Amma Kolfinna komst heilu og höldnu yfir hafið til okkar með yfirvigt og saumavél í farteskinu.
Í töskunni leyndist ýmiskonar glaðningur bæði frá henni og öðrum ættingjum, sem vakti að sjálfsögðu mikla lukku!
Eftirfarandi samræður áttu sér stað við morgunverðarborðið.
Salka : "Amma er þetta ekki kræst hús" ?
Amma : "Hmm.. kræst hús" ?
Salka : "Já ,finnst þér þetta ekki kræst hús"?
Amma : Ha?
Salka : "Já þegar Tóta mamma hennar Soffíu Petru kom í heimsókn þá sagði hún bara : KRÆST hvað þetta er flott hús" !
Það fer ekkert framhjá þessu barni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hmm...
kommentið mitt kom ekki inn.
Allavega - híhíhí. Sagði svo að Freyja hefði sagt mjög skýrum rómi: Ó mæææ Gooood! ...svolítið í svona tóni eins og ég hefði sagt það. Maður verður aldeilis að passa sig!
Heyrðu annars, hvert er leyniorðið á apaköttunum? Sendu mér það á emaili.
Kveðjur og knús
Bryndís
Hahaha :D hún Salka er nú algjört æði.
Mikið er gaman að heyra hvað þið njótið Barcelona. Frábært að fá að njóta þess með ykkur líka ;)
Bestu kveðjur suður
Arna
hehehe snillingur sem hún er hún dóttir ykkar!
er enn ekki að trúa því hvað það er æði að hafa þig svona tölvuvædda Kolla mín veiiii :D
knús og kossar
Selma og simpansarnir
Bara fyndin þessi mús :D
Nú er ég orðin svo spennt að koma til ykkar, þetta verður fljótt að líða, ég verð meira og minna á Íslandi í janúar, rétt droppa svo við í henni danmörku áður en við komum til ykkar :D Hlakki hlakki hlakki !
Hallo ævintýraapar
Takk kærlega fyrir afmæliskveðjuna og allt það, þetta hlýjaði okkur sko um hjartaræturnar ójá:) ótrúlegt að Taralóa og Funi séu orðin eins árs hjúfff, svo stutt síðan að þau voru litlir apar í bílstólum að horfa á óróa hihi
Yndislegt að fá að fylgjast með ykkur hérna á blogginu og maður fær sko Baxe beint í æð.. og Salka er svooooo sniðug:)
Svo er maður daglegur gestur á apaköttum jújú.. maður er spenntur að fá að sjá það sem verið er að baxa
Saknsakn og hafið það sem allra best.. knús til Sölku og Funa
Harpa Dögg og sveitungarnir
Skrifa ummæli