mánudagur, 5. maí 2008

Einu sinni var...

Það var einu sinni strákur....
Sem fermdist fyrir 18 árum.
Sem elskaði að borða
Sem var með sítt hár í tagli og greiddi sér ekki.
Sem hlustaði á Stone Roses og Happy Mondays.
Sem borðaði yfir sig af slátri þegar hann var tveggja ára, gubbaði og borðaði það aldrei aftur.
Sem stelpu fannst töff af því hann var með skegg og sítt hár.
Sem eldaði svo góðan mat að stelpunni fannst engin ástæða til að keppa við hann.
Sem hefur átt sömu kærustuna í að verða 12 ár!
Sem hefur átt sömu börnin í að verða 5 ár og 1 og hálft ár.
Sem afmæli í dag (eða gær ef ég náði ekki að skrifa fyrir miðnætti ) og fór á ströndina í 26 stiga hita...sorrí en hann gerði það og við öll ;)

Til hamingju með afmælið elsku Bjarki , þú ert hetjan okkar!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lykke lykke lykke með ungan aldur :D
Glöð fyrir ykkar hönd að hafa fengið 26 stiga hita á afmælisdaginn, veit ekki með ströndina ;)
Vona að þið hafið átt yndislegan dag sem þið alveg eflaust áttuð og að Bjarki hafi elda unaðslegan kvöldmat handa sér og sínum hehe.
Hilsen fra Randers, Fjóla, Maggi og viðhengin tvö :D

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Bjarki, ekki leiðinlegt að skella sér á ströndina á afmælisdaginn... ég væri sko til... hver veit nema að við gerum það öll saman á afmælisdaginn minn í Barcelona í sumar... vei vei !!!

kveðja Margrét & co.

Nafnlaus sagði...

Ég segi bara takk fyrir Bjarka hönd ;)Já Fjóla dagurinn var góður en við vorum svo heppin að mamma passaði fyrir okkur um kvöldið á meðan við létum annan elda fyrir okkur unaðslegan mat enda ekki hægt að þræla afmælisbarninu út á sjálfan afmælisdaginn...þó það hafi eflaust komið fyrir;)

Margrét,það verður sko heljarinnar húllumhæ á afmælisdaginn þinn og mig grunar að það gæti viðrað vel til strandferðar og annara skemmtiatriða...ójá við elskum afmæli!Geturu kanski reddað gettóblaster hehe?

Hlökkum til að sjá ykkur

Nafnlaus sagði...

OOOhhh.. var búin að skrifa voða hressandi comment og svo bara þurrkaði ég það út áður en ég náði að pósta...svindl og svínarí...
En já til lukku með kallinn og sólina.
Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég verða afskaplega abbó útí svona sólarsögur en í þetta skiptið er ég bara nokkuð kúl á því þar sem við 3/4 af familíunni vorum stödd í köben þessa helgi og mikið var það yndislegt að fá smá sól og sumaryl í kroppinn. Njótiði ykkar sól eins og þið getið enda er sólin í Baxe eflaust alveg frábærlega frábær.
Kys og knus.
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Bjarki minn,
gaman að heyra að sumarið sé komið hjá ykkur, vonandi fer það að koma hjá okkur líka.

Kveðja
María systir og fjölskylda

Nafnlaus sagði...

Gaman að skreppa til köben í sumaryl ;) Já og það er ömó þegar það það þurrkast svona út..ég þurrkaði einu sinni út af myndavélinni myndir sem ég hélt ég væri búin að setja inn á tölvuna..kom í ljós að ég var ekkert búin að því, sorgarsaga það.

Íslenska sumarið hlýtur að bresta á hvað úr hverju með sólskini,fuglasöng og dirrendííí!

Koss á ykkur