mánudagur, 21. janúar 2008

"Svona á lífið að vera!"

Helgin var ljúf.
Hvað er betra en að geta verið úti undir berum himni í 18 stiga hita í janúar?




Koma við á markaðnum, gleðja augað og bragðlaukana í leiðinni, fara í garða, sitja undir tré, borða samloku og sötra bjór, leika sér, róla, renna, villast í alvöru völundarhúsi eins og Lísa í undralandi, fylgjast með litlu apaköttunum leika sér, liggja í grasinu og láta sólina hita sér í framan, taka myndir, skoða mannlífið og slaaka á...

Eða eins og Salka sagði þegar við sátum með nesti í grasinu aðeins nokkur skref frá róluvellinum : "Svona á lífið að vera!"... Ég gæti ekki verið meira sammála. ; )

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér gistingu og skemmtun í leiðinni...komiði bara, það er gaman!
Salka fer í skólasund á morgun..það gæti orðið áhugavert.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er nú ekki eins spennandi og hér heima, frost,snjókoma,rok,rigning,logn,sólarglæta,+C,-C og allt á sama degi...jafnvel bara fyrir hádegi.

Nafnlaus sagði...

skafa bílinn,renna á rassinn,verða votur,moka stéttina,kvefast...þetta er yndislegt..(ps.við komum í maí)

Nafnlaus sagði...

Ekki abbó kallinn minn!

Farðu nú að föndra dagatal svo þú hafir eitthvað að gera við að krossa niður dagana að komu ykkar ;)..og svo bara út að moka snjó einn, tveir og þrír!
Annars sé ég það núna að margbreytileiki íslenska veðurfarsins er miklu meira spennandi en baara sóóól, ógislega þreytandi..ég er á leiðinni!

Nafnlaus sagði...

Dúdda mía, naumast að maður hefur dottið út úr t-lvuheiminum heima á fróni. Nóg að gera í blogginu hjá ykkur.
Ég ætla alveg að setjast niður á morgun með kaffibolla mér við hönd og lesa allt sem ég hef misst af :D Kommenta svo örugglega vel á eftir ;) Vorum bara að skríða heim á Verdisvej og klukkan er miðnætti svo ég ætla að save the best for last ;)

Nafnlaus sagði...

Já Fjóla ég hef sannarlega saknað þín í kommentunum og treysti nú á þig!;) Það virðist vera einhver feimni við að skilja eftir athugasemdir sem er algjörlega óþarft..ég sem verð svo glöð að sjá fólki bregða fyrir þó ekki sé nema í mýflugumynd..koma svo vinir!

P.s. Bara vika til stefnu..spennan stigmagnast ;)

Nafnlaus sagði...

Juminn eini hvað þetta hljómar allt unaðslega. Þetta kunna nú ekki allir eins vel eins og þið.

Hjá okkur er álíka gaman og hjá Frissa. Skafi, renni, moki og allt það með frosið hor í nefi. Yndislegt! Svo maður tali nú ekki um öll fötin sem þarf að klæða börnin í á morgnana. Sífelld uppspretta gleði á okkar heimili.

Við erum allavega laus við allar freknur, já og húðlit, á meðan. Sjúkket!

Hey... erum alltaf á leiðinni að hringja. Það kemur aððí.

Nafnlaus sagði...

Og líka ótrúlega gaman að sjá Funa á tveimur fótum.


Hvílík ofurkrútt sem þessir apakettir eru.

Nafnlaus sagði...

Við erum ekkert að renna á rassinn hér nema þá kanski í hundaskít sem er helst til of mikið af og það fer heldur ekkert fyrir brúnkunni en sem komið er. Maður verður að vinna í þessu.. það er þá alltaf ljósastofa á neðri hæðinni hjá okkur..sem mér finnst alltaf frekar fyndið! Hehe þið hafið það í huga ;)
Hlökkum mikið til að sjá ykkur og erum í óðaönn að punkta niður góðar hugmyndir til að framkvæma í félagsskap ykkar.

Nafnlaus sagði...

Vááá ég finn alveg ylinn af sólinni og bragðið af bjórnum og heyri svona "sólarhljoð" þegar ég les þetta ohhh hvað þetta var nákvæmlega rétt hjá henni dóttur þinni, svona tjill er nottla bara lífið!

jeminn frostavindurinn hérna núna, hann er alveg ekki lífið hihi. Hér eru bara pestarpésar og þurrkublettir ;)

jæja hlakka til að lesa meir og meir og meir

knus í krús
Selma og co