fimmtudagur, 24. janúar 2008

Ný mamma?

Þegar ég spurði kennarann hennar Sölku hvort það væri í lagi að hún væri bara hálfan daginn leist henni ekkert á það ..sagði að það yrði verra fyrir aðlögunina og rétti mér svo lista yfir bækur sem ég þyrfti að kaupa. Mér þótti það heldur súrt að vera sagt hversu lengi ég mætti hafa barnið mitt í skóla á þessum aldri en tók því nú samt þegjandi og hljóðalaust enda ekki farin að geta tjáð mig nóg til þess að geta mótmælt á sannfærandi hátt.

Dag einn fór Bjarki því í leiðangur að finna bækurnar sem vantaði en það gekk þó ekki betur en svo að þær voru allar uppseldar nema ensku bókin sem hann keypti. Hann fékk þó nafn á annari búð þar sem bækurnar var hugsanlega að finna og kom svo heim með nýju bókina .
Það vildi svo skemmtilega til að með bókinni fylgdi diskur með lögum á ensku. Lögum sem kenna tölurnar litina, líkamsparta og fleira skemmtilegt. Diskurinn sló heldur betur í gegn og eitt vinsælasta lagið þessa dagana er : "Do you like spiders?.. Yes i do "! Lagið heitir það nú reyndar ekkert en brot úr textanum er á þessa leið og þá er sungið hástöfum með.

Þegar Salk
a kom svo úr skólanum í gær var hún heldur betur ánægð (eins og reyndar alltaf þegar hún kemur úr skólanum) en hún sagði mér að það hefði sko verið ótrúlega gaman! Það var annar kennari og það var bara allt í lagi ,hún var að kenna þeim ensku og var svakalega ánægð að sjá að Salka væri með bókina, af því að Salka hafði jú bara verið með ljósrit hingað til. Til þess að sannfæra mig en frekar um ágæti þessarar konu sagði hún : "Já hún var alveg ótrúlega skemmtileg...eiginlega bara skemmtilegasta kona í heiminum"! Eins og það væri ekki nóg þá bætti hún við: "Ég myndi eiginlega bara óska að hún væri mamma mín!"

Ha!..Ég neita að trúa því að dóttir mín myndi vilja skipta mér út bara si svona fyrir spænskan enskukennara...eða hvað???


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eða hvað ? Maður veit aldrei hvað þessum börnum dettur í hug. Þessi spænski enskukennari hefði örugglega ekki gefið henni kartöfluR í skóinn :D
Þá er maður búin að lesa allt og skoða allir myndir, bara nóg að gera að vinna upp allt sem maður missti af í "fríinu" á Íslandi. Úff hvað það er stressandi að fara svona heim í "frí". Nóg að gera að hitta alla og gera allt ! Bara gott að komast hingað aftur í sveitasæluna.
En ég bara hreinlega get ekki beðið eftir að halda fyrir ykkur vöku við að bíða eftir hinum fjóru fræknu frá DK á fimmtudaginn næsta :D Bara að geta verið út, labbað, leikið og farið á róló, vá, það verður nú e-ð nýtt fyrir okkur :D Við komum einmitt með okkar rassálf með okkur sem spyr einmitt sífell, akkuru akkuru akkuru og litla hávaðasegginn okkar, sem er farin að labba by the way, og labbar um allt hús og öskrar MAAAMMMAAA daginn út og daginn inn. Þetta verður bara æðislegt ! Eva er einmitt svona bókasjúk líka, get alveg setið með henni tímunum saman og við slegist um það hver á að fletta á næstu blaðsíðu. Oftar en ekki þá er einungis lesin ein setning á hverri síðu :D Svo flettum við dýrabókum og hún kanna að baula eins og belja, eða meira er þetta svona eins og fílahljóð, en baul á það að vera og bara öll dýrin gefa frá sér þetta skemmtilega hljóð :D Og ég sé að strákarnir okkar eru á sama stað í þroska. Við skömmuðum Mikael um daginn og hann var settur inn í herbergið sitt og teiknaði bara á vegginn sér til dundurs á meðan :D Mamman var frekar pirruð og lét hann heyra það því hann er jú 5 ára en ekki 1 árs ;D
Erum búin að fá nýtt pláss fyrir Mikael, ætla að fara að skoða það áður en ég segi já takk. Hann sagði mér einmitt í morgun að það væri allt leiðinlegt á leikskólanum nema borða nestið og klifra :D Þau eiga þá eitt skemmtilegt sameiginlegt á nýju leikskólunum sínum. Svo byrjar Eva hjá yndislegri dagmömmu um leið og við komum heim frá ykkur. Og þá þarf ég víst að fara að vinna. Já, það verður maður víst að gera líka :( Væri alveg til í að vera bara heima með hana og dúllast í sumar. Ekkert gaman núna, maður hangir ekki úti með hana í þessu veðri. Við hörfum bara mikið á Söngvaborg og dillum okkur saman og prumpum með prumpulaginu, það er sko mega fyndið :D Fyndið hvað þessi prumpuhúmor slær alltaf í gegn hjá þessum krökkum.
Mikael tilkynnti okkur það í gær að fyrst hann er orðinn 5 ára þá er hann ekkert barn lengur. Ég sagði jú jú, en þú ert bara ekkert smábarn lengur. Þú ert barn þanga til þú verður unglingur. Þá svaraði hann um hæl og hann ætlaði sko ekki að verða unglingur ! Unglingar tala bara asnalega og gera hluti sem má ekki gera, krota á vegg og drekka bjór ! Og hana nú. Þannig að vonandi bara stendur hann við þetta og þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur. Ætla sko að minna hann reglulega á þetta.

Jæja, er ég ekki búin að skilja eftir nóg af athugasemdum. Besta að klóra sér fram úr staðfestingarorðinu snöggvast og fara svo að gera e-ð nytsamlegt hérna á heimilinu.
Med venlig hilsen fra Verdisvej,
húsfrúin Fjóla

Nafnlaus sagði...

Svei mér þá kæra húsfrú Fjóla!
Þú slærð nú öll met ;) Ef þessi frábæri pistill vinnur ekki upp athugasemdaleysi frá þér síðustu daga þá veit ég ekki hvað!
Nú hefur enginn afsökun fyrir því að skrifa ekki eins og eina línu til að minna á sig ;)
Já það verður gaman að leika við ykkur ..ég efast ekki um það.. enda ekki beint lognmolla í kringum mannskapinn ;)
Jæja nóg komið af bros og blikkköllum í bili..þangað til næst Adios!

Nafnlaus sagði...

Segi það með þér :D
Koma svo, kvitti kvitti kvitti allir saman ;)

Nafnlaus sagði...

hihihi þau eru svo auðkeypt þessar elskur! Maður gerir einn góðan hlut og þá er maður besta mamma í heimi ...og svo auðvitað það sama ef aðrir brillera þá fá þeir sko hrósið.
En þetta er samt alveg krúttlegt að spara sko ekki stóru orðin á kennarann, ég hafði að sjálfsögðu orðið sármóðguð samt ;)

knúsí
Selmí