föstudagur, 21. desember 2007

Komdu í partý!

Jólakortin lögðu af stað í gær ! Nú er þetta ekki lengur í mínum höndum svo við getum bara krossað fingur og vonað að þau skili sér...einhverntíman.
Eitt sem ég var að spá.
Pósti allra íbúa hússins er staflað í bunka fyrir framan póstkassana þannig að við þurfum alltaf að fletta í gegnum allan bunkann til þess að finna bréf til okkar sem eru yfirleitt engin nema kanski símreikningur og ég verð alltaf jafn spennt! Við komust því ekki hjá því að sjá hverjir fá oft bréf annan en gluggapóst og hverjir ekki. Hún Tania Heinz fær til dæmis frekar áhugaverðan póst, kort og girnileg umslög.Hún býr á hæðinni fyrir ofan okkur og nei það er ekkert klikk að vita það. Það kallast bara að kunna að leggja saman tvo og tvo ; ). Hún hélt einmitt svaka partý um daginn þar sem mér heyrðis fólk dansa flamengo eftir stappinu að dæma og það var hringt á dyrabjölluna okkar (fyrir misskilning ) langt fram eftir nóttu. Um daginn kom hún svo að athuga hvort við værum með lykla af póstkassanum og ég skildi nú ekki alveg hvað hún var að fara svo ég spurði hikandi hvort hún talaði ensku. Jú, jú svona líka glimrandi fína..ég var bara alveg hlessa.
Það væri því vel tilfundið að ef einhverjir (vonandi rosa margir) ætla að senda kort eða bréf að senda nokkur falleg umslög með í leiðinni..þarf ekkert merkilegt að vera í þeim . Bara að nafnið okkar sé á þeim. Svo þegar fólkið í húsinu rennir í gegnum póstinn sinn og annara getur það þá ekki annað en spurt sig hvaða áhugaverða fólk þetta sé nú sem fær allan þennan aragrúa af pósti. Næst þegar það heldur partý þá bjóða þau okkur af því að við erum greinilega svo vinsæl í heimalandi okkar að þau verða forvitin og vilja að sjálfsögðu ekki missa af því að kynnast svona frábæru fólki . Orðið á götunni verður að fólkið sem vert sé að hanga með sé finna á Carrer de Sant Lluis 78 og svona gengur það mann af manni þangað til allir hafa frétt af "bréfafólkinu" og við verðum af goðsögn í lifanda lífi...gott plan!?

Mamma kom í gær sem er algjör draumur og ég er ekki frá því að jólin hafi komið með henni. Hún kom að minnsta kosti með þrefaldan jóladisk sem hefur meðal annars að geyma lögin... "Svona eru jólin", "Ég hlakka svo til", "Þú og ég um jól" og "Þú komst með jólin til mín"...sem segir allt sem segja þarf ; ) Ég kveikti á kertum, borðaði mandarínur og brenndi greni eins og ég ætti lífið að leysa ..iiilmandi jól.

Salka er komin í jólafrí og nú eru bara keraljós,kósíheit, bæjarferðir, jólatrésskreytingar og rómantík framundan..og auðvitað að velja jólamatinn og fullt af allskonar góðgæti ...mmm spennandi.

*Gleði og friður sé með yður og með ykkar anda (ekki ofanda)*

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kolla mín, ég stóð mig ekki í jólakortaskrifunum þessi jólin, en ég lofa að senda alla vega eitt stykki kort þegar þið eigið síst von á, verður svona big surprise! Gleðileg jól dúllurnar mínar og eigið yndisleg jól, knús Ábba

Nafnlaus sagði...

Elsku Kolfinnur og fjölskylda. Við Pelle Pedersen erum einmitt að upplifa jól í öðru landi og það er pínu skrýtið. Hér er samt voða notalegt og ég hugsa bara til þín í Baxelona og Hörpu á Tenerife og þá veit ég að allt verður voða gott. Hafið það sem allra best elskurnar mínar. Jólakveðja frá Uppsölum.

Lotta Ottesen ;)

Augnablik sagði...

Ábba! Ég verð ekki síður glöð að fá surprisekort og þá jafnast líka álagið á póstburðarmennina ;) Ég vil svo ólm sjá myndir af þér og ljúfu áður en það verður um seinan og hún komin í heimin...en ég sætti mig reyndar mjög vel við mynd af henni þá líka ;)

Lottuskott! Við erum að verða sannir heimsborgarar sem setjum það ekki fyrir okkur að halda jól hvar sem er og gerum það með stæl...þó svo að hjartað titri stundum!;)

Jólahlýja,ást og gleði til ykkar og ykkar ***

Nafnlaus sagði...

Við komum bara með stæl í febrúar og látum eins og þið séuð bara hinn týndi Geirfinnur, gleðin verður svo mikil og allir í húsinu standast ekki mátið og kíkja fram á ganga til að kanna hvaða frábæra fólk við erum svona glöð að sjá ;)dfrbwfo

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð kæra Kolla og fjölskylda :)

kveðja frá New kids on the block í vesturbænum.

Nafnlaus sagði...

Elsku Kolla og fjöl
Eigið góð og hamingjurík jól í Baxe. Arngrímur biður fyrir góðar kveðjur til Sölku sinnar :)

ástarkveðjur,
arna og fjöl

Nafnlaus sagði...

Elsku Kolla, Bjarki, Salka og Funi

Við söknum ykkar ýkt mikið. Það vantaði mikið í jóladagsboðið en bætti vissulega úr skák að heyra í ykkur í síma. Vonum að þið hafið það sem allra best.

jólakveðja
harpa, adam, tindur og orri

Bryndís Ýr sagði...

Elsku Kolla mín og fjölskylda,

gleðileg jól! Takk fyrir fallega jólakortið (vona að okkar hafi komið - a.m.k. í dag... eða á morgun, sendum svolítið seint!). Börnin eru svo falleg og gleðin geislar af þeim - ekki langt að sækja það. Rosalega væri gaman að heimsækja ykkur. Stefnum á það!

Vonum að jólin ykkar hafi verið yndisleg og gleðileg.

Hlakka til að heyra jólasöguna frá Baxe.

KNús
Bryndís

Nafnlaus sagði...

Kolli minn og familí,
Gleðileg jól elsku vinir og hafið það sem allra best í kósíheitum með íslensku ómissandi jólatónlistina:)
Við hinir heimsborgaranir vorum einmitt að koma frá hitanum á Tenerife þar sem við héldum hátíð í bæ, voða lovlí og ótrúlega gaman að prófa að halda jólin í öðru landi.. vorum samt meira bara að sötra kokteila en að jólast:)
Svo er það bara baxejólasagan sem maður bíður spenntur eftir að lesa..
knúsikrús
Harpa&Jólaálfarnir