Þegar ég rölti um markaði, skran eða antikbúðir tekur hjartað kipp við það eitt að sjá góss sem mér líkar og finnst einmitt vanta þann daginn. Þegar ég finn eitthvað sem mér finnst extra fínt, trúi ég vart heppni minni og stend mig stundum að því að líta snöggt í kringum mig áður en ég gríp hlutinn traustataki. Ég hef það nefnilega alltaf á tilfinningunni að allir hljóti að vera að leyta að þessum tiltekna hlut. Raunin er líklega allt önnur og flestum finnst þetta einskisnýtt drasl...ég get bara ekki verið sammála.Verð að vísu að takmarka mig við litla hluti ef ég ætla að koma þeim með mér til Íslands en ég líta bara á það sem áskorun.
Á myndunum er sýnishorn af fundnum fjársjóði.
mynd 1:hjólakarl fundinn á markaði. Ég sá svo endurgerð af honum í búð.
mynd 2. brúðhjónin fögru sem ég hafði hugsað mér að gefa hverjum þeim sem væri fyrstur að gifta sig..efast um að ég tími því og nota
þau líklega á mína eigin brúðartertu.
mynd 3. ég keypti 5 tískublöð frá árunum 1934 1959 og reyndi að setja mynd af fallegu forsíðunum en tókst það ekki...ein opna verður að duga í bili
mynd 4. bollar á 30 kr. stk.
mynd 6 og 7. upprekkt skartgripaskrín sem mamma keypti handa Sölku á markaði.
Auk þessa má ekki gleyma saumvélinni fögru og tinboxinu sem má sjá hér í horninu til hliðar á síðunni. Um daginn fann ég svo 3 hnausþykkar alfræðiorðabækur með frábærlega old school myndum..alveg frítt því ég fann þær við gám. Flokkast kanski ekki endilega undir smáhlut en ef einhver bíður sig fram við að koma í heimsókn og ferja þær heim þá er það velkomið. Ég er svo enþá að hugsa um myndina síðustu kvöldmáltíðina sem ég sá við gám á leið okkar á markað. Ég ætlaði að taka hana á leiðinni heim en vissi ekki af fyrr en við vorum komin heim aftur aðra leið...hmmm
Hér eru annars góðir gestir. Mamma kom síðasta föstudag og verður hjá okkur í 3 vikur. Í gær komu svo Finni
og Jón Ásgeir og strákarnir skelltu sér á Barce Man U. Þeir fara svo heim á morgun.
13 ummæli:
Ókei þessi færsla er
i algjöru rugli en ég reyndi að laga hana..reyndi og reyndi þangað til ég varð brjááál á myndarugli og bili á röngum stöðum..þetta verður að duga, ég var komin með axlirnar upp að eyrum og gæti gert eitthvað sem ég sæi eftir ef ég reyni meir!
Bæjó Kolls
veistu ég fæ sko líka dollaramerki og gullpeninga og jú neim it í augun þegar ég sé svona góss, skil þig bara vel :) Gleðilegt sumar Kollus minn og co
sakni sakni sakn
Selmundur, Tanjilíus og Mikkmundur ...Árnmundur segir að sjálfsögðu hæ ;)
óóóo váááá en bjútífúl..
Kollmundur fagurkeri og fagurgrafari, þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn að eigna þér fallega hluti.. Hlakka til að sjá þá á íslandinu
Gleðilegt sumar elsku Kolla mín og familí og veriði endilega dugleg að senda geislana yfir hafið
knús
Harpa Dögg
Ekkert að þessari færslu :D
Vildi að það væri einhverjir svona skranmarkaðir hérna í DK, vantar alveg spánastemmninguna hingað, skil ekki af hverju hún er ekki hérna í DK hehe :D
En það er sko aldeilis búið að skína vel á okkur í heila viku, fór einn daginn alveg upp í 20 graður takk fyrir takk, en kuldaboli er enn vel kaldur þannig að þegar hann blæs er ekkert svo heitt, en í skjóli, inni hjá okkur og í bílnum er búið að vera steik. Reyndar glatað í dag, rigning og leiðindi og spári alla helgina :( En vonandi bara yfir helgina og svo ekki meir, börnin alveg orðin sólbrún í framan og alles, bara kjút :D
kampe knus frá Randers.
ooo hvað mann öfundar þig að geta farið í svona fjársjóðsleit. hér á klakanum er ekkert nema vídjósafnarinn ;)
gríðarlegar sumarkveðjur. Tóta
Ein ástæða í viðbót hvers vegna þið ættuð að kíkja til Baxe fyrir utan góða félagsskapinn,veðrið og allt hitt...Þið bara verðið að koma fjársjóðsleit með mér!
Maður verður samt að passa sig að láta það ekki uppi hvað maður er spenntur fyrir hlutnum. Sérstaklega á mörkuðunum. Þegar við vorum að kaupa skartgripaskrínið spurðum við um verðið og konan sagði okkur það. við röltum svo aðeins um og þegar við komum aftur að básnum að dáðst að því var kominn maður sem sagði það kosta 3 evrum meira en konan hafði sagt og ekki séns að lækka það. Við röltum náttúrulega bara annan hring og biðum eftir að konan kæmi aftur og keyptum það svo á hennar verði á meðan kallinn var upptekinn að ræða við vin sinn já og tapa 3 evrum hehe
Ég er að bíða eftir ykkur en sendi ylvolga sólargeisla og eldheita kossa þangað til
Adios amigos og sjáumst fyrr en síðar ;)
Þið eruð nú bara sjálf fjársjóður.
Þú ert nú með alveg sérstök augu í að finna svona gersemar. Þetta verður allt extra fallegt í þinni umsjá. Og jésús pétur hvað skartgripaskrínið hennar Sölku er fallegt. Ég skil vel að þú hafir horft í kringum þig til að sjá hvort aðrir voru ekki á leið að nappa því af þér.
Hugsum oft til ykkar.
Adam er að koma tindur.com í gagnið á ný.
Alltaf þegar sólin fer að skína inn um gluggann hjá mér þá langar mér alltaf að fara í búðir og kaupa eitthvað fínt fyrir heimilið, finnst alltaf eins og ég þurfi að gera fínt fyrir sumarið, það væri nú ansi gott að komast á svona markaði. Nú bíð ég eftir að Bjarni komi heim svo ég geti skroppið í smá búðarölt. Katla Steinunn biður að heilsa og er voða spennt að hitta ykkur þegar þið komið heim! Knús á ykkur öll, Ábba
Vá Harpa takk fyrir fögur orð og Ábba ég gæti varla verið spenntari að koma og sjá Kötlu bjútí og knúskyssa hana í kaf ;)
Mér þykir annars óendanlega vænt um að sjá komment frá ykkur þau gleðja mig meira en ykkur grunar
Kossar og fullt af ást
xxx
Já það er víst ábyggilegt að þú hefur sérstaklega næmt auga fyrir fallegum hlutum.
Var að horfa á lipstick jungle (á að vera einhverskonar arftaki Sex and the cit...en er þa auðvitað ekki) um daginn og þar er ein persónan (lék einu sinni í BH 90201) fatahönnuður og hún minnti mig einhvernvegin svolítið á þig. Ofsa lagleg eins og þú, limafögur, í fallegum fötum og að sníða kjóla og með því á eldhúsborðinu... æ ég hugsaði allavega voða mikið til þin á þessari stundu.
En já sumarknús á liðið frá mér og mínum enda sól úti og Lára að bogra í beðunum... fíla það samt sko alveg.
knús og kossar
lvk
Haha lipstick jungle..vildi óska að ég ætti frumskóg af varalitum og pía úr 90201,ekki slæmt þetta verð ég að sjá!Gaman að geta minnt á sig einhvern veginn og fallegt af þér að hugsa til mín:)
Já vá hvað ég elska að bogra í beðum..sérstaklega þegar daginn tekur að lengja og maður getur bograð í beðum langt fram á nótt og fundið gras,moldar og blómalykt allt í bland. Gömul nei,nei ég bara eeelska að bogra í beðum;)
Sumarkossar og sólskin á báðar kinnar frá okkur til ykkar
ást
http://www.viewimages.com/Search.aspx?mid=2383318&epmid=3
http://www.antwerpisthenewparis.com/?q=node/168
Mér finnst þessar myndir samt ekki alveg nógu lýsandi fyrir persónuna með efnið á eldhúsborðinu og skærin í hendinni...
Þú ert náttúrulega samt lang sætasta sníði, saumi, mixi pían sem ég þekki...
Garðverkakveðja
Lárus
Hehe takk fyrir það kæri Lárus ..ég gat að vísu bara opnað neðri myndina og hugsaði bara hjúkket að ég var ekki Andrea í 90201 já eða Kelly þær voru steiktar æ þau voru það nú reyndar öll en men hvað manni fannst nú gaman af þeim ;)
Ást og blóm til þín
Skrifa ummæli