sunnudagur, 1. júní 2008

"Ó já"!

Að sitja í almenningsgarði í sólskini og drekka ískaffi með rjóma og borða bláberjamuffins á meðan Funi leikur sér...þegar hann er búinn að hjálpa mér að borða, halda uppi samræðum við eldri konu og getað svarað með fleiru en jái, neii og ég skil ekki brosi, lesa bók úti á svölum meðan Funi fær sér extra langan blund, sjá loksins eðluna sem á heima í holu undir handriðinu á pallinum og skíra hana Emilio Rosa (Salka var himinlifandi og sagðist hafa séð "hendurnar" hennar), andlit í umhverfinu, boccha, hvernig Funi segir áííí og kallar tómatsósu "tom tom", cocoloco ís, gamalt krúttlegt fólk í svo fallegum fötum en ég þori ekki að spyrja hvort ég megi taka mynd, myndakassar (helst með 4 mismunandi myndum), litrík blóm á svölum, litrík blóm allstaðar, avókadó á brauð, bókamarkaður þar sem enginn var að afgreiða..borgar bara í peningakassa eftir stærð bókarinnar, allskonar markaðir, hvít rúmföt,vintage tölur (fatatölur), silkiborðar, litlar búðir með skrýtnu og skemmtilegu dóti, hvernig Funi segir "smjör", mynstraðar flísar, hringekjur, kjólar í barnastærð sem ég vildi að væru til í fullorðinsstærð, glansmyndir, kirsuber,stutt ferðalög, blómstrandi tré, bullutextar Sölku, sushi, hlæja þangað til tárin leka, veggjalist,hnattlíkön og landakort (en betri ef þau eru gömul), taka myndir,naglalakk, uppblásin sundlaug á svölunum, grjónagrautur í hádeginu og pönnukökur bakaðar úr restinni af grjónagrautnum...á bíkiníi (við búum samt ekki í hjólhýsi;), freyðandi súkkulaði,Salka óskar mér til hamingju..með hvað? Með að vera besti kokkurinn! Ókei, ég trúi henni ekkert endilega en ég tek því að vera besti kokkurinn þann daginn í augum matvands barns, hvað Salka elskar hunda og reynir alltaf að klappa þeim laumulega þegar hún labbar framhjá .

Þessa dagana fær allt þetta og fleira til, mig til að brosa, hugsa og stundum segja hátt og snjallt .."ó, já"!

Eða bara "jesss"!
Fyrir utan að sakna vina og ættingja extra mikið einmitt núna þá er annað sem ég hef tekið eftir að vanti í líf mitt. Það er gras. Það er ekkert rosalega mikið gras í Baxe..jú, jú almenningsgarðar og grasbalar hér og þar,sem má yfirleitt ekki ganga á en ekki heilu túnin. Ég veit svolítið fáranlegt en mig langar bara að finna lyktina af grasi.
Ég ætla að vera rosa fyndin og segja að ég finni reyndar oft lyktina af grasi en ekki alveg því sem ég hafði í huga...þannig að ef einhver gæti verið svo væn/vænn að senda mér eins og eina tuggu þá yrði ég svo glöð og segði örugglega alveg : "Jesss"!!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

tugg tugg :) gjör so vel, skínandi grænt og ferskt íslenskt gras, beint úr högunum víiii

og jú kolla mín við söknum ykkar líka svo mikið og ég get ekki beðið eftir að sjá litla kallinn sem var svo lítill þegar ég sá hann síðast, stóru uppátækjasömu dömuna (nei ekki þig hehe) og hressu, jákvæðu gleði Kolluna :) ..nú styttist í ykkur húhaaa, en njótiði ykkar í ystu æsar þangað til lukku pamfílar í baxe!
knúsar
Selms og co

Nafnlaus sagði...

hei, mannstu eftir mosanum sem var með augu og munn þegar við vorum skógarhöggsmenn? Það voru svona andlit einsog þú varst að tala um í síðustu færslu :) en allaveganna get ég verið sammála þér með þetta ó-já! Ég hef aldrei verið jafn glöð á ævinni einsog akkúrat núna, yndislegt! - stuð og standpína!

Nafnlaus sagði...

Takk Selma fyrst þú ert byrjuð, gætiru þá kannski líka sent mér eins og eina lóu og hrossagauk til að syngja fyrir mig og smá mosa..eða nei ekki mosa það má ekki taka hann, alls ekki!Ókei bara gras þá.
Hvers á Bjarki að gjalda...ég veit samt að þú saknar hans mest hehe ;)
Já Anna Dóra hvort ég man..það voru sko mörg andlit í skóginum og að mörgu að huga sem skógarhöggsmenn, good times ;)Ég er svo mikið glöð að þú sért glöð svo glöð!
Ef einhver ætlaði að rita endurminningar sínar þá ætti hann ávallt að muna að hafa fílsheilann þig til að fletta upp í ;)Bjarki sagði mér annars frá manni í Bretlandi sem hafi lifað undanfarin 12 ár eingöngu á Marssúkkulaði,jú og einhverjum vítamínum..Stálsleginn að eigin sögn.Stundum fékk hann sér vodka með Marslíkjör og drakk líka svona Marsmjólkurdrykki.
Við hefðum semsagt alveg geta haldið okkur við þetta mataræði eftir allt saman ..ekki verra að bæta Djæfísnum með möndlum með því þar fær maður jú kalkið ;)
Asskotans fasismi í þessum íþróttaálfi endalaust!

Ást og mikið sakn
xxx frá Mars

Nafnlaus sagði...

..rosa fín mynd af þér og Sölku annars...:)

Nafnlaus sagði...

Já takk... við vorum að vanda okkur ýkt mikið ;)

Nafnlaus sagði...

hehehe já ég sé það núna að þetta hljómaði half asnalega gagnvart bjarka greyinu hihi, já Bjarkann má að sjálfsögðu ekki vanta :)

...en Lóan er á leiðinni með DHL,
shjúúúúúúm, -er hún ekki komin?
smúss
Seli sinn

Nafnlaus sagði...

Jú hún kom en ég hélt hún væri ísbjörn svo ég skaut hana.. bara svona til vonar og vara..hún var eitthvað farin að þefa eitthvað út í loftið (þefa lóur?)Jæja allur er varinn góður eins og sagt er!

Hrossagaukur næst, ég lofa að vera góð;)