sunnudagur, 27. janúar 2008

Fluga á vegg


Þegar ég er orðin vön því að skilja lítið sem fer fram í kringum mig tungumálalega séð, verð ég svo yfirmáta glöð þegar ég heyri einhvern tala ensku..svo glöð að ég fer að hlera, bara alveg ósjálfrátt.

Stuttu eftir komu okkar í borgina gengum við á eftir tveimur vinum sem spjölluðu saman. Við heyrðum þá tala ensku sín á milli og þögðum því "óvart" dálitla stund til að heyra hvað þeim fór á milli. Þeir virtust vera í mjög djúpum samræðum um ástarmál annars þeirra.
"Hvernig gengur með x"? .."Ekki vel"..."mér finnst þú alltaf segja að það gangi ekki vel."..Þetta á eftir að enda með tárum".."hvað vill hún gera"?.."en hvað villt þú"?
Ég var svo undrandi að heyra karlmenn tala svona opinskátt um tilfinningar sínar við hvorn annan og það um hábjartan dag! Mjög einlægt og fallegt verð ég að segja...kanski gera þeir það bara alltaf en þegar kærusturnar spyrja frétta yppa þeir bara öxlum og þykjast hafa verið að spila fótbolta, tölvuleik eða eitthvað þaðan af verra ; )...enda ekki við hæfi að kjafta frá einkamálum vinar!?

Meðal annara samtala sem mér hafa borist til eyrna er samtal tveggja manna í Metróinu um Guð og hvernig hann hafi bjargað lífi þeirra, stelpur sem ræddu hversu mikils maður yrði vísari á því að dveljast erlendis og ungur maður sem bjó í foreldrahúsum ræddi hversu hvimleitt það væri að sofa í herbergi með glerveg..ekki rúðugleri en samt glervegg.

Já þetta eru sannarlega áhugaverð samtöl og ég get ekki beðið eftir því að læra meiri spænsku til þess að komast að því hvað þeir ræða sín á milli spánverjarnir..að sjálfsögðu alveg óvart og ósjálfrátt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hef ekki lent í þessu ennþá.
Hérna tala bara ALLIR dönsku og ég reyni að leggja mig alla fram við að reyna að skilja það sem fer á milli manna en heilinn bara brennur yfir af áreynslu.
Það segja allir að danska sé svo auðvellt mál, enga stund að læara hana, grunnurinn er svo mikill. Já, kannski, að lesa og reyna að tala hana sjálfur en þegar kemur að því að skilja þessa kok kalla þá bara fer allt í steik og maður segir á sinni góðu hreimlausu barnaskóla dönsku : "snakker du english ?".
En ég ætla að skella mér á dönsku námskeið þegar heim er komið frá ykkur og reyna að hella mér í kok hreiminn :D
Á námskeiði skemmti ég mér tralalala ....

Nafnlaus sagði...

Heyriði, hvernig föt þarf ég að koma með fyrir okkar, hversu hlýjar yfirhafnir þarf maður að koma með með sér eins og t.d. fyrir þau, er flíspeysan nóg eða þarf úlpuna líka ?

Nafnlaus sagði...

Tja það er ekki gott að segja..taktu bara flíspeysu á þau og svo kanski léttan jakka ef þú átt hann til.
Besta ráðið sem ég get gefið er að vera lagskiptur.. svo maður geti klætt síg í og úr eftir þörfum ;)
Sjáumst eftir smjá xxx

Nafnlaus sagði...

Okídókí, við tökum þá einhver lög með okkur :D