Um daginn var ég að fá mér avókadó ofan á brauð (smurostur,avókadó,smá salt,smá pipar ..fullkomið). Þegar ég hélt á fína avókadósteininum í lófanum þá datt mér í hug að það gæti verið gaman aðgera tilraun.
Tilraunin fellst í því að planta steinum úr öllum þeim ávöxtum og jafnvel grænmeti sem við borðum. Ég bar þessa hugmynd undir Sölku og hún tók vel í hana. Nokkru síðar minnti ég hana á hugmyndina og bað hana að lýsa henni fyrir pabba sínum. "Já sko við ætlum að setja steinana úr appelsínum,eplum og sítrónum í mold og vökva vel og þá kemur kanski tré með sítrónum...já eða nammitré! Ég hef sko séð nammitré." Við vorum nú ekki alveg á því að trúa henni en spurðum samt nánar út í þetta, hvort það væri þá kanski bara nóg að setja brjóstsykur í mold og þá kæmi brjóstsykurstré og bland í poka o.s.frv.. Það fannst henni mjög góð hugmynd og stakk þá upp á súkkulaðitré.."það er til súkkulaðitré" sagði hún mjög sannfærandi röddu. Við ætluðum að mótmæla þegar við uppgötvuðum að hún væri hugsanlega að vísa í Dóruþátt.
"Já það eru að vísu til súkkulaðitré en það eru reyndar kakóbaunir..súkkulaði er nefninlega búið til úr kakóbaunum" bla,bla,bla..ég vissi að Salka var löngu hætt að hlusta svo ég stakk bara upp á að við gróðursettum smá súkkulaði og sæjum til hvað gerðist. Það leist henni heldur betur vel á!
Ég er eiginlega mjög spennt að sjá afraksturinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Þið eruð náttúrulega bara snillingar. Ég held að ef maður hefði einhverju sinni orðið hamingjusamur í barnæsku þá hefði það verið ef Nóa-kroppskúlur hefðu vaxið á trjánum í garðinum.
En maður bíður þess dags enn og kannski eruð þið í þann mund að upplifa drauminn!
Gleðikveðjur
Við krossum fingur og vonum. Ef ekki súkkulaði þá vonandi blóm sem ég sáði í laumi í súkkulaðipottinn ;)
Hver er þetta annars?
Já, mig hlakkar líka til að sjá afraksturinn og ef þetta með súkkulaðið virkar þá verða nokkrir súkkulaðipottar settir hérna út í sumar hehe :D
Eva er einmitt á sama skeiði og Funi heyri ég, heilsar öllum hátt og snjallt með fallegasta "hæ-i" sem ég hef heyrt, það er bara svo mikið krúttlegt. Og að koma inn til hennar á morgnanna þegar hún vaknar og maður opnar hurðina, hún stendur í rimlarúminu sínu og segir hátt og snjallt HÆ ... Hvað er annað hægt en að bráðna við þessu og taka hana í fangið kremja hana í klessu þanga til hún æpir á mann, alveg að kafna haha :D
knús og kram til ykkar :*
úps, það var ég sem átti fyrstu athugasemd.
Er ekki pottþétt eitthvað að gerast í súkkulaðipottinum?
Harpa Rut
Það þarf svo lítið til að bræða þessa foreldra,litlu dýrin hafa okkur gjörsamlega í vasanum og vita nákvæmlega hvað þau þurfa að gera til að móta okkur eins og leir ;)
Hæ Harpa.. fannst ég þekkja þig ;) Salka vökvar mjög samviskusamlega og fylgist vel með öllu svo við eigum von á súkkulaðitré.. eða blómi í okkar tilfelli á hverri stundu.
xxx súkkulaðikossar
Hola! elsku fjölskylda. Við erum þvílíkt búin að huxa mikið til ykkar frá því við vorum í Baxe... Rifjum oft upp notalegu kvöldstundina okkar og ég klappa reglulega skeljunum af ströndinni í Sitges, sem heimasætan var svo góð að gefa mér. Gaman að lesa um dagana ykkar, sérstaklega þar sem maður getur séð umhverfið ykkar fyrir sér. Langar að skrifa fullt, en ætla að hlífa hinum lesendum síðunnar við því að svo stöddu. Sendi kannski bara á kanilinn?? Allavega, hlýjar huxanir til ykkar og SPES kveðja til Sölku.
Kiss kiss -
Anna & Jónas
Hæ elsku Anna.
Takk fyrir fallega sms fyrir lööngu.
Ég var búin að ætla að skrifa þér svo lengi, fékk emailið þitt hjá Önnu Dóru, hripaði það á miða sem ég týndi um leið. Mér var svo oft hugsað til þín, þangað til að í nótt að mig dreymdi þig..í alvöru talað og svo opna ég tölvuna, sé svo skemmtileg skilaboð frá þér og varð alveg hlýtt í hjartanu.
Við þurfum að endurtaka svona notarlega stund sem fyrst og Salka er en að tala um ykkur.
Ást og hlýja frá okkur til ykkar
ummm...voðalega höfum við verið beintengdar síðasta sólarhringinn. Skemmtilegt! Greinilegt að við erum í sama blóðflokknum. Tökum pan de avokado og vino blanco einhverja nóttina við fyrsta tækifæri þar sem ég er vitlaus í hvorutveggja og svo finnst okkur báðum svo spennandi sofna seint og vakna ennþá seinna.
Anna B mínus
Jáhá ég er sko til í B týpustund með þér hvenær sem er, einmitt alveg einstaklega mikil B mannsveskja..aldrei hressari en einmitt þegar ég á að fara sofa.
Við erum saman í liði ;)
Var að fá mér grænt te og svo energy te til að tjúna mig upp fyrir daginn..spurning um að byrja að drekka kaffi?
kossar Kolls
Skrifa ummæli