimsókn... ;)
knus og kys
Tóta

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir falleg skilaboð kæru vinir ég met þau mikils...Ása ég held ég hafi séð þig í gær á pallinum mínum,ofursmár og fallegur fugl sem hreyfðir stélið ótt og títt, getur það passað? Frissi ég er búin að laga linkinn ;)Selma þú hefur sannarlega rétt fyrir þér.Allir ég bíð spennt eftir heimsókn...mi casa su casa!

Nafnlaus sagði...

Sælir verið þið Baxabúar.
Lífið að leika við ykkur eftir að nýja íbúðin tók svona vel á móti ykkur me uppþvottavélinni :D
Við erum líka að panta heimsókn, það er svo svakalega ódýrt að fljúga til ykkar, ekki nema 2400 kr. ísl. báðar leiðir, það er ódýrara en að fara með Herjólfi heim til Eyja !
Ég er mikið glöð að kvinnan á heimilinu sé farin að blogga, þá er nú hægt að fylgjast aðeins með skottinu á ykkur. Ég nota einmitt bara vefdagbókina á barnalandi, ætla að klára áskriftina þar og finna okkur svo aðra síðu.
Kallarnir verða svo bara að finna einhvern tíma sem við getum droppað yfir til ykkar eina helgi eða svo, það væri bara gaman.
En hafið það áfram rosa gott og við heyrumst síðar.
Knús í krús, Fjóla og viðhengin.

hehe, það stendur bara næstum því maggi hérna þar sem ég á að setja inn e-ð til að geta póstað þessa færslu, mggxi :D

Arna Ösp Guðbrandsdóttir sagði...

Hæ elsku þið :) rosalega er ég rosalega glöð að þið ætlið að hafa smá blogg. Æðislegt að lesa um hvað Salka Eik er dugleg að fara í skólann. Úff... maður verður einhvern tíma að verða stór. Sé Arngrím ekki fyrir mér geta tekið þessi stóru skref :s
Þið líka dugleg í spænskunni og ég sé bara fyrir mér stílinn heima hjá þér ;)
Vissuði að það er sleikibrjóstsykursbúð þar sem hægt er að sjá kallana gera alls konar flotta sleikjóa í gotneska hverfinu?
Hafið það gott :D

Út frá blogginu mínu á www.minnlitliheimur.blogspot.com
er hægt að smella á myndir. Þar eru myndir frá mér og fjölskyldunni þannig að ef Sölku langar að sjá kunnugleg andlit þá getur hún kíkt þangað ;)

Risaknús og high-five að hafa gert síðu
Arna

Nafnlaus sagði...

Hó hó hó.

Til hamingju með það stóra skref sem tekið er með þessari síðu.

Ég er farin að sjá fyrir mér að Kolla muni frelsast í tækninni þegar hún finnur fyrir gleði vina og ættingja sem hún geislar í hjörtu okkar yfir veraldarvefinn.

Hlökkum til að heyra meira.

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra um hvað þið eruð að bralla. Ég er svoooo.... stolt af henni Sölku að byrja í skóla... hún stendur sig vel.

Við þurfum að finna okkur tíma til að kíkka á ykkur... erum komin með ógeð á kuldanum hérna í Íslandi...

Krakkarnir biðja að heilsa og fannst æði að fá að tala við ykkur á Skype!

Kv. Margrét, Finni, Alexandra og Gabríel