mánudagur, 28. apríl 2008

Barcamen, la playa og Sant Cugat

Þeir Bjarka vinir,Finni og Jón Ásgeir kvöddu okkur á föstudaginn var og héldu heim á leið eftir afar velheppnaða ferð. Ég held að þeir hafi náð að gera og sjá meira af borginni á 2 og hálfum degi en margur hver á 2 og hálfri viku. Þar af fara á stærsta leik tímabilsins Barce -Man U, keyra um borgina eins og hún leggur sig og sjá það markverðasta á einu bretti, borða tapas, drekka bjór, chilla í Park Guell, borða meira tapas, drekka meiri bjór, fá sér Cava, fara út að borða á klikkaðan sushistað, fara á barinn og síðast en ekki síst láta
veðrið leika við sig allan tímann. Geri aðrir betur!

Það eina sem vantaði kannski upp á var að fara á ströndina en þangað fórum við hin einmitt á laugardaginn. Þar iðaði allt af lífi og það kom mér eiginlega á óvart hversu margir voru á sröndinni og flestir bara á sundfötunum...ég áttaði mig ekki á því þvað væri orðið hlýtt mmm. Ströndin hafði verið skyndiákvörðun hjá okkur þannig að við vorum eiginlega kappklædd svona miðað við flesta en það kom ekki að sök. Krakkarnir misstu sig af gleði. Salka var ekki lengi að fara úr nánast hverri spjör og hoppa dágóða stund í flæðarmálinu. Þegar Funi áttaði sig á hvernig maður labbaði í sandi varð hann himinlifandi og klifraði upp hvern sandhólinn á fætur öðrum á milli þess sem hann tíndi steina og grýtti sandi í allar áttir. Honum fannst líka rosa gaman að fylgjast með systur sinni í flæðarmálinu en leist ekki alveg nógu vel á að vaða út í sjálfur (sem betur fer) Lét sér nægja að hvetja hana og kalla: "Sakka hlaupa, hoppa,hoppa,hoppa"!!.Þegar Salka fékk svo nóg af hoppinu tók hún smá fimleikasýningu en endaði svo í hörkuboltaleik þar sem hún sýndi snilldartakta og kastaði sér í sandinn hvað eftir annað þegar hún fórnaði sér á eftir boltanum. Þau voru því vel sand og sjómarineruð þegar þau fóru í bað um kvöldið.

Sunnudagurinn var svo ekki síðri en þá skelltum við okkur í lestarferð til San Cugat sem er snyrtilegur bær u.þ.b. 25 mínútur frá Baxe. Það var mjög skemmtileg ferð en ég nenni eiginlega ekki að skrifa "kæra dagbók" færslu um það. Ég tók hinsvegar grilljón myndir þar svo ég bíð ykkur að skoða albúmið þaðan þegar það kemur inn ásamt gommu af öðrum myndum.

Hasta luego amigos!

7 ummæli:

Áslaug Íris sagði...

Hæ elsku Kolla mín, alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Vá hvað Salka og Funi stækka hratt, frábært að geta fylgst svona vel með, haha.
Hlakka til að sjá fleyri myndir frá ykkur á myndasíðunni.
Þú átt von á löngu emaili frá mér á næstu dögum, sem er nú löngu orðið "due".

Sumarkveðjur og kossar til þín og fjölskyldunnar frá New York,
-Áslaug frænka**

Nafnlaus sagði...

Hæhó, ohh hvað þið eruð heppin að komast á strönd ásamt sól og hita, hér er sól en ekki heitt. Það verður skrítið að sjá Funa og Sölku aftur eftir svona langan tíma, þau eru orðin svo stór. Katla Steinunn passar núna í kjólinn sem þú gafst henni, algjör krúttibolla í honum, búin að taka mynd af henni, þarf bara að senda þér hana við tækifæri.
Ábbi Lábbi

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ kæru vinir. Mikið er skemmtilegt að fylgjast með ykkur á þessari síðu. Finni var svo ánægður með ferðina að hann langar mest til að flytja þangað, talaði mikið um hvað þetta væri mögnuð borg.
Takk æðislega fyrir góðar gjafir, Alexandra og Gabríel voru himinlifandi.
Hlökkum mikið til að koma til ykkar í júlí.
Þúsund kossar Margrét & co

Nafnlaus sagði...

Aldrei hef ég verið neitt hrifin af strönd, alltof mikil pjattrófa í e-ð svona hehe :D Og það virðast börnin mín ætla að erfa, eða reyndar er það nú að vaxa af honum Mikael, en þegar hann var lítill, eða kannski minni er betra að segja, þá bara frikaði hann út og fór að grenja ef það kom sandur, mold, snjór eða e-ð þaðan af á hendurnar á honum og hún er alveg eins núna, dagmamman hlær bara af pjattinu í henni :D
En góða veðrið sem heiðraði okkur með nærveru sinni í næstum 2 vikur er bara væk ! Bara rigining og rok búið að vera núna síðustu 3 daga og á víst að vera alla vikuna :(
Held ég að strákarnir hafi haft það gott saman og ég skil það vel ef þeir vilja flytja þangað, væri alveg til í það líka. Mest sjarmerandi borg sem ég hef komið til. Kannski af því að mest sjarmerandi mennskja með auga fyrir öllum fallegum hlutum og öllu því góða leiddi mann í gegnum hana :D
knús í krús frá Randers :*

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku vinkonur!

Áslaug ég var einmitt að skoða yndislega fallegu Flickr myndirnar þínar í gærkvöldið, svoo gaman að fá að fylgjast aðeins með hæfileikaríka og fallega fólkinu í New York;) Hlakka til að frá póstinn frá þér..ég elska að fá póst og fréttir!

Ábba ég er alltaf að dáðst að krútt myndunum af Kötlu gulli, fæ ekki nóg og bíð spennt eftir myndinni góðu..nú sendi ég henni glaðninginn sinn á næstu dögum ;)

Já Margrét flytja segiru.. það væri nú ekki versta hugmynd sem þið gætuð fengið ;)Takk annars sömuleiðis fyrir gjafirnar fögru sem slógu alveg í gegn, ég ætlaði líka að senda þér fullkominn avókadó en komst því miður ekki í málið sökum slappleika af völdum Cava ;)Þú átt það bara inni í júlí og fleira til!

Takk Fjóla mín góð.. það er spurning hvort þið flytjið ekki bara líka og við búum til hamingjusamt lítið samfélag hér í borg;)
Bjarki neitaði einmitt að fingramála í leikskólanum þegar hann var lítill en svona pjatt hefur elst vel af honum og nú fingramálar hann að minnsta kosti einu sinni á dag! Funi mætti kanski vera aðeins pjattaðri að þessu leyti;)
Kossar, ást og ylur til ykkar og ykkar
xxx Kolla og krú

Ása Ottesen sagði...

Jeiiii...Hiti og læti í Baxe ;) Rok og kalt hér. Bíð spennt eftir sumrinu góða...En Kolla mín komdu á facebook því þar erum við allar stelpurnar og fullt af skemmtilegum myndum og allskyns rugli. Ekkert svakalegt en ooofsa gaman að sjá myndir og sonna.

Stay Cool

ása Ott

Nafnlaus sagði...

Já ÁSa þú segir nokkuð! Það væri kanski ráð ..fyrir nokkru hefði ég aldrei trúað sjálfri mér til þess að skrifa blogg svo hver veit hvað gerist næst? Mér finnst allavegana gaman að skoða myndir svo mikið er víst ;)

Koss og ást á þig
og stay hot Ása Ott

xxx þinn Kolli