sunnudagur, 18. maí 2008

Allt í sleik

Ég kemst ekki hjá þvi að taka eftir því að fólkið hér er aðeins meira fyrir líkamlega snertingu á förnum vegi en maður á að venjast komandi frá landi elds og íss..aðallega íss ef marka má gegnumgangandi snertifóbíuna. Hér í Baxe ertu ekki ástfanginn nema vera í sleik..alltaf. Ef þú ert ekki í sleik þá er það ekkert að marka.

Það er sama hvar þú ert staddur, allsstaðar finnurðu fólk á öllum aldri í sleik. Ég hef staðið í Metroinu öxl við öxl við dömu sem var í svo innilegum atlotum við manninn sinn að mér fannst ég eiginlega eiga að vera að gera eitthvað..við vorum bara svo náin. Þau kipptu sér ekkert upp við tilvist mína og voru eins og flestir aðrir í þeirra sporum í sínum eigin heimi. Daginn eftir sá ég svo ungan strák gráta svo sárt í lestinni. Fyrst hélt ég að hann væri bara kvefaður, stóð þarna með vasadiskóið (eða eitthvað sem heitir aðeins töffaðra nafni) í eyrunum og saug sífellt uppi nefið. Ég tók svo eftir að tárin trilluðu niður kinnarnar hans og hakan titraði. Hann hafði ekki undan að þurrka tárin og ég fann svo til með honum, fékk alveg sting í magann. Stóð þarna einn og grét svo sárt. Kanski var hann í ástarsorg hver veit en hann var allavega ekki í sleik.

Það er líka rosa fyndið að fylgjast með dramatíska fólkinu...þau eru bara svooo ástfangin að við hin gætum aldrei skilið það. Þau halda þéttingsfast utan um hvort annað í lestinni eða hvar sem er, sárþjáð á svip því það er jú ekki auðvelt að vera svona ógó ástfangin. Á bekkjum , á kaffihúsum, á skólasamkomum, á barnum, í lestinni í garðinum já sérstaklega í görðunum... allstaðar er staður og stund fyrir dramatísk faðmlög og eldheita kossa..

Einu sinni var ég að rölta um hverfið í siestunni og sá nokkra vini vera koma út af veitingastað þeir klöppuðu sér á magann glaðir á svip og kvöddust svo allir með kossi á báðar kinnar og faðmlagi. Þegar þú hittir einhvern í fyrsta skiptið þá heilsar þú honum með kossi á báðar kinnar en ekki handabandi. Það er heljarinnar athöfn þegar hópur fólks hittist og það þarf að byrja á því að kyssa alla þvers og kurs en skemmtilegt finnst mér. Ég hef líka tekið eftir því í skólanum hennar Sölku að börnin eru miklu meira að faðmast og kyssast, tala hátt og tjá sig frjálslega. Hlaupa í fangið á hvort öðru, reka rembingskoss um leið og þau hrópa "bon dia"! (góðan daginn á katalónsku).

Um daginn í eitt af þeim skiptum sem við Bjarki fengum að bregða okkur út þegar amman tók að sér pössun, settumst við á úti kaffihús/bar eftir tékk á miðvikudagskvöldstemmingunni sem er heilmikil. Við sátum þarna í góðu yfirlæti þegar við heyrðum fólkið á næsta borði spjalla saman ...eða meira svona einn gaur vera að halda einræðu um alla skapaða hluti sem upp kom yfir hausamótunum á hinum. Allt saman á ensku eða svona smámæltri amerísku ..svona svipað og Seth Cohen í O.C. talar og margir fleiri í amerískum sjónvarpsþáttum... ég veit ekki hvort þið fattið hvað ég er að meina en þetta er vinsælt. Allavega, gaurinn lét dæluna ganga og við komust ekki hjá því að heyra hvert orð eða allavega annaðhvert orð þar sem við spjölluðum líka sjálf, jú,jú alveg satt. Þetta var svona ekta náungi sem kann alltaf betri útgáfu af sögunni sem þú ert að segja og allt sem hann gerði var svona hundraðsinnum flottara. Fólk byrjar að reyna að taka þátt en gefst svo fljótlega upp því það finnur að það á ekki séns að komast nokkurn tíman að.

Ég fattaði það náttúrulega eftir á að í staðinn fyrir að hlusta á manninn hefði ég bara átt að fara í sleik (ekki við hann samt heldur þið vitið hinn manninn;) Þá hefði ég ekkert þurft að skipta mér af fólkinu á næsta borði og dundað mér greina það eins og einhver týpa sem mig langar ekkert að þekkja. Við hefðum þá líka sloppið við að rugla Sölku í ríminu með því að kyssast fyrir framan hana þar sem að hún heldur að þegar fólk kyssist þá sé það að gifta sig. Við komumst að því þegar hún sá okkur kyssast einhverntíman og sagði brosandi: "Uuu bíddu eru þið að gifta ykkur eða"? Ég: "ég veit það ekki ..erum við að því"? Salka :"Já svona giftir maður sig þannig þá eru þið að því".

Við erum semsagt harðgift og höfum ekki kysst síðan..ég meina hvað á barnið að halda, að foreldrar hennar séu marg giftir hvort öðru?

Hún minnist samt ekkert á öll brúðkaupin sem eiga sér stað úti á götu á hverjum degi.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eitt komment algerlega óháð færslunni (enda fer ég aldrei í sleik og veit ekkert um slíkt!!). Ég bara verð að segja að það er bara eitt það skemmtilegasta sem ég veit að skoða myndirnar þínar. Þvílíkt hvað þú ert næm á að finna myndefni og ná að festa á filmu skemmtilegt móment (eins og krakkafingur að næla sér í súkkulaðiköku :) ). Svo finnst mér líka rosalega gaman að sjá að ég er ekki ein um að finnast gaman af að fara út í garð og taka mynd af fallegum blómum ;)
Knus og kys til hele familien

Nafnlaus sagði...

Kjaftæði Tóta þú ert alltaf í sleik!!
Takk annars fyrir falleg orð gaman að þér finnst gaman að skoða myndirnar og já það er ekki hægt að sleppa því að taka myndir af blómum sama hvort það sé klisja eður ei..eeelska blóm.

Stórir og feitir kossar til þín á báðar kinnar og kanski einn á munninn líka..en ekkert sleikur eða svoleiðis..bara svona mömmukoss ;)xxx ástarhnoðri

Nafnlaus sagði...

hahaha og híhíhí..
margir kossar, knús og klíp í rass frá mér...
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

hahahaha, að fara í sleik, man ekki hvenær ég notaði orðið sleikur síðast hahaha.
En annars er Mikael hættur að kippa sér upp við allar giftingarnar okkar Magga. Hérna áður fyrr fór hann allur í kerfi og bara reyndi að stýja okkur í sundur og vinsamlegast bað okkur að hætta, og fór bara að gráta ef við gerðum ekki eins og hann sagði :D
Nú er bara að sjá hvernig litla skrímslið muni bregðast við öllum sleikunum okkar í framtíðinni hehe :D
kæmpa knus frá Randers.

Ása Ottesen sagði...

hehehe! á mínu FEISBÚKK stendur einmitt að ég sé hommi með hor sem elskar að fara í sleik...mmmm sleikur er góður leikur ;)

Koss og knús

ása ott

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir rassaklípið Lára og takk enfremur fyrir fallegu og skemmtilegu sendinguna sem kom í dag..hvað við vorum glaðar og hvað okkur hlýnaði um hjartarætur, þú ert svo góð! Ég var einmitt að fara að hringja í þig í gær en ég geri það bara núna svei mér þá ;)

Já Fjóla það verður spennandi að vita hvað framtíðarsleikar bera í skauti sér ;)

Settlegir kossar á kinnar í þetta skiptið xxx Kolur

Nafnlaus sagði...

Hey Ása þú ættir að fá einkaleyfi á þetta slagorð og gera límmiða, boli og derhúfur og selja í Gyllta ...það myndi rjúka út eins og heitar lummur og fólk færi í sleik sem aldrei fyrr og heimurinn yrði allur svo miklu betri ;)

Ekkert minna en rúllusleikur til þín hordingull xxxx

Nafnlaus sagði...

Verði þér að góðu sendingin og okkar var ánægjan...
Gaman að heyra i þér í gær..
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, þar sem þú ert alltaf inn á msn þá bara ákvað ég að gefa þér smá frí þar og bara skrifa þetta hérna ;)

Kanntu að setja saman svona myndir í photshop svona eins og jólakortið var eða gerði þetta einhver fyrir þig ?

Ef þetta var unnið af þínum eigin höndum myndiru þá nokkuð vilja vera svona væn að kannski senda mér hvernig þú gerir þetta ef þetta er ekki e-ð vangefið langt ferli ;D

Mail-ið er fjolabimbo@hotmail.com :D Jam, ég veit, bimbo, en það er bara hann pabbi, hann er kallaður Bimbó ;) Getur ekki ímyndað þér allar spam póstana sem ég er búin að fá á mail-ið mitt út af þessu hahaha.

knús í krús :*

Nafnlaus sagði...

Sömuleiðis elsku Lára;)

Fjóla Bimbó ég var bara að sjá þetta núna þar sem við skruppum í smá ferðalag ;)
Sendi þér póst um þetta.

Kossar

Nafnlaus sagði...

Hæbb, Viljiði gjössovel skella spænska Sim kortinu í el telefono og drita atkvæðum á Íslandið í kvöld !!!!

Já, og til hamingju með spænska framlagið, það er...speees

Anna B-mínus

Nafnlaus sagði...

Sorrí Anna ég "gleymdi" bara alveg að kjósa Ísland og ég tek því úrslitin á mig. Æ,ég var bara svo ógeðslega hrædd um að tónlistarhúsið yrði ekki tilbúið þegar við yrðum að halda keppnina svo ég gerði þjóðinni í raun greiða.
Já spænska lagið var soldið spes en ég var bara að sjá atriðið í fyrsta skiptið eins og það íslenska ;)

Ást til þín Anna B