laugardagur, 21. júní 2008

Fyrsti í sumarfríi

























































Salka kláraði síðasta skóladaginn á fimmtudaginn.

Hún var löngu búin að velja sér föt til að fara í og glimmerskó af því að þeir glitra svo fínt í sólinni.

Ég (við) er svo stolt af bráðum 5 ára stelpunni okkar sem byrjaði í nýjum skóla á nýju tungumáli og kynntist nýjum krökkum sem voru líka á nýju tungumáli. Fyrst fannst henni það svolítið erfitt eða eiginlega bara mjög erfitt. Það kom tími þar sem hún neitaði að fara í skólann og sagðist ætla að fela sig og í eitt skipti þurfti ég að halda á henni æpandi út í lyftu á meðan ég reyndi að sannfæra hana um hvað væri ótrúlega gaman í skóla.... þó að mig langaði mest til að segja henni að hún þyrfti þess ekkert.

Skólinn var mjög ólíkur því sem hún átti að venjast frá Íslandi. Þau sátu við 4 manna borð og lærðu mikið í vinnubókum, fóru í ensku, tölvutíma og sund en gerðu auðvitað heilmikið annað líka eins og að fara í leikhús, heimsóknir og dýragarðinn. Þetta var svolítið mikið til að byrja með. Ég efaðist oft um að við værum að gera rétt og reyndi meira að segja að hafa hana bara hálfan daginn, sem ég fékk ekki. Fór oft heim með hnút í maganum af því ég hafði skilið hana eftir grátandi. Svo var það einn daginn að hún hætti að gráta þegar við fórum og varð kátari í skólanum með hverjum deginum sem leið. Hún eignaðist bestu vinkonur sem var svo gott fyrir sjálftraustið og varð glaðari.

Nú þegar allt er yfirstaðið sjáum við ekki eftir neinu og trúum því að þetta hafi haft góð áhrif á hana og okkur öll. Skólanum var skipt í 3 annir og eftir hverja önn kom Salka með hnausþykkar bækur fullar af verkefnum annarinnar og teikningum og föndri líka. Þau eru ekkert að grínast þarna í 4 ára bekk ;) Auðvitað er eitt og annað sem við vorum ekki fullkomlega sátt við en það er að mestu eða öllu leyti tengt tungumálaörðugleikum (e.t.v. meira um það síðar ;).

Á föstudaginn áttum við því fyrsta frídaginn saman (fyrir utan Bjarka sem er ekki komin í frí).
Ljúfur dagur sem innihélt auðvitað róló, ís á meðan Funi svaf (sorrí Funi), sandkastalagerð í skugganum í garðinum og heilmikið rölt þar sem Funi strauk öllum vespum og mótorhjólum á leiðinni.

í dag var meiri róló, hádegismatur með Bjarka,við Salka í sandkastala og fígúrugerð meðan Funi svaf og svo leikið ótrúlega skemmtilegri dótabúð í allavega klukkutíma þegar Funi vaknaði...spennandi ég veit, en það var gaman í alvöru!

Í kvöld er svo hátíð Sant Joan þar sem svakaleg flugeldasýning og partý frameftir nóttu eru meðal þess sem í boði er. 'Í búðum og bakaríum er allt fullt af sérstökum Sant Joan kökum sem eru frekar undarlega útlítandi og ekki sérlega girnilegar...líta út eins og sætt brauð með fullt af gervi ávöxtum í ýktum litum, svona grænum , gulum og rauðum. Ég sá síðan auglýst cava (freyðivín) 6 flöskur á verði 4.
Þegar ég tala um flugeldasýningu þá er ég ekki að meina eins og um áramótin hér þar sem ég sá tvær rakettur eða ég sá raunar bara eina en heyrði í annari. Þetta er sko alvöru og nú selja þeir flugelda út um allt og ég fékk meira að segja stjörnuljós sem ég fann hvergi fyrir gamlárs.

Nú er bara að gera stjörnuljósin og cavað klárt og njóta dýrðarinnar!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe þessi færsla er semsagt frá 21. júní en ég setti hana ekki inn fyrr en núna og sama vesen og síðast, byrjunin einhversstaðar lengst uppi...ég held ég sé að missa tæknitötsið ef það var einhverntíman til staðar muuuuuu

Nafnlaus sagði...

Yndislegt að heyra að allt gangi vel og að þið séuð komin í sumarfrí. Við Alexandra og Gabríel erum einmitt í sumarfríi og njótum lífsins í botn. Hlökkum til að hitta ykkur eftir ótrúlega fáa daga... Alexandra er með það á hreinu hvað þeir eru margir... hún er sko að telja niður...

Kær kveðja úr Laugalindinni
Margrét & co.

Nafnlaus sagði...

Vá já, ég fór að telja líka og það styttist heldur betur í gleðina,ég áttaði mig hreinlega ekki á því. Salka er orðin svooo spennt og við hin líka...Funi veit að vísu minnst um þetta en ég get lofað því að hann verður ekki síður spenntur ;)

Hafið það sem allra best þangað til

Þúsund kossar,sandur,sól,ólívur og tapas til ykkar

Nafnlaus sagði...

Tíra líra trommukagl! Tíralíra flöskukagl! (Orrasöngl allan daginn).

Vá hvað það er geggjað spennó að fá ykkur heim og börnin ári eldri en þau voru síðast með heimsborgaralega reynslu á bakinu.

Takk fyrir frábært spjall um helgina. Það er stutt í við mjólkum okkar beljur saman.

Ástarkveðjur
Harpa skarpa

Nafnlaus sagði...

Þetta lag þarf Orri kagl að kenna okkur...það virkar mjöög skemmtilegt.

Já þau og við öll verðum reynslunni ríkari, svo mikið er víst.

Hlakka til að mjólka feita belju með þér...þú ég belja,klaki og trúnó jammsí;)

Ástarmumu