Ég á oft leið framhjá hinum ýmsu blómabúðum með óteljandi ofurfögrum blómum í öllum regnboganslitum.
Dag einn fyrir jól ákvað ég að láta það eftir mér að kaupa eina plöntu sem ég hafði dáðst svo mikið af..með grænum blöðum og litlum tómötum á hverri grein.
Ég og gekk inn í búðina..
Við mér blasti heldur þreytuleg afgreiðslukona með rettu í munnvikinu.
Ég: "Já ég ætla að fá svona tómatablóm".
Hún: Saug reykinn djúpt að sér.."Þetta er sko ekki tómataplanta.. þú mátt alls ekki borða hana þetta er sko baneitrað"!!.
Ég : "Nei ég veit" og rétti henni seðilinn.
Hún: Blés frá sér þykku reykskýi..."Baneitrað segi ég , þú lofar því að borða hana ekki!".
Ég : "Já ég lofa því" sagði ég um leið og ég gekk út alsæl með baneitraða "tómatplöntuna".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli