miðvikudagur, 14. maí 2008

Face!

Þegar ég var að kenna voru ýmsir frasar í gangi hjá krökkunum. Sá sem fór einna mest fyrir var að segja: "face!" í tíma og ótíma við hvort annað (ekki kennarann það mátti ekki). Þetta átti eiginlega að vera svona "in your face" dæmi en þegar krakkar frá 6 ára aldri og upp úr fara að nota þetta á það til að missa marks auk þess sem þau sögðu þetta eiginlega bara við öllu. Stundum komu svo upp miklar rökræður um hvort þú vissir hvað það þýddi að segja "face" (eða meira svona feis) og hvenær ætti að segja það . Einn alveg:"Þú getur ekkert sagt bara feis við mig út af þessu ,veistu einu sinni hvað það þýðir"?...Hinn alveg:"uuu já "Einn alveg:..nú hvað ? Hinn alveg..."uuu ég ætla ekkert að segja þér það ef þú veist það ekki' "Feis"!

Ég er annars í klemmu með svolítið sem á kanski skilt við feis nema það heitir feisbúkk. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega hvað þetta gengur út á alveg sama hvað fólk reynir að útskýra það fyrir mér og ekki heldur hitt dótið sem fyrir mér er alveg eins nema sumum finnst það svoo ekki. Þetta er svona hálfgerð gömlukonuklemma, ég held nefnilega stundum að ég ég sé fædd á vitlausum tíma. Er algjör afturhaldsseggur þegar kemur að tækninýjungum...ætlaði eins og ég hef sagt áður aldrei að fá mér gsm, , finnst gaman að gömlu "drasli", elska heklað, prjónað og gamalt handverk, handgerðum hlutum, planta blómum og taka myndir af þeim á meðan flatskjár, króm og tæki með skammstöfunum sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýða gera ekkert fyrir mig. Ég er líka svolítið lengi að treysta fólki og kalla það vini mína. Ég elska samt að dansa og fá mér hvítvín í góðra vina hópi en allt gamalt fólk þarf að lyfta sér upp endrum og eins til að upplifa sig ungt í anda svo það er ekkert að marka.

Þrátt fyrir allar yfirlýsingar mínar um þessi mál ákvað ég kvöld eitt fyrir nokkru að hætta þessu væli og prófa þetta bara...þetta getur ekki verið svo slæmt, ekki lýgur fjöldinn? Ég pikkaði mig hikandi í gegnum þetta með hjálp tölvunarfræðingssins og búmm allt komið í gang ég fékk kjánahroll og þurrkaði svitadropa af enninu um leið og ég setti mynd af sjálri mér á prófælinn. Ég veit þetta hljómar dramatískt en í mínum augum er þetta bara stórmál ef þú trúir einhverju statt og stöðugt og svíkur svo eigin sannfæringu si svona þá má alveg svitna smá en er asnalegt að pæla í því áður en maður fer að sofa? Ég gerði það að minnsta kosti og á tímabili langaði mér mest að hætta með sjálfri mér fyrir að svíkja svona lit. En í staðinn hætti ég með feisbúkk og líður ó svo miklu betur. Við vorum bara ekki að vinna hvort annað upp. Vildi alltaf að ég væri að horfa á sig sig sig og láta mig samþykkja hluti sem ég var engan vegin tilbúin að taka þátt í. Ég fékk bara köfnunartilfinningu og sleit sambandinu í huganum..nú er bara að finna út hvernig ég eyði þessu..örugglega ekki hægt því ég hef hakað í einhverja kassa og þetta er dulbúinn sértrúarsöfnuður.
Það mætti þá spyrja sig að því af hverju ég geti þá skrifað blogg og satt best að segja fannst mér það ekki létt en ég réttlæti það með því að fáir lesi það.

Ég geri mér grein fyrir því að þessi ákvörðun gæti kostað mig vini....ég gæti endað gömul og vinalaus bíðandi eftir því að einhver hringi, komi í heimsókn eða tali við mig í raunheimum þegar partýið verður hjá þeim í hinum heiminum og allir alveg: "feis"! "Þú mátt ekki vera með".


17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hihi...
Bara búin að segja feisinu upp áður en sambandið byrjaði..
Ég get í rauninni alveg skilið hvað þú meinar.. þetta hræddi mig og pirraði alveg óendanlega fyrst um sinn.. sérstaklega þegar hinir vinirnir virtust vera svo svakalega on top á þessu og ég bara ekki að fatta neitt en núna segi ég bara iss piss á það sem ég nenni ekki að samþykkja og taka þátt í og sambandið við feisið gengur mun betur.
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

hehe þú ert greinilega þroskaðri en ég þegar kemur að samböndum ég gaf bara skít í þetta undir eins og ekkert múður.. fann mig ekki og barabing þetta var búið spil múhaha!

Ég er samt ekkert að gefa skít í vini mína ;)

Kv. Kolvinur

Nafnlaus sagði...

ég er jafn gömul í þessu og þú og fíla hvorki feis né speis, puff!
Gaman aðheyra í þér á fös,
ble Anna Dóra

Bryndís Ýr sagði...

Ha ha ha, þetta er auðvitað bara brilliant þetta video.

Ég er svo óþolandi mikill nýjungavitleysingur og er alltaf kominn inn á alla svona vitleysu :). Reyndar hakaði ég við eitthvað og fæ aldrei svona "viltu vera með í þessu eða hinu". Það var léttir. Svo er svolítið skrítið að hitta gamla "vini" sem maður hefur ekki hitt í milljón ár og vilja allt í einu vera vinir manns. Og þeir geta séð hverjir eru vinir manns og eitthvað... þetta er weird. Ég er líka alveg svona "á ég að samþykkja þennan vin?"... alltaf eitthvað smeyk við þetta.

Þetta er nú meiri vitleysan allt saman. Það er miklu meira sjarmerandi að bjóða fólki bara í kaffi, vinum sínum vinum sínum og hitta restina á reunion-i (vonandi les enginn þessara gömlu vina bloggið þitt hahaha).

Þetta er nú að verða meiri ritgerðin.

ÉG ætla að enda þetta á því að segja að Ísak Þorri segir í tíma og ótíma "feis!". Ég hef aldrei heyrt þetta áður, en hann segir að Snorri vinur sinn noti þetta og hann á eldri bróður - í 6 ára bekk!

Bæ bæ
Bryndís

Nafnlaus sagði...

Myspace - Facebook??? Á einhver orðabók? Mér finnst hátíð að kunna á MSN án þess að það komi vírus í tölvuna. Það stendur ekki til að læra á þetta fyrstnefnda. Ég held að Þóra sé með Myspace síðu, veit annars ekki meir um það. Getur prófað að gúgglana með saumavélinni...híhí

Þú þarft sko ekki að vera feimin við að birta svona pistil, ótrúlega skemmtileg pæling og hressandi lesning. Annað sem ég veit, að ef einhver á eftir að enda gamall og vinalaus, þá verður það sko ekki þú!

Knús til þín og kveðja til hinna.

Anna B mínus

Ása Ottesen sagði...

Jæja þá Kolfinnur minn. Þú allavega tjékkaðir á þessu. Ég er einmitt að missa mig á þessu og er ekki að meika að vera að því. Ég fór á myspace alveg looongt time ago og þá var það rosa gaman. En núna spyr maður sig: Blog, barnaland, feisbook, myspace, msn og svo öll þessi mail. Er þetta eðlilegt? Veistu ég held bara ekki. Hlakka til að fara í sund í sumar, grilla, fara í pottinn hjá mömmu, fara í þórsmörk, brúðkaup, 70 ára afmæli afa míns og allskyns fleira skemmtilegt. En facebook og myspace, tja ég veit ekki...Er allavega ekki tilbúin að hætta með þeim en vona að þeir vaði ekki yfir mig á skítugum skónum og ég endi ein heima í allt sumar og vakni svo upp við snjókommu og byl í haust. úfffff

Knús- ása

Nafnlaus sagði...

Þið eruð sko vinir mínir og mér finnst mjög gaman að þið skrifið hér..gerir það mig þá nokkuð skárri en feisarana og alla hina? Ég er sko ekki að reyna að setja mig á háan hest en þetta var bara ekki fyrir mig. Tæknin getur verið til ýmisa hluta gagnleg en ekki eingöngu..ég hlakka allavega óendanlega til að hitta vini mína og líka dansa,vá hvað ég vona að þeir vilji það!

Anna Dóra spegill
Já Bryndís þetta er eins og nananabúbú hver veit hvaðan það kom;)?
Takk Anna ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.
Ása ég efast ekki um að þú framkvæmir þetta allt saman með glans og vá hvað það hljómar vel..neinei þú lætur engann vaða yfir þig ;)

Ást, hlýja, kossar og allt það fallega sem mér dettur í hug til ykkar..nú fer ég sæl að sofa.

Kox

Nafnlaus sagði...

úff já ég var plötuð á facebook og sagt að þetta væri bara málið. en ég meika ekki að vera beðin um að gefa vinum mínum hottnes points og vampírubit (þó mér hafi reyndar fundist það soldið forvitnilegt ;) ) og mér er alveg sama ef einhver tölva segir mér að ég sé mílanóborg og þessi og hinn í einhverjum sjónvarpsþáttum. eftir 2 vikur þá lokaði ég búllunni og já það er hægt, einhvernveginn fann ég út úr því en man samt ekki hvernig. mér líkar bara vel að vera svona gömul sál og taka ekki þátt í allri tæknivæðingunni og gerviþörfunum. en það er bara ég :D

Nafnlaus sagði...

Ji minn eini hvað ég er sammála þér í þessu. Lét einmitt gabba mig inn á þetta feisbúk og var alveg heilaþvegin af því að það væri klárlega málið og maður væri ekki inn í dag nema vera með feisbúk. En þar "keypti" ég köttinn í sekknum og hef verið að naga mig í handabökin síðan. Greyið hann Maggi minn fær ekki að heyra neitt annað í tíma og ótíma hvað ég þoli ekki þetta feisbúk, mail-ið mans er fullt af einhverju drasli daginn út og daginn inn og ég kann ekkert á þessa síðu til að gera nokkurn skapaðan hlut. Þannig að ég sit uppi með samband sem ég hef engan áhuga á að vera í, sleit því strax á fyrstu viku, nema hinn aðilinn veit ekkert um það og ég bara kann ekki að segja honum það. Og á meðan ég er í þessu sambandi er mail-ið mitt sífellt að fyllast af skilaboðum frá hinum aðilanum í sambandinu sem er sífellt að minna á tilvist sína ! Segi nú bara puff og humpf á þetta allt saman ;)

Nafnlaus sagði...

Haha Tóta alveg vissi ég að þú mundir skilja þetta, við getum þá allavega fussað saman í ellinni..eða bara núna ;)
Fjóla ég skráði mig út og það var ekki mikið mál, mér til mikillar undrunar...þangað til annað kemur í ljós múhahahaaa

Kossar dillibossar því þið eruð svo góðar xxx
Feis

Nafnlaus sagði...

Noh, ég s.s neyðist til þess að fara inn á þessa síðu og vafra á henni til að slíta sambandinu for good. Nú jæja, best að get krakking on ðis beibí :D

Bryndís Ýr sagði...

ÉG verð nú að segja ykkur eina sögu (af því að ég er ekki með blogg, annars myndi ég kannski skrifa þetta þar :)). Nema hvað að Arna vinkona okkar sagði mér frá frábærri síðu sem kenndi manni að taka til að hafa alltaf fínt hjá sér! Ég gleypti auðvitað við því strax, enda í fæðingarorlofi og ætlaði sko aldeilis að hafa alltaf hreint í eldhússkápum og út um allt og henda 108 hlutum á viku, því maður þyrfti ekki á þeim að halda! Heyrðu, þessar gellur urðu hinn aðilinn í sambandi sem ég vildi ekki vera í og þær voru alltaf að senda mér email "Farðu nú og taktu til á baðinu í 5 mínútur" eða "hentu 10 hlutum á 10 mínútum" ... og allskonar. Ég fór næstum því að grenja í lokin og sagði henni alveg upp! Ég lofa ykkur því að ég skal ekki segja ykkur hvað þessi síða heitir. Þetta límist á mann... ég get svo svarið'ða :)

Knús vinkona
Bryndís

Nafnlaus sagði...

Já plís ekki segja hvað hún heitir..ég gæti engan vegin haft einhvern yfir mér sem segði mér að henda öllu "draslinu" sem ég safna að mér ég færi alveg í baklás og safnaði sem aldrei fyrr.
Ég ætlaði einmitt að fá mér svona ókeypis spænskunámskeið sem ég sá á netinu voða sniðugt og hvílík meðmæli..fékk kennslustundirnar sendar og allt í lagi með það en nú hættir hann ekkert að senda mér allskyns upplýsingar og fleira sem ég nenni ekkert að skoða, allt svona "dear Kolfinna"...gat svo sem sagt mér þetta sjálf ;)

Nafnlaus sagði...

Hehehe
Hló dátt að þessari færslu, vissi alveg að þú myndir ekki meika það, ég ákvað að prufa að skrá mig á facebook en komst ekki lengra en það, engin mynd eða neitt, hugsaði bara neiii þetta er ekki ég hehe
Annars eru komnar nýjar myndir á síðuna af litlu mús í kjólnum fína sem þið gáfuð henni.
Ábba

Nafnlaus sagði...

Mikael minn er svo yndilegur, hann er sífellt að minnast á hina og þessa hluti sem gerðust í Barcelona. Greinilega mjög ánægður með ferðina og spurði áðan hvort við gætum ekki bara skroppið aðeins til Barcelona á morgun og keypt okkur græn epli, leikið aðeins við Sölku og farið á róló :D Svo vildi hann endilega fá að hringja í Sölku og spurja hana hvernig maður segir verði þér að góðu og fyrirgefðu á spænsku. Hann var nefnilega að spurja mig hvað þetta þýddi á hinum og þessum tungumálum og svo kom að spænskunni og ég sagði honum að Salka vissi það nú örugglega og þá bara sagði hann, eigum við ekki bara að hringja í hana og spurja :D
Algjör synd að við getum ekki heimsótt ykkur aftur, heimtum bara að næsta árshátíðaferð Origo verði farin til Barcelona og þá kannski getum við bara verið saman í herbergi, ekki hægt að slíta herbergisfélagan í sundur í svona mikilvægari ferð ;)
Langaði bara að segja ykkur frá þessu litla sem gerist í okkar lífi :D
kæmpe knus :*

Nafnlaus sagði...

Já Ábba svona erum við ekki töff mar en einhver verður að taka það á sig ;)Nú fer ég beint að skoða litlu gull,fæ ekki nóg af henni!

Mikið er hann Mikael nú sætur að hugsa svona til Sölku sinnar, hann verður nú að fá að hringja í hana sem fyrst ;)Þið þyrftuð endilega að kíkja til Baxe summertime!
Annars segir maður "perdone" en það er kanski meira svona afsakið ef maður rekst utan í einhvern en annars "lo siento"..verði þér að góðu=buen provecho (veit reyndar ekkert hvernig það er skrifað og spænskumælandi fólk kanski í sjokki eeen) Fróðleikur dagsins amigo..annars segiru Mikael bara að hringja;)

Kossar xxx

Nafnlaus sagði...

Kolli minn, þú ert svo frábær og mikil dúlla (sko in a kúl kinda way ;)
þú ert bara orginal og ekki gera neitt til að breyta því

knúsar
Selma