sunnudagur, 9. desember 2007

Reyfarakaup

Ég gerði svo góð kaup nú nýverið að eigin mati.
Ég var á rölti niðri í bæ og rekst á litla búð með allskyns notuðu dóti..svolítið eins og góði hirðirinn en bara miklu,miklu minni. Ég skanna búðina í hálfkæringi þangað til allt í einu að augu mín galopnast og staðnæmast við tiltekin hlut..hjartað slær örar og ég hitna öll. Þarna sat hún rauð og feimin og sagðist hafa verið að bíða eftir mér. Ég greip hana þéttingsfast.. hratt og örugglega svona eins og til þess að koma í veg fyrir að nokkur yrði fyrri til (það var enginn inni í búðinni nema öldruð afgreiðslukona og vinkona hennar). Ég spurði afgreiðsludömuna hikandi um verð á gripnum..ég trúði ekki mínum eigin eyrum getur það passað 10 evrur (tæpar 1000 kr.) Ég fálmaði eftir veskinu og rétti henni seðilinn og vonaði svo heitt og innilega að hún gerði sér ekki grein fyrir að henni hefðu orðið á mistök í verðlagningunni. Ég tvísteig á meðan hlýleg afgreiðsludaman bisaði við að finna poka sem hentaði og var ekki í rónni fyrr en ég var komin með gullið í hendurnar..hún er mín !!!

Nú sé ég bara fyrir mér hvað Salka verður himinlifandi á aðfangadag þegar hún tekur upp pakkann sem innheldur konfektið.Þetta er svona sýn í móðu eins og oft er í sápuóperunum til að fegra, sýna draumsýn eða jafnvel aftur í tímann hjá þeim sem missti minnið þann daginn.

Við sitjum hlið við hlið, ég við mína vél hún við sína og brosum til hvorrar annarar. Hún er að sauma dúkkuföt og ég er að sauma ofurfagurt rúmteppi úr slæðum sem ég keypti á markaðnum.Salka hlustar á allar mínar leiðbeiningar af mikilli forvitni og fylgir þeim að sjálfsögðu í einu og öllu með bros á vör en þó án þess að ég skerði listrænt frelsi hennar.
Við færum dúkkurnar í nýsaumuð fötin og ég breiði úr fullkomlega heppnuðu teppinu yfir rúmið..við föllumst í faðma í einskærri gleðivímu og undir hljómar að sjálfsögðu eitthvað ótrúlega viðeigandi lag sem hæfir tilefninu.

Þangað til annað kemur í ljós þá lifi ég í draumi og þó svo að vélin eigi svo eftir að standa ónotuð uppi í hillu um aldur og ævi þá er ég glöð í hjarta mínu því ég veit að ég gerði...reyfarakaup!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá alveg blörruðu útlínurnar fyrir mér þegar ég las þetta, þið mæðgur svo niðursokknar en hafið alltaf tíma til að líta á hvor aðra og brosa svo blítt. Falleg saga af góðum kaupum :D

Nafnlaus sagði...

hahaha.. alveg hressandi lesning. Það kæmi mér bara ekkert á óvart ef þessi draumur myndi rætast.
knús
lvk

Nafnlaus sagði...

Hehe Harpa las þetta fyrir mig í símann meðan við vorum að mala... við vorum alveg dolfallnar yfir ykkur mæðgum, hvað þið væruð æðsilegar að sitja svona og brosa til hvor annarrar saumandi... ekki datt okkur í hug að þetta væri draumsýn. Efast samt ekki um að draumurinn rætist. Og vá hvað hún er falleg saumavélin! Fríða framstæða

Nafnlaus sagði...

Já saumavélin er svo sannarlega fallegur gripur! En hvort draumsýnin eigi eftir að rætast..það mun tíminn leiða í ljós. Góður draumur maður ; )

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þessi frábæru kaup. Fallegur gripur þarna á ferð ;) Þá er það bara að finna eeeeld gamla og litla tölvu handa Funa sæta svo hann geti setið við hlið föður síns og þeir brosað til hvort annars.

Ástarsæla úr Gyllta Kettinum

p.s eru leðurleggings að gera sig þarna? Hihihihi

Augnablik sagði...

Já Ása það er alveg spurning hvort þú gerir ekki ekki eitthvað gott mixteip fyrir mig til að spila undir þessum hugarórum..það skiptir mjög miklu máli að skapa rétta andrúmsloftið með músik ;)
Leðurleggings.. jújú af hverju ekki, það virkar allt hérna og nú er ekki eins heitt og þegar við komum fyrst. Skelli mér kanski bara í leðurgalla fyrir jólin ;)

Nafnlaus sagði...

Jebb leðurbuxur eru málið,,hehehehehe. p.s átti að vera hvors annars ekki hvort annars ;)

Mjá mjá