þriðjudagur, 27. maí 2008

Uppljómun

Ég vann einu sinni með skemmtilegri konu sem stóð á sextugu. Hún leit sátt yfir farinn veg en það var eitt sem hún sá svolítið eftir. Það var að hafa aldrei búið í útlöndum en það hafði hana alltaf langað að prófa. Hún skildi ekki afhverju hún hafði aldrei látið verða af því, hún kynntist manninum sínum frekar seint og eignaðist börn seint miðað við hennar kynslóð svo að hennar sögn var það ekkert sem hefði getað "stoppað" hana. Í staðinn útskrifaðist hún úr háskóla og sökkti sér í vinnu, vinnu sem hún vinnur en þann dag í dag.Ekki að það þurfi endilega að vera slæmt.
Ég hlustaði á hana af miklum áhuga, mig hafði einmitt alltaf dreymt um að prófa að búa annarsstaðar en á Íslandi þó ekki væri nema í smástund. Ég tók því orð hennar mjög alvarlega og sannfærðist enn frekar um að það sem ég hefði í huga væri rétt. Tímasetningin var fín. Við þurftum einmitt að skipta um íbúð og stækka við okkur en í staðin fyrir að kaupa nýja ákváðum við að prófa bara að búa í útlöndum í smástund...bara til að prófa.
Það sem ég er að reyna að segja er að allir eiga sér draum eða drauma...þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir en ég trúi því að sé betra að sjá eftir því sem þú hefur gert en að sjá eftir því sem þú hefur ekki gert draumlega séð.Best er að sjá ekki eftir neinu en það er óraunhæft.

Ég á mér allavega nokkra drauma sem en eiga eftir að rætast, sumir stórir en aðrir smáir og ég er að reyna að temja mér þann hugsunarhátt að láta bara vaða. Hvað er það versta sem getur gerst? Það virkar ekki en þú reyndir, en það besta? Það virkar.
Ég krossa fingur.

Tilfinningablogg frá útlöndum? Uuu já,já en það verður bara að hafa það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eitthvað mis? Uuu jájá það verður bara að hafa það ;)

xxx Hann sjálfur

Nafnlaus sagði...

Ókei soldið vandræðalegt að svara sjálfri sér tvisvar..soldið eins og að vera unglingurinn sem rúllar um á ímyndunarfylleríi og röflar, "ég er svo feit, ég er svo ljót" en í staðinn fyrir að allir segi "nei, þú ert ógeðslega sæt og ýkt mjó" þá horfa allir bara á og segja ekkert.

Hehe.. þetta er ekkert svona dramatískt engar áhyggjur, ég var ekkert að bíða eftir að allir segðu mér frá draumum sínum bara svona að pæla...gæti verið ýkt gott veður á Íslandi og enginn í tölvunni?

Ég er annars bara að kæla mig í sólinni ;)

Adios
Kolbeinn kex

Nafnlaus sagði...

mér finnst þið dugleg að hafa drifið ykkur út... framkvæmduð það sem vex mér svo ótstjórnlega mikið í augum...
knús frá skjálfanda..
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

Takk Lára en ég er ekkert endilega að meina að allir verði að flytja til útlanda..bara að láta drauma sína rætast..hverjir sem þeir svo eru ;)

Já úff allt á reiðiskjálfi á Íslandinu, var að skoða þetta á netinu í dag og reyna að fylgjast með fréttum af þessu en netið var svo rosalega hægvirkt..vonum að þetta sé búið.

Ást
xxx Kolla