fimmtudagur, 17. apríl 2008

Rímar við pass

Dag einn þegar við Funi vorum á leiðinni heim úr göngutúr og áttum leið fram hjá einu af þeim fjölmörgu kaffihúsum í hverfinu, sá ég eitthvað hvítt út undan mér.
Ég leit til hliðar og það var ekki um að villast, á einum stólnum á kaffihúsinu sá ég beran rass í öllu sínu veldi. Hann var ekki einn á ferð heldur fastur við unga konu sem sat og spjallaði við vinkonu sína. Ekki misskilja mig ég hef oft séð glitta í bera rassaskoru og nærbuxur eða þveng..eiginlega mun oftar en ég kært mig um en þetta var öðruvísi. Það var ekki rassaskora eða þvengur það var allur rassinn og hann sneri út á götu. Það var eins og konan sæti alsber að neðan að fá sér kaffi. Nú hef ég aldrei skilið hvernig það virkar..fann hún ekki sólina verma sér eða goluna leika um berann botninn?

Ég á alveg lágar og þröngar buxur og ég finn alveg ef eitthvað er við það að gægjast upp úr og ég passa einstaklega vel upp á það að það gerist ekki t.d. með því að vera ekki í stuttum bol við...ég hljóma eins og versta tepra sem segi hneyksluð á innsoginu "þetta unga fólk í dag!" í hvert skipti sem sést í bert en mér finnst bara orðið doldið þreytt að sjá allar þessar rassaskorur og nærbuxur, allt í lagi að sýna hold en þetta hold er eitthvað sem ég dreg mörkin við.
Þar sem ég stóð þarna eins og heilagur siðapostuli og hugsaði þessa ræðu mína datt mér í hug að þetta væri algjört Kodakmóment! Eins og það sé siðlegt að taka mynd af rassinum á bláókunnugri konu en svona er ég bara..iðulega í bullandi mótsögn við sjálfa mig. Ég stillti mér upp hinu megin við mjóa götuna og ákvað að þykjast vera að taka mynd af Funa mínum, teygði mig eftir myndavélinni í töskunni..en hvað!? Ég hafði akkurat verið með myndavélina með mér kvöldið áður í annari tösku! Hvenær ætla ég að læra að skilja myndavélina aldrei við mig?

Það eina sem ég hugsaði var: Bjarki á aldrei eftir að trúa mér ,hvað þá aðrir sem ég segi þessa sögu. Þau stimpla mig sem hallæristepru sem hefur ekkert betra að gera en að hneykslast á töff fólki sem veit hvað klukkan slær á meðan hún hefur ekki hundsvit á tísku sjálf.

Jæja skítt með það ég veit hvað ég sá og ég er farinn að kaupa mér buxur sem ég get girt upp í krika..það er töff svo mikið veit ég.

6 ummæli:

Arna Ösp Guðbrandsdóttir sagði...

Hæ Salka. Gaman að skoða bloggið þitt. Þessi rassasaga var nú svoldið fyndin hjá henni mömmu þinni. Rassinn á kaffihúsi. Bless í bili..
Arngrímur

Nafnlaus sagði...

hihi...
Mig langar svooooo mikið að vita hvernig þetta var eiginlega... því maður getur eiginlega ekki ímyndað sér annað en þetta hafi bara verið svona "normal" plummer.
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

Já Arngrímur minn mamma hennar Sölku er soldið spes..segjandi rassasögur og fleira miður smekklegt á netinu. En þú ættir nú að vera orðinn vanur að sjá rassa þarna á ströndinni í LA...vonandi ekki allsbera þó!Það er samt kanski alveg eins líklegt og hér í Baxe ;)

Sko ég vissi að ég hefði átt að fara til baka með myndavélina eins og ég var að spá,það mun enginn trúa því sem ég sá!
Ég er að segja þér það Lára þetta var sko enginn normal plummer..ég hefði nú varla haft orð á slíku en það var án gríns eins og hún hefði leyst niður um sig..það sást ekkert í buxurnar, bara rassinn berann. Gleymdi ég að minnast á að þetta var útikaffihús og hún sat á járnstól sem var svona opin að aftan sem rammaði bossan svona "skemmtilega" inn...Huggulegasta dama að öðru leyti ;)

xxx fullt tungl til ykkar frá þið vitið hverjum

Nafnlaus sagði...

heheh rassirass, þetta er einhvað sem manni finnst alveg stórmerkilegur hlutur að sjá, rass einn og sér á kaffihúsi er frábærlega fyndið:)
En takk elsku KOlla mín f símtalið í gær, roooosalega gaman að heyra í þér og fá fréttir beint í æð af ykkur pésunum.
Hlakka voða til að fá ykkur heim í allskyns leiki og skemmtilegheit..
Knús á línuna
Harpi

Nafnlaus sagði...

Allt sér maður nú í útlöndunum.
Kennarinn minn er einmitt mikið fyrir það að vera í voða low cut buxum með þvenginn sinn vel sýnilegan og er ekkert að spara það að sýna okkur hann :D Franski strákurinn sem situr við hliðina á mér er sífellt að dást af þessu nice view sem blasir sífellt við okkur þegar hún hjálpar fólkinu æa móti. Kannski er þetta allt saman bara gert með ásettu ráði, finnst gott að láta vindinn leika um afturendann ;)
I like big buts and I can not lie ....
knús í krús og koss í bolla á hádegisborðið ykkar frá okkur ;)

Nafnlaus sagði...

Hehe rassahúmorinn verður seint gamall og ég hef nú kanski orðið uppvísa af því að sýna hann einhvern tímann? Mar verður nú að vera með á nótunum..glatað að vera týpan sem var ekki með varablýant einan og sér,ekki í buffaloskóm,ekki í gullglansbuxum(eða jafnvel plast snákaskinnsbuxum),ekki í gegnsæjum drekabol og brjóstahaldara innanundir og síðast en ekki síst ekki með rassinn upp úr. Þegar þú flettir í gegnum gamlar myndir á að sjást hvenær þú varst uppi, svo er bara spurning um hvað þú ert heppin með tímabil;)
Já Harpa það var æði að heyra í þér og ég get sko ekki beðið eftir að leika og leika!

Ég er viss um að ég hefði alveg eins getað séð þennann rass á Íslandi en annars er ég bara svona að sjá oft ég get skrifað RASS!Því eins og Fjóla, Ross og fleiri mundu segja .."I like big buts and I can not lie"...

Ást og bara soldið miiikið sakn xxx