fimmtudagur, 29. maí 2008

Litlu hlutirnir

Einu sinni sátum við á veitingastað, ókei pizzastað og gæddum okkur á dýrindis pizzum.
Þegar ég lyfti glasinu mínu til að fá mér kóksopa rak mig í rogastans.

"Nei ert ekki að djóka"? sagði ég með áheyrslu og undrun í senn.

Bjarki: Nú hvað?

Ég: "Það er eins og það sé andlit á borðinu, þú veist í bleytunni undan glasinu "sagði ég áköf um leið og ég skoðaði brosandi andlitið á borðinu.

Bjarki :"Vá, ég hélt í alvöru að eitthvað rosalegt hefði gerst".

Já það gerðist eitthvað rosalegt..ég sá andlit úr vatni horfa á mig brosandi. Ég hef reyndar oft séð andlit út um allt, alveg frá því að ég var lítil eins og flestir hafa eflaust gert. Bílar eru mismunandi á svipin og hús líka auk fjölda annara andlita hér og þar í umhverfinu.

Héðan í frá ætla ég að taka myndir af öllum óvæntum andlitum í umhverfinu og búa til sér albúm á myndasíðunni okkar, ójá ég ætla sko að gera það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er gaman að fá að fylgjast með þínum skemmtilegu þönkum. Ég sé einmitt alltaf andlit á bílum og líka stundum húsum þó ég hafi ekki upplifað neitt stórt með vatnsslettur.

Hugsum oft og mikið til ykkar þó ég hafi ekki verið eins dugleg að kommenta upp á síðkastið og oft áður. Drengirnir tala oft um Barcelona og frændsystkinin sín svo það er engin kólnun í sambandinu af okkar hálfu þrátt fyrir samskiptaleysið.

Ástarkveðjur
Harpa og strákarnir

Nafnlaus sagði...

Takk Harpa.
Við hugsum líka svo oft til ykkar og það er gott að heyra að það sé ekki aðeins á annann veginn. Ekki komin kólnun í sambandið nema síður sé,eldheitt sem aldrei fyrr.
Ég er líka búin að vera að ylja mér við stórskemmtilegu myndirnar ykkar og vil bara meira og meira.

Við sendum annars smá afmælispakka heim með Frissa og Birnu..til Orra verðandi afmælisdrengs. Kannski getiði bankað við hjá þeim einn daginn og innheimt hann eða þau hjá ykkur og afhent hann ;)

Ást og söknuður
xxx Kolla og andlitin...bæði vatnsandlit og fjölskylduandlit

Nafnlaus sagði...

hihihi...
þú ert svo fyndin og mikið krútt
kv. lárus

Nafnlaus sagði...

Neeeii þú ert krútt...nei þú...nei þú..ókei verum bara báðar krútt

Kv.Krrrúttt ;)