þriðjudagur, 4. mars 2008

Mánudagsskrúðganga?









Mars komin og helgin og gestirnir farnir.
Helgin var frekar viðburðarrík og innihélt ýmislegt...meðal annars þetta:

Þrjár kynslóðir fyrirmyndargesta, frænkur tvær sem voru glaðar að hitta hvora aðra en stundum varð spennan líka svo mikil að allt fór í klessu ;), gott veður, róló (auðvitað), sól, súkkulaðiköku alla leið frá Íslandi, flúorlýst þorrablót sem byrjaði skringilega en endaði vel, rölti um bæinn í dásamlegu veðri, teglösum, ferð á antikmarkað sem innihélt góð kaup að mínu mati (meira um það síðar), spjall, pínulíð ítalskt veitingahús þar sem Funi gekk á milli borða og heilsaði öllum að spænskum sið, maturinn smakkaðist frábærlega og tónlistin setti punktinn yfir i-ið, kertaljós, huggulegheit og fleira og fleira.

Á mánudaginn fékk Salka að vera í fríi í skólanum til að eyða síðasta deginum með Emilíu.

Á meðan Birna og Svanlaug röltu í búðir bökuðum við hinar stelpurnar muffins, hlustuðum á tónlist, dönsuðum og fórum á róló en það sem stóð kanski hæst var skrúðgangan (finnst ykkur þið hafa lesið þetta áður?) já skrúðgangan sem var haldin til heiðurs dýrlingi sem ég kann því miður ekki nafnið á. Í gamla daga fór fólk víst á hestum upp að kirkju og heiðraði þennan dýrling og gaf eða henti einhverjum glaðningi (þetta er örugglega kolrangt farið með en eitthvað var það tengt hestum). Í seinni tíð hefur þetta svo þróast í það að vera hálfgerð nammihátíð... hestar, hestvagnar og lúðrasveit og fullt fullt af nammi hent til áhorfenda. Við vorum uppi á svölum hjá okkur þegar við heyrðum tónlist og trumbuslátt koma og fara. Við héldum að við værum búnar að missa af skrúðgöngunni en ég stakk upp á að við færum út og athuguðum hvort við finndum eitthvað nammi sem hefði verið dreift um göturnar. Emilíu datt í hug að taka með poka fyrir nammið ...ég hélt að það væri óþarfi, minnug konungaskrúðgöngunni þar sem við náðum aðeins þremur molum en tók hann samt með.
Þegar við komum hlaupandi út um dyrnar kom einmitt önnur skrúðganga sem við eltum. Við skulum bara segja að Emilía hafi haft rétt fyrir sér með pokann. Stelpurnar hlupu hlæjandi um og týndu upp nammið sem fólkið í hestvögnunum lét rigna yfir okkur og alla hina sem fyldust með og ef við veifuðum eða náðum augnsambandi þá fengum við stundum heilu pokana af brjóstsykri og gotteríi!!

Það var svo fyndið að fylgjast með þessu, fólk á öllum aldri að beygja sig eftir góðgæti, búðarfólkið sópaði namminu inn til sín og hin ýmsu áhöld til söfnunar sáust hjá fólki, fötur,veski, fægiskóflur,regnhlíf á hvolfi og auðvitað allir pokarnir.
Við hálffylltum innkaupapoka aðallega upp á stemmninguna þar sem við sjáum varla fram á að geta borðað þetta allt saman. Stelpunum var líka farið að finnast þetta alveg nóg nammi en það var bara svo gaman að hlaupa og tína. Á leið okkar til baka mættum við svo örugglega fjórum skrúðgöngum til viðbótar og þar af leiðandi fullt af nammi og enduðum svo á því að skemmta okkur yfir lúðrasveit sem spilaði beint fyrir utan andyrið okkar. Þegar heim var komið sturtuðum við öllu namminu á gólfið og stelpurnar fengu að synda um og smakka smá. Síðan var pokinn lagður til hliðar og við gleymdum meira að segja að skipta innihaldinu á milli þeirra...ég hef samt minnstar áhyggjur af því að það verði ekki nóg til þegar Emilía og fjölskylda kíkja aftur á okkur eftir 2 mánuði ;)

Mér finnst að 'Islendingar mættu fara að grafa upp fæðingardaga frægra skálda og fyrirmenna og halda upp á þá með pompi og prakt, pulsupartýi, nammi, lúðrasveit og látum!...Það er fátt sem lífgar eins upp á mánudag og góð skrúðganga.

Velheppnuð helgi að baki og fleiri gestir væntanlegir á mánudaginn en þá heiðra foreldrar Bjarka okkur með nærveru sinni.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já já já....Skrúðgöngur á mánudögum yrði sko frábært. Ég myndi allavega mæta og kæta. Það er bara svo asskoti leiðinlegt veður hér en það má skoða þetta.

Knús til Baxe xxx

Ása Ottesen sagði...

Og já þetta er Ása Pjása Ott. :=)

Nafnlaus sagði...

Barcelona er alltaf að verða áhugaverðari og áhugaverðari, vest að þið farið heim í ágúst því Eva er í 4 vikna fríi miðjan ágúst til miðjan sept og vá hvað ég hefði verið til í að koma til ykkar aftur. Þessi borg er alveg orðin mín uppáhald ;)
Og sammála síðustu klausu, finnst að Íslendingar megi alveg taka upp á einhverju svona skemmtilegu en hafa það kannski bara hverfatengr ;) Veit ekkert leiðinlegara en 17. júní eða menninganótt í miðbæ Reykjavíkur !
Og takk fyrir stuldina á myndunum, þetta heppnaðist bara helv... vel hjá mér þó ég segi sjálf frá, tók langan tíma og þurfti að gerast í hollum en tókst að lokum með gleðibros á vör :D Afskaplega fínar og fallegar myndir :D Tusund tak for det !
kv. úr skítakuldanum í DK.

Augnablik sagði...

Já veðrið segiði...það er annaðhvort að finna bara þá sem eiga afmæli á vorin og sumrin eða vera bara með Kringluna og Smáralind sem backup plan..það mætti halda skrúðgöngu þar?
Hverfin taka sig svo saman og finna einhvern merkismann eða konu sem bjó einu sinni í hverfinu til að halda upp á með pompi og prakt!

Það var gott að þú gast reddað myndunum..ég sé reyndar að upplausnin er stundum ekkert spes eins og á síðunni okkar en Bjarki segir að það gerist bara þegar maður þjappar myndum saman.Þar hefuru það;)

Ókei bæ í bili

Nafnlaus sagði...

Hurðu. Ég fór á fund í skólanum í dag þar sem komu upp hugmyndir um að fella niður fjölmenningarlega skrúðgöngu sem alltaf er farin á vorin. Ég notaði þín rök og sagði að það væri skortur á skrúðgöngum í Reykjavíkurborg.

Viti menn. Enginn mótmælti þessum frábæru rökum og skrúðgangan er enn á dagskrá. Muchas gracias!

Augnablik sagði...

Vá Harpa! Mikið er ég glöð að þú hafir komið í veg fyrir að skrúðgöngur í Reykjavík yrðu enn færri...Húrraa!;)Haltu svo bara áfram og fyrr en varir verður allt morandi í skrúðgöngum út um allan bæ.

Nafnlaus sagði...

Hi Kolla Mark and Karla here from the US.  We are at Gertha´s house and she showed us your website.  Hope you are enjoying Barcelona and the visit from your Mom.  Summer has finally arrived in Detroit...it was a long Icelandic winter!Take care....