Allt frá því að við tilkynntum Sölku að við hyggðumst flytja til Barcelona lét hún eins og það væri sjálfsagðasti hlutur í heimi. Hún sagði öllum sem vildu heyra að hún væri að flytja til Baxelona og væri sko að byrja í skóla þar. Þar tala krakkarnir spænsku en það er allt í lagi af því að hún lærir hana bara..þangað til ætlaði hún bara að segja "hola" (halló) og "mira" (sjáðu) við krakkana. Þegar við komum svo í fyrri íbúðina sem okkur þótti miður góð þá dásamaði Salka hana og fannst allt svo huggulegt. Þegar við fórum á hina ýmsu leikvelli borgarinnar ljómaði Salka ef hún náði sambandi við eitthvert barnið og fékk það kanski með sér í eltingaleik eða hermileik..orð voru óþörf. Hún saknar allra en sagðist bara geta séð þá í huganum. Um daginn talaði hún um að hún vildi endilega kíkja í heimsókn á leikskólann sinn þegar hún væri enþá 4 ára og enþá íslensk...ég reyndi að útskýra fyrir henni að hún hætti ekkert að vera íslensk þó hún búi á Spáni en hún virðist þess fullviss að hún breytist í spánverja hvað úr hverju.
Nú er Salka búin að vera í skólanum í viku og dagurinn í dag var sá besti hingað til, Salka var glöð og kát og sagði stolt frá því að hún hefði farið á klósettið í skólanum í fyrsta skiptið sem var mikill sigur (klósettið er staðsett úti og börnin þurfa að fara út úr stofunni til þess að komast þangað). Salka sagði að hún hefði ekki alveg þorað fyrst af því að það var piss í báðum klósettunum en svo sturtaði kennarinn niður og þá var allt í góðu ; ) Síðasta föstudag var smá misskilningur af minni hálfu og ég tók nestið hennar Sölku upp úr töskunni hennar þegar hún fór í seinna skiptið..ég hélt semsagt að þau borðuðu bara nesti einu sinni á dag. Hún var því ekki með nesti í seinni kaffitímanum. Sem betur fer er hún dugleg að segja frá því sem gerist í skólanum svo ég frétti af þessu..."Og hvað fékstu þá ekkert að borða"? "Nei bara vatn en ég var ekkert þyrst" "En hvað voru krakkarnir með að borða"? "Brauð með súkkulaði, möffins...en ég smakkaði muffinsmolana hjá stelpunni sem situr á borðinu mínu og þeir voru góðir" Jæks ég fór beint út í búð að kaupa brauðform! Eins og það sé ekki nóg á barnið lagt að byrja í nýjum skóla þar sem hún skilur varla hvað fer fram ,þá er hún látin svelta líka!Um daginn bakaði ég bananabrauð og eplamuffins fyrir klukkan 11!..Staðráðin í því að Salka þyrfti aldrei aftur að borða afgangs muffinsmola frá hinum börnunum.
Adios þangað til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Það er ekki lítið lagt á þessi litlu grey, þau eru bara tekin upp og flutt með manni, maður spyr þau hvort þeim lítist ekki vel á þetta o.s.frv, en einhvernveginn held ég að maður mundi ekki hætta við ef að þau myndu ekki samþykkja þetta. Svo eru þau svo ótrúlega fljót að kynnast öðrum, læra tungumálið og þannig, alveg óhrædd við að gera mistök, segja eitthvað asnalegt o.s.frv ..., maður mætti nú taka þetta til fyrirmyndar :)
En af heimspekilegu nótunum í þær persónulegu; gaman að sjá að allt gengur vel og þið komin í íbúð sem ykkur líkar vel við. Við erum alveg að spá í að koma til ykkar, erum alltaf að skoða flug hjá Ryanair og öðrum lággjaldaflugfélögum, ég er tvisvar næstum því búinn að ýta á Confirm ;)
Bið kærlega að heilsa og verðum í bandi.
Maggi, Fjóla og co.
Haha :D frábært líf. Baka möffins fyrir klukkan ellefu! Það er náttúrlega ekkert lítið kúl að gera það. Á að halda þessu áfram daglega í vetur eða?
Maggi við tökum þig á orðinu! Bjarki hringir í þig á eftir og við ýtum á confirm ;)...Já Arna það er aldrei að vita nema möffinsmorgunbaksturinn verði bara daglegt brauð...eða kaka!
OH, draumur í dós. Sölku mun greinilega aldrei vanta nýbakað í nesti frá þessum degi hí hí :)
Kv. Bryndís
Við hjónaleysin commentum bara í sitthvor lagi ;)
En hvað er með leikskóla í útlöndum, af hverju þetta nestisvesen. Væri nú bara ljúft ef þetta væri eins og heima á Íslandi, væri laveg til í að borga aðeins meira fyrir það :D
En það er nú samt ekki amalegt að fá nýbakað með sér í nesti, okkur Magga mun alveg örugglega vanta nesti á leiðinni heim eftir að við höfum komið í heimsókn :D Verðum að fara að negla niðir tíma. Við bara sitjum við símann og bíðum eftir hringingu !
kv. Fjóla og viðhengin
Skrifa ummæli