miðvikudagur, 12. mars 2008

Hvað er þetta hvíta, kallinn er að... kríta?



Við vorum að borða kvöldmat um daginn þegar við fórum að segja Sölku frá þessum gömlu klassísku (óþolandi;) frösum sem allir ættu að kannast við. Þar sem að hún er ekki í íslenskum leikskóla eins og er veitir henni ekkert af því að fá smá undirbúning af því sem koma skal..hvað er'etta græna kallinn er að spræna, á ég að segja þér eitt..það var ekki neitt..á ég að segja þér annað? Það er alveg bannað, á ég að segja þér brandara?.. keyptu þér standara eða brjóstahaldara (eins og það rími eitthvað ;) Hvað ert að glápa eins og eldgömul sápa farðu inn í skápa og kysstu stráka og fleira gullið féll af vörum okkar þennan matartímann auk nokkurra velvalinna frasa sem Salka bjó til á staðnum til að vera með. Þegar koma að þessu hvíta þá ákváðum við bara að kallinn væri að kríta..ekki það að hún komist ekki að því einhvern daginn en það verður allavega ekki frá okkur ;)

Annan dag rifjaði ég upp gamla leiki eins og frúnna í Hamborg og nærbuxurnar hans afa. Er ég nokkuð ein um það að kannast við leikinn nærbuxurnar hans afa þar sem einn sér um að spyrja en hinn svarar öllum spurningunum með:"nærbuxurnar hans afa" og það er bannað að hlæja. Bjarki kannaðist allavega ekkert við þetta og varð hálf undarlegur þegar ég tók mig til við að kenna Sölku þennan leik. Það er samt ekki annað hægt en að taka fullan þátt þegar grínið er byrjað..."má ég spyrja núna"? Bjarki : "Salka í hverju ætlar þú að fara í skólann á morgun?" Salka grafalvarleg : "nærbuxunum hans afa" Bjarki : Nú já okei en í sund? Salka þurfti að hafa sig alla fram við að brosa ekki: "Nærbuxunum hans afa" Bjarki : "Jahá en hvað finnst þér best að setja út á hafragrautinn"? Salka skellihlæjandi : "nærbuxurnar hans afa"...bahahaha! Ég mæli með þessum. Alveg fullkominn fyrir þá sem eru með piss og kúkahúmorinn í lagi.

Salka bjó svo til leikinn: "Hvað myndir þú gera" eða "hvað á að gera"? T.d. hvað myndir þú gera ef þú hittir eldspúandi dreka? Salka: "Já ,ég myndi taka langt prik og pota því í augað á honum og svo myndi ég hella fullri fötu af vatni upp í hann og þá gæti hann aldrei blásið eldi aftur"! En hvað myndir þú gera ef þú værir að labba úti í skógi og hittir tígrisdýr? Salka: "Ég myndi finna langt prik (hvað er málið með prikin)og pota því í augað á tígrisdýrinu og hlaupa burtu"...jæks! Hún breytti því svo reyndar og sagði að hún myndi finna prik og kasta því langt í burtu, þá hlypi tígrisdýrið á eftir því og hún kæmist undan á meðan. Aðeins mannúðlegra. Salka fór svo út í miklar útskýringar á því hvað hún myndi gera eða hvað ætti að gera við hinar ólíklegustu aðstæður.

Hvað myndir þú gera?

Hér eru annars mættir góðir gestir. Foreldrar hans Bjarka komu í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. Það var búin að vera mikill spenningur fyrir komu þeirra en sérstaklega var Salka þó spennt fyrir hönd pabba síns af því þetta eru sko mamma hans og pabbi og hún sagði öllum sem heyra vildu hvað pabbi sinn væri spenntur fyrir komu foreldra sinna. En ert þú ekki spennt? "Júhú, því þetta eru auðvitað amma mín og afi ";)

Það voru bara jól þegar hjónin tóku hvern glaðninginn á fætur öðrum upp úr töskunum. Það voru pulsur og pulsubrauð (ósk frá Sölku), páskaegg, konfekt, íslenskt nammi, bækur, Merrild kaffi (frá mömmu;), pils frá ömmu og afa og kjóll frá ömmu Kolfinnu sem Salka er nú þegar búin að skipta niður á daga (þar sem hún er kjóla og pilsasjúk þessa dagana en hún sættist með semingi á buxur þriðja hvern dag) og fleira skemmtilegt sem vakti mikla lukku. Þegar Salka opnaði pakka frá ömmu sinni og afa hrópaði hún: "Einmitt það sem ég óskaði mér"!..Áður en hún vissi nokkuð um innihaldið ;)

Í næstu viku bætist svo en frekar í hópinn..Partý!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, þessir gömlu góðu, bara skemmtilegir. Ég man sko alveg eftir nærbuxunum hans afa og það mátti ekki brosa né hlæja, hjá okkur var það reyndar líka að þá mátti ekki sjást í tennurnar, frekar erfitt, amma átti það til að svindla mikið þegar við fórum í þennan leik, tennurnar bara í glasið hahaha :D

Ég var einmitt í svona rifja upp leik um daginn og læt afraksturinn fylgja hér með. Muni þið ekki eftir þessu :

Allir strákarnir voru með á körfuboltamyndinni nema Bergur...hann var dvergur..

Allir krakkarnir komu með Svala í skólann nema Þór...hann kom með bjór

Allir krakkarnir voru að leika sér með ostaskerann fyrir utan Eið...hann kom út sneið fyrir sneið

Allir krakkarnir fóru uppúr sjónum þegar hákarlinn kom nema Linda blinda...hún var ennþá að synda..

Allar stelpurnar notuðu víbrador nema Eir..hún notaði leir..

Allir krakkarnir horfðu á kirkjuna brenna nema Hermann..það var verið að ferm'ann..

Allar stelpurnar voru komnar með brjóst nema Marta... Á henni var bara lítil varta

Allir krakkarnir voru í bíó nema Lauga,hún hafði ekkert auga!

Allir krakkarnir voru klárir nema Auður,hún var sauður!

Allir krakkarnir voru sniðugir nema Stjáni,hann var bjáni!

Allar stelpurnar áttu kærasta nema Stella,hún var lella!

Engin stelpa svaf hjá nema Sísí,hún var easy!

Allar stelpurnar voru sætar nema Pheobe,hún var krípí!

Allir strákarnir áttu kærustu nema Tommi,hann var hommi.

Allir krakkarnir voru þjónar nema Erna,hún var þerna!

Allir krakkarnir sugu úr röri nema Silla,hún saug tilla!

Allir krakkarnir héldu fyrir nefið nema Eva,hún fór að þefa!

Allir krakkarnir voru hérna nema Arna,hún var þarna!

Allir krakkarnir voru úti að hlaupa nema Fjóla,hún var að hjóla!

Allir krakkarnir voru að giftast nema Lilja,hún var að skilja!

Allar stelpurnar voru mjóar nema Solla,hún var bolla!

Allar stelpurnar voru ljótar nema Lísa,hún var skvísa!

Allir krakkarnir voru englar nema Matti,hann var skratti!

Allir krakkarnir voru nördar nema Valur,hann var svalur!

Allir krakkarnir voru brauð nema Steina,hún var kleina!

Allir krakkarnir voru að lita nema Erla,hún var að perla!

Allir krakkarnir voru stórir nema Tinni,hann var minni!

Allir krakkarnir voru heima hjá sér nema Ingi,hann var á þingi!

Allir krakkarnir voru klárir nema Gunni,hann var klunni!

Allar stelpurnar voru góðar nema Dóra,hún var hóra!

Allir krakkarnir mættu seint nema Emma,hún mætti snemma!

Allir krakkarnir voru með fallegar tennur nema Steina,hún var með teina!

Allir krakkarnir voru að borða nema Gréta,hún var að éta!

Allir strákarnir voru streit nema Raggi,hann var faggi!

Allir hundarnir voru aular nema pjakkur,hann var frakkur!

Allir krakkarnir voru að drekka nema Héðinn, hann var freðinn.....

kv. frá Randers.

Augnablik sagði...

Haha Fjóla þú ert nú greinilega reyndari í þessu en við ...ég kannast ekki við helminginn af þessu og það sem ég kannast við heyrði ég einhverntíman seint og síðar meir!
Þið eruð nú reyndar ekki alveg eins og fólk er flest þarna í Eyjum ;)Eða er það kanski ég?

Kossar til ykkar skrýtna fólk ;D

Nafnlaus sagði...

Þetta er svoooo skemmtilegt. Það verður allt fullt af heimatilbúnum leikjum næstu daga. Við getum kannski leikið leikritið "kramdi kúkurinn" sem er í sama anda og nærbuxurnar.

Hjá okkur er eftirvæntingin í hámarki og upp hefur verið hengdur niðuteljari á pappír svo á hverjum morgni er krossað yfir einn tölustaf sem færir okkur nær Barcelona. Nú eru 5 nætur til stefnu. Íha!

Tataratata. Hafið það sem allra best með ömmunni og afanum sem eru svo frábær.

Augnablik sagði...

Jaháá við viljum auðvitað læra "kramda kúkinn"..maður getur alltaf á sig blómum bætt ;)Hér er spennan einnig í hámarki og þess má geta að silfurlituðu molarnir á myndinni eru súkkulaði sem Salka pakkaði sérstaklega inn fyrir komandi gesti...Við getum reyndar ekki lofað hvað það endist því hún er nú þegar mjög dugleg að bjóða ömmu sinni og afa mola og auðvitað sjálfri sér til samlætis.

Koss á báðar kinnar til ykkar sem verðið bráðum hjá okkur!

Nafnlaus sagði...

Hehe ekki man ég eftir þessum afaleik en hann er fyndinn. Takk fyrir fallega kveðju Kolla mín, við skírum á laugardaginn, læt þig vita nafnið þá ;-)Knús í krús til ykkar allra. Kv. Ábba, Bjarni og ..........dadarada

Nafnlaus sagði...

Ábba ég bíð svo spennt...á morgun, á morgun ;)

xxx loftkossar og faðmlög frá okkur

Kolla og co.