þriðjudagur, 8. apríl 2008

Fyrst brauð...















Þegar ég var lítil þá óskaði ég mér stundum að eftirréttir og nammi væri matur en matur væri nammi..þá væri miklu betra að borða og ég gæti alveg sleppt að fá mér eftirrétt. Ég vildi ekki skipta í dag, nema stundum þegar ég nenni ekki að fá mér mat að borða en langar kanski alveg í köku. Mér var alltaf kennt að borða brauð fyrst og svo að fá sér köku, geyma það besta þar til síðast. Eins og margt annað hefur þessi "speki" fylgt mér alla tíð síðan ,þó svo að ég hafi alltaf verið ákveðin í því að þegar ég yrði fullorðin þá myndi ég sko gera það sem mér sýndist matarlega séð (ég var nefninlega gikkur í gamla daga). Það er samt ótrúlegt hvað maður er lítið flippaður að þessu leyti og fer samviskusamlega eftir þessu..nema stundum þegar ég held því staðfastlega fram að súkkulaði sé matur. .

Á föstudaginn sóttum við Sölku sem hafði verið í dýragarðinum allan daginn með skólanum. Okkur fannst tilvalinn hugmynd að fá okkur gönguferð og skella okkur svo aðeins á kaffihús svona rétt fyrir kvöldmatarleytið (á íslenskum mælikvarða ekki spænskum). Ekki nóg með það heldur pöntuðum við okkur kakó og crepes með rjóma og súkkulaði..brauð?Neibb ekkert brauð. Að kaffihúsaferðinni lokinni fórum við á markaðinn og keyptum okkur sushi í eftirmat.Þegar heim var komið fengu börnin restina af pulsunum sem við höfðum fryst svo samviskusamlega frá Íslandi. Við Bjarki borðuðum svo sushi og sötruðum hvítvín á spænskum matartíma.
Ég vona að ég hafi ekki spillt börnunum fyrir lífstíð og komið í veg fyrir að þau temdu sér góðar matarvenjur. Salka er einmitt orðin svo samviskusöm að þessu leyti...hún á eflaust eftir að heyra rödd móður sinnar óma í hausnum á sér það sem eftir er: "Salka fyrst brauð svo köku" en vonandi ekki "fyrst köku og svo pulsu". Þá er kanski bara betra að fá sér köku fyrst.

Þegar Salka var lasinn um daginn sannfærðum við hana um að það væri best að vera heima og jafna sig (á meðan gestirnir fóru í dýragarð,sædýrasafn og fleira stuð) með þeim orðum að við værum öll á leið í tívolígarðinn...þegar henni batnaði. Flensuferlið tók lengri tíma en við ætluðum okkur og gestirnir voru farnir þegar við vorum öll kominn í góðann gír. Við ætluðum samt ekki að svíkja loforðið og ákváðum því að láta verða af því að fara í tívolíið á laugardaginn síðasta. Við Salka keyptum okkur miða sem gilti í í öll tækinn á meðan feðgar gerðu sér að góðu að horfa á okkur í salíbununum. Það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur ótrúlega vel og það kom mér mest á óvart hvað Salka var til í að fara í parísarhjólið með mér. Ég var svolítið kvíðin að hún yrði hrædd svona hátt uppi, minnug þess þegar ég pissaði næstum á mig úr hræðslu og hló tryllingslega í geðshræringu fyrstu nokkra hringina í risaparísarhjóli í París. Salka kom mér algjörlega á óvart og hló allan tímann en bara af einskærri gleði en ekki geðshræringu. Ég var svo glöð að ég gleymdi alveg að vera lofthrædd. Við fórum svo saman í fjölmörg tæki auk þess sem Salka fór ein í lest og klessubílana. Funi horfði öfundaraugum á systur sína þegar hann kom auga á okkur í einni hringekjunni en var samt til fyrirmyndar í alla staði. Hann heillaði dömu upp úr skónum í strætó á leiðinni heim þegar hann heilsaði henni margoft upp á spænskan máta, náði augnsambandi, brosti blítt og leit svo stríðnislega undan. Hann er nú þegar búin að græða kanelsnúð í bakaríinu þegar hann heilsaði afgreiðsludömunni hátt og skýrt með bros á vör. Auk þess er hann er duglegur við það út á götu að heilsa fólkinu í tíma og ótíma og fær þá breitt bros að launum og þó það sé ekki eftirmatur þá er það skemmtilegt alveg eins og Funi.

Ég er í óðaönn að flokka myndir sem ég set vonandi inn fljótlega, hvað sem það nú þýðir..fáið ykkur kanski bara köku á meðan.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hihi, kannast sko við þessi vísindi og jú einmit þau hafa lifað alla tíð síðan hjá minni :)
Gaman að þið náðuð að skemmta ykkur í tívolíinu með Sölku litlu fyrst að flensan náði að skemma öll hin plönin - glötuð þessi flensa, kynntist henni um helgina ojbara. Mér finnst einmitt svo skemmtilegt líka að fara með Tönju í tívolíið, því við tvær erum svo miklir tækjasjúklingar og spennufiklar hihi, verðum endilega að fjórmenna e-n tímann í skemmtigaraðastuð og súkkulaði í forrétt og sushi í desert, hljómar himneskt það held ég nú :)

knús á apakettina alla saman
Selmundur salamandra
p.s. það er fo..... jólasnjór úti núna!!!

Nafnlaus sagði...

ooo hvað tívolíferð, kaka, sushi og hvítvín hljómar vel núna! svona miðað við súrmjólk og skyr og þurfa að sópa ofan af bílnum áður en maður keyrir í vinnuna... og ekki myndi skemma að hafa svona uppátækjasama krakka til að skemmta manni. úff Kolla ég er bara á leiðinni, koddu núna út á flugvöll að sækja mig ;)
hilsen til allra og knús með
Tóta

Nafnlaus sagði...

Ég er sko til í tívolí, súkkulaði og sushi með ykkur hvenær sem er!
Það voru reyndar nokkur tæki sem Salka komst ekki í sökum smæðar (þau voru með mælistiku við innganginn;)...ég þarf greinilega að fara að redda henni skilríkjum.

Tóta ég var að koma af flugvellinum og þú varst ekki þar..jæja ég held bara áfram að bíða og vona ;)

sjóðheitir snjóbræðandi kossar til ykkar xxx Kolls

Nafnlaus sagði...

hæ mín kæra og jú þetta með brauðið fyrst er alveg málið.. og þessu viðheldur maður.
Hvað segiru annars.. bólar ekkert á sendingu??
kv. lára

Nafnlaus sagði...

Júhúú Lára ég fékk sendinguna í gær og hvað ég var glöð, ég eyddi heillöngum tíma í að lesa, hlusta, horfa og borða, svoo gaman;)
Salka fékk einmitt líka 2 bóka sendingar sem vöktu mikla lukku..hver er með skemmtilegan póst núna ha? Ekki Tania Heinz heldur viið!!

Þúsund þakkir fyrir að hafa fyrir þessu það var virkilega fallegt af þér.

Ást og hlýja
xxx Kolla

Nafnlaus sagði...

Vúhú.. gott að þetta komst til skila. Var farin að hafa áhyggjur að umslag myndi ekki meika ferðalagið því það var svo mikið sjúsk eitthvað. Sorry líka hvað bensínstöðvarnammið var e-ð leim var smá in a hurry a borga bensínið..

En annars var þetta bara minnsta mál vonandi hafðiru gaman af.

knús lári

Ása Ottesen sagði...

Víiii kaka, brauð, tívoli, sushi og hvítvín. Þetta er allt svo unaðslegt og djúsi að ég sit hér slefandi yfir tölvu minni ;) Ég elska tívoli, tívolí tívolí hí hí. Já sæturnar mínar hafið það svoooooo frábært og flippið.
Hlakka til að sjá ykkur og lesa meira blogg frá ykkur.

Ofurknús- Ása Tása

Nafnlaus sagði...

Takk Ása mín og mixdiskarnir ó mæ hvað þeir eru skemmtó!Fékk þá senda...minningar minningar ;)

Kossar til ykkar