miðvikudagur, 2. apríl 2008

Hvað gerðist?

Hvað gerðist?
Það er kominn apríl, gestirnir eru farnir og við erum hér..þó svo að á tímabili höfum við líka verið á allt öðrum og ekki eins skemmtilegum stað.
Foreldrar Bjarka komu hér fyrstir gesta fyrir páskana og voru hér í viku áður en systkini Bjarka, makar og börn þeirra komu í 10 daga. Amma Bjarka, móðursystir og maki gerðu einnig stutt stopp til að vera með í stórafmæli. Mikið gaman og fjör.
Stiklum á stóru: Við borðuðum mikið góðan mat og eftirmat fyrstu vikuna þegar Bjarki og foreldrar hans skiptust á að sýna snilldartakta í eldhúsinu, höfðum það huggulegt saman, fórum í gönguferðir, auk þess sem hjónin voru mjög dugleg að vera sjálfstæðir heimsborgarar sem örkuðu borgina þvera og endilanga alla daga. Við Bjarki áttum líka stefnumót án barna sem var gaman.

Við fórum einnig í eina lestarferð til Figueres sem er fæðingarbær Salvador Dalí. Það var mjög skemmtilegt ef frá er talinn lestarferðin sjálf sem var lengri en við reiknuðum með (2 klst) og Funi var komin vel yfir þreytumörk og öll velsæmismörk ef út í það er farið. Þegar við stigum inn í lestina og Funi var eitthvað að rella (ekkert í líkingu við það sem koma skildi) sagði ung kona um leið og hún sá okkur "you got to be fucking kidding me" í alvöru talað hrópar maður bara eitthvað miður fallegt upp yfir sig á ensku upp í opið geðið á fólki. Við hljótum að vera orðin svaka "spænskuleg". Ég lét hana alveg sjá að ég skildi hana og hún varð mjög álkuleg og þóttist vera mjög upptekin við að troða I podinum í eyrun á sér og horfa djúpt í augun á kærastanum. Ef þú ætlar að ferðast með lest verðuru að vera viðbúin að ferðast með fólki..alls konar fólki ,líka æpandi smábörnum þó það sé viðbjóðslega leiðinlegt þá er það tvímælalaust alltaf leiðinlegast fyrir foreldra þeirra barna, muniði það.
Eftir miður skemmtilega lestarferð þar sem allir fjölskyldumeðlimir höfðu gert sitt besta til að halda dregnum góðum og ég hafði íhugað að hoppa bara út í Girona, komum við til Figueras. Krúttlegur bær þar sem við fundum meðal annars leikfanga safn http://www.mjc-figueres.net/w.mjc-figueres.net/ var akkúrat að loka en ég kom rétt í tæka tíð til að kíkja í safnbúðina og smá á safnið þar sem mig langaði í allt en keypti bara smá. Endalaust falleg gömul leikföng sem gleðja stóra sem smáa, ég er alltof veik í svonalagað. Næst var ferðinni að sjálfsögðu heitið í Salvador Dalí safnið sjálft http://www.salvador-dali.org/li.org/ sem er mest sótta safn Spánar á eftir Prado í Madrid. Það var ekki hægt að fara með kerru inn á safnið svo ég fór í göngutúr um bæinn með Funa sofandi og Sölku röltandi meðan Bjarki og foreldrar hans kíktu á safnið. Þegar þau höfðu skoðað nægju sína kíkti ég á herlegheitin ein og hafði mikið gaman af. Eftir að hafa rölt um safnið var ég algjörlega heilluð af listamanninum. Þvílík fjölbreytni, ímyndunarafl og hæfileikar. Mig langaði að klifra inn í heilann hans og litast um (girnilegt ég veit) eða vera hann í smá tíma,sjá hvernig þetta varð allt til, vita hvernig er að vera hann. Hann lifði líka einstaklega lengi svona miðað við 27 ára regluna eða 1904 - 1989 þannig að hann áorkaði miklu á sinni löngu ævi...mjög miklu.

Leiðin heim var betri við skiptumst aftur á að skemmta herra funheitum með betri árangri í þetta skiptið. Það var sungið, lesið , klappað saman lófunum og fótunum, skoðaðar myndir og hlustað á tónlist í símanum þar til svitinn var farinn að boga af mér og ég klæddi Funa úr sokkabuxunum þó svo að mig hafi mest langað að klæða sjálfa mig úr sokkabuxunum á þeirri stundu.

Daginn eftir kom restin af gestunum. Krakkarnir voru himinlifandi að fá frændsystkini sín og það var sérstaklega gaman að fylgjast með viðbrögðum Funa sem fannst hann hafa himinn höndum tekið að hafa fengið sendan til sín leikskóla ;) Afmælisundirbúningur hófst og við héldum velheppnaða afmælis veislu fyrir Bjarka mömmu. Við eldri dömurnar fórum svo á ótrúlega skemmtilega Bollywood sýningu á laugardeginum. Söngur, leikur en umfram allt dans...þetta var eins og að horfa á karate kid í fyrsta skiptið, mann langaði að kunna að dansa eins og þau, eiga búninga eins og þau og helst að til að flytja til Indlans í leiðinni (hljóma ég áhrifagjörn? Langaði mig ekki að vera Dalí rétt í þessu?)..þau tóku nú reyndar ekki Benny Lava eða Girly man en ég hef aldrei vitað aðra eins stemmningu, salurinn iðaði, áhorfendur dansandi í lokin og hvílíkt uppklapp! Leikararnir/dansararnir virtust hafa svo gaman af því sem þau voru að gera og ætluðu aldrei að geta hætt að dansa..hvort það var af því að þetta var næst síðasta sýningin eða hvort gleðin hafi bara tekið öll völd, veit ég ekki en ég veit að mér fannst gaman!

Síðar um kvöldið áttum við yngri kynslóðin notalega stund á veitingastað meðan amman og afinn pössuðu 7 börn.

Á páskadag fundu börnin falin páskaegg og gæddu sér svo á kræsingunum alla leið frá Íslandi. Þegar hér var komið við sögu var Salka búin að vera veik í 2 daga og við restin af fjölskyldunni lögðumst svo flöt með viðbjóðslegustu flensu sem við höfum á ævi okkar lent í . Sem dæmi er Funi búin að vera svo eftir sig að hann sefur til 11 á morgnanna...ég heyrði svo eitthvað krafs um daginn en þá var það bara Funi að reyna að klifra upp í rúmið sitt til að fara að sofa. "Viltu fara að lúlla"? Jamm segir hann bara í hvert skipti og fer að sofa með glöðu geði, þó svo að hann sé nánast nývaknaður. Ég ætla ekki að lýsa flensunni nánar, bæði vegna þess að það er leiðinlegt að skrifa um hana og enþá leiðinlegra að lesa um hana en hún var í einu orði sagt viðurstyggð. Við vorum því frekar glataðir gestgjafar og ýmis fyrirfram ákveðin plön fuku út í veður og vind. Annars vorum við afar heppin með gesti sem voru sjálfsæðir og skemmtilegir og sáu algjörlega um að skemmta sér sjálfir auk þess að skemmta okkur inn á milli og gefa okkur að borða ;)

Veðrið lék heldur ekkert sérstaklega við gestina okkar og það var kaldara en við eigum að venjast en þau voru sannir víkingar sem létu ekkert á sig fá og klæddu sig bara eftir veðri. Ég talaði annars við konu sem sagði mér að það væri yfirleitt kalt um páskana en strax 1. apríl kæmi sumarið..vitið menn í gær og dag hefur verið einstaklega gott veður, við sjáum til hvort hún hafi rétt fyrir sér með framhaldið.

Þessi færsla var næstum því eins leiðinleg og flensan en ég varð samt einhvernvegin að skrifa hana...þangað til næst adios amigos.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi færsla var nú bara ekkert leiðinleg skal ég þér segja þó svo að minnst hafi verið á flensu leiðindi og leiðan lestardreng... Ég segi nú bara eins og þú.. síðan ég eignaðist börn þá gæti mér ekki verið meira sama um grátandi börn i flugvél eða á sambærilegum stað.. svo lengi sem það eru ekki mín börn sem eru að grenja úr sér lungun..(auðvitað leiðinlegt að vita að börnunum líði illa en...)það er nefninlega svo mikið þannig að þetta er lang erfiðast fyrir foreldrana sjálfa. Þessi umrædda pía í lestinni er bara einhvert súrkál sem getur bara haldið áfram að halda bara í hendina á kærastanum og hlustað á ipodinn..
kv. lári

Nafnlaus sagði...

Buhuuu ég er svoo leiðinleg, bitur og með ekkert sjálfstraust hehehe ;)
Já ég reyni nú alltaf að brosa uppörvandi til fólks með óhress börn, svona ég veit hvernig þér líður..hjápar kanski ekki en ég gef þeim allavega aldrei illt auga!

Ég vorkenni mér annars ekkert,var að koma inn úr sólbaði til að ná af mér mesta flensugrámanum...ég held að sumarið sé komið eða vorið að minnsta kosti jeiii!!

xxx Sólskinskossar frá verðandi Kolbrúnu ;)

Nafnlaus sagði...

Ég er svo ánægð að þú sért búin að skrifa meira, er alltaf að kíkja á síðuna og vonast eftir einhverjum lestri og aldrei er það leiðinlegur lestur ;-) Vona að pestin sé farin úr ykkur öllum, knús frá mæðgum á klakanum. Ábba og Katla Steinunn
p.s er að venja mig á að kalla dótturina nafni sínu en ekki lillu, gengur misvel

Nafnlaus sagði...

Já um að gera að kalla hana sínu fallega nafni,kannast samt við svona gælunöfn en hún er nú bara svo mikil lilla. Hvernig er það annars, ætla ég ekkert að kalla hana sínu rétta nafni? Hún er enþá bara litla hér..kippi þessu í liðinn strax í dag;)

Kossar til ykkar fögru fljóð xxx

Nafnlaus sagði...

Jeminn eini. Ég vil helst biðja þig að taka síðustu setninguna út úr síðustu færslu. Leiðinlegt hvað!? Mér finnst þú ná að skrifa óhemjuskemmtilega um þessa annars krísukenndu tíma hjá ykkur fjórum. Finnst hreint undur hvað þú virðist ná að halda geðstillingu þrátt fyrir allt.


Við allavega þökkum enn og aftur fyrir okkur. Þetta var frábær tími hjá okkur þó við hefðum auðvitað óskað ykkur betri heilsu.

P.s. Orri er enn í Barcelona og raular þessa dagana frumsamda texta um Funa og hoppandi höfrunga í Barcelona.

Harpa og gengið

Nafnlaus sagði...

Hehe ég skrifaði þetta síðasta til þess að "allir" mundu segja "nei þú ert alltaf ógeðslega skemmtileg" og ég alveg "nei ég er glötuð" og þið alveg "nei í alvörunni þú ert frábær"!;)
Er'etta að virka?

Orri litli labbakútur er fyndinn og skemmtilegur labbakútur sem hefði áreiðanlega gaman af að hitta Funa í betri gírnum (ekki hálf meðvitundarlausann í hitakófi)en ég er búin að vera í krúttkasti yfir honum, sérstaklega þegar hann segir jámm við öllu sem ég sting upp á og þarf að hafa mig alla við að borða hann ekki barasta..of mikið? Okei ég er hætt.

Ég mæli með ykkur sem hjálpargestum til allra flensufjölskyldna..ekki það að ykkur þætti það gaman en samt;)
xxx afmæliskossar frá okkur til þín og venjulegir til hinna

Nafnlaus sagði...

Ógeðslega leiðinlega maður, úff, nennti ekki einu sinni að klára að lesa !!! Neeeeeiiii, djjjjóóóókkkkk :D
Oh hvað ég var glöð þegar ég vakanði í morgun og kíkti á síðu Baxelona búa og það var komin færsla :D Hitaði mér gott te og settist niður og las. Mjög svo skemmtilega færslu um kannski ekki eins skemmtilega hluti sem herjað hefur á Baxafamelíuna :( Þú hefðir kannski átt að sýna sömu hetjudáð og á torginu um daginn og segja við "you got to be fucking kidding me" píuna don´t do it, don´t say it og vera rosa ógnvænleg, rífa af henni i-podinn og rétta Funa hann og segja henni að það væri eina leiðin til að þagga niður í honum, múhahahaha !!!!!!
Ég hélt að maður mynd sleppa við svona flensur þegar maður flytur til útlanda en það er greinilega ekki svo. Við fjölskyldan erum alveg búin að detta í eina ógeðslega öll sömul sem entist í tvær vikur og svo eru börnin búin að detta þónokkuð oft í e-ð ógeð. Algjört svindl, maður á ekki að verða veikur í útlöndum hehe :D
Og ég bara spyr, hvenær ætlar vorið/sumarið eiginlega að koma hingað, þetta er alveg glatað. Á Íslandi þá býst maður ekki við neinu og er ekkert að býða eftir einhverju sumri en þegar maður er í útlöndum þá gerir maður aðrar væntingar, ætlast til þess að góða veðrir bara komi í mars en nú er mars búinn og það er skítakalt og rigning og suddi, jakk .....
Jæja, nóg að bulli, knús í krús og koss í bolla :D

Nafnlaus sagði...

Já Fjóla ég hefði betur rifið kjaft við píuna en maður verður líka að hugsa um karmað þú skilur;)
Við virðumst ekkert undanskilin flensum þó maður sé í útlöndum nema síður sé sem mér finnst líka svindl en nú er þetta vonandi búið.

Ég sendi vorstrauma til þín og á von að þeir berist innan skamms með fuglasöng og dirrindíí...bíddu spennt!

Hlýja til ykkar

Nafnlaus sagði...

Elsku Kolli minn. Ekki gaman að fá svona flensulíng ;( Ég ligg einmitt heima með 38.5 stiga hita, sól úti og ég var á leið með Ella í bústað en það verður víst ekki baun í bala af því. Er alveg roooosalega pirruð en reyni að hugsa hvað það verður nú næs að fá vorið fagra með ilmandi blómum og hækkandi sól. Svona er lífið, já Hemmi minn. Sammála öllum hinum að ég var ofsalega glöð að lesa blogg frá þér á ný. Veiiiiii.

Hlý Kveðja- Ása tása

Nafnlaus sagði...

Já Ása mín þessi vibba flensa spyr hvorki um stað né stund og virðist yfirleitt frekar illa tímasett:(
Sumarbústaður hljómar unaðslega en koma tímar koma ráð pollý mín...Það sem bjargaði geðheilsu minni var endalaust af teiknimyndum sem dáleiddu veik börn í smá tíma..hef ekki litið á hina ofurjákvæðu Dóru og félaga síðan sem ekkert geta án hjálpar, hvað þá Skoppu og Skrítlu, hvílík sýra!

Elska annars skemmtilegu myndirnar frá hátíðinni góðu sem ég lét mig aðeins dreyma um..ég spáði í því í alvörunni í smá stund að mæta bara surpræs en var bara of veik til að meika það. Virkaði ógó skemmtilegt!

Batni þér fljótt og vel..lífið verður svo miklu betra á eftir.

xxx Ást Kolls