miðvikudagur, 4. júní 2008

"Já nei,nei"

Ég var að muna hvað Oasis er viðbjóðslega leiðinleg hljómsveit.
Það er tónlistarstöð í sjónvarpinu hér sem heitir Fly music og spilar alla jafna mjög góða tónlist...svona svipað og var spilað á Alternative Nations á Mtv fyrir löngu..veit ekki hvort sá þáttur sé en í gangi.

Jæja Fly music er prýðisstöð og um það bil það eina sem ég nenni að horfa á í spænsku sjónvarpi..ég veit mamma,æfa mig í spænskunni og allt það en stundum get ég bara ekki þessa dramatík, rifrildi, handapat, niðurhnepptar skyrtur, gljáandi bringur og risabrjóst í öllum sápuóperunum. Fyrir utan kunnuglegu þættina sem eru nánast án undantekninga döbbaðir með grátklökkum kvennmannsröddum (þó það sé ekkert sorglegt að gerast..bara alltaf grátklökkar og dramatískar) og speedi Gonzales eða mjög svo djúpri og seiðandi karlmannsröddu.
Þá er gott að geta horft á myndbönd sem innihalda ekki gull, glansandi bíla sem hoppa, glansandi píur sem...já hoppa stundum líka, freyðivín og fuuullt af peningum sem rignir yfir aðalgaurinn sem slær takktfast á dillandi bossa sem eru í óðaönn að þrífa bílinn hans með löðrandi sápu.

En já ég var að tala um Oasis vibbann..ég hafði semsagt nýlokið við að horfa á gömul grunge myndbönd, þar á meðal Nirvana myndband og sagði upphátt:"ha,ha vá bara alveg eins og fyrir 10 árum"!.. Hætti að hlæja þegar ég fattaði að það voru meira en 10 ár síðan..nær 15. Mundi hvað ég dýrkaði Nirvana á tímabili, tók upp allt sem kom um þá á Mtv og safnaði á spólu. Meðal annars órafmögnuðu tónleikunum sem ég og við vinkonurnar horfðum á þar til spólann var við það að bráðna í tækinu.Mig langaði að vera eins og Kurt Kobain og keypti mér meira að segja peysu á Kolaportinu á 50 kall, sem ég taldi mér trú um að væri ótrúlega lík þeirri sem hann var í á unplugged tónleikunum ...jú hún var græn og reyndar v-hálsmáls en ekki mikið meir. Notaði hana ýkt mikið..bæði á réttunni og röngunni (mar var bara svo flippaður).

Þegar ég horfði á myndbandið rifjaðist upp hvað þetta grunge tímabil var mikið hjartans mál.Ég bjó til aðra eins safnspólu með Pearl Jam, horfði á þetta endalaust á milli þess sem við hlustuðum á Soundgarden, Stone temple pilots, Smashing Pumkins og annað eins...já það er erfitt að vera úlli með prinsipp. Það mátti sko ekkert hlusta á eitthvað píkupopp og rapp það var= dauði. Ég hélt mig við þessa reglu óvenju lengi en er blessunarlega laus við svona tónlistarþröngsýni í dag, þó það örli nú á henni endrum og eins.

Þetta byrjaði allt þegar ég var 11 eða 12 ára og skrifaði á græna naf naf pennaveskið sem amma gaf mér með svörtum tússpenna...Guns'n Roses BEST. Ég átti svo í stöðugri baráttu við sjálfa mig og krabbaði marg oft ofan í b ið og breytti því í v og öfugt...man hreinlega ekki hvort varð ofan á, giska á BEST. Hlustaði á plöturnar hans Frissa og vangaði við "Don't Cry" í bekkjarpartýum íklædd risastórum Levis stuttermabol af Frissa, rúllukragapeysu undir og splunkunýjum Levis 501 sem ég hafði klippt upp í skálmarnar. Jebb ég var heppin að það þótti töff að vera í stórum fötum..peysu af pabba sínum eða bróður, jakkafatavesti yfir, rúllukrakapeysu undir og auðvitað Levis klippt upp í. Verst að ég gat ekki komist upp með að vera í vinnufatajakkanum (með appelsínugula fóðrinu) hans Frissa...mig langaði líka alltaf í grænan en ekki svartan.

Það sem átti að verða níður um Oasis er nú orðið samhengislaust þreytubull og ég er ekki en farin að koma mér að efninu. Allavega það kom syrpa með Oasis lögum á eftir Nirvana og þá rifjaðist líka upp fyrir mér hvað ég þoldi ekki þessa hljómsveit.."hata" er kanski aðeins of sterkt orð en "þoldi ekki" er líka aðeins of veikt. Ég hafði mjög sterkar skoðanir á þessari hjómsveit og ég var svo ánægð hvað ég var samkvæm sjálfri mér þegar ég fékk velgjuna upp í kok við það eitt að horfa á þessi montprik (sem héldu án gríns að þeir væru arftakar Bítlanna) jarma viðbjóð í alltof hátt stilltann míkrófónstand svo "Lingam" gæti haldið áfram að láta rigna upp í nefið á sér með hendur fyrir aftan bak.

Hvaðan kemur þessi óvinsemd?...ég sem er alltaf svo vinsamleg, tek myndir af blómum og dásama "ó já" hluti. Innbirgð unglingareiði?

Kannski ég ætti að skipta græna teinu út fyrir róandi heytuggu eða bara gras..iii djók.

17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff þetta voru góðir tímar, Nirvana, Pearl Jam og Guns´n Roses. Ég gerði hinsvegar þau mistök í einhverju nostalgíu kasti fyrir nokkru að finna til ýmsa gamla slagara og setja á fóninn... segjum bara að það eldist ekki allt jafn vel og við ;)
Held akkúrat að ég hafi farið í e-ð svona nostalgíukast af því að ég fattaði að tónlistin sem ég hlusta á í dag er komin svo langt frá rokk rótunum. Og já Oasis var og er alltaf rusl!
Hilsen frá Keldum

Nafnlaus sagði...

Við erum náttúrulega eins og ostur og eðalvín en ég á alveg eftir að hella mér í þetta af alvöru. Finna rifnu gallabuxurnar,safna í gardínuhár og hlusta af innlifun á allt í einum rykk...held samt að minningarnar vegi gæðin oftast upp þó sumt sé klassískt.

Já,vá hvað Oasis er mikið rusl!
Segi það og skrifa það.

Sakn og flugkossar

Nafnlaus sagði...

...ég táraðist í Árseli þegar ég heyrði að Kurt Cobain væri dáinn :P háalvarleg og dramatísk!
Oasis var og er ógeðs jarm svoo sammála, hélt alltaf með Blur hehe já maður gat sko ekki haldið með báðum jú sí ;)
nostalgían er ómissandi, þó svo hún neyði mann til þess að átta sig á því að maður er síður en svo fullkominn :)

Selms

Nafnlaus sagði...

Jaá ég gleymdi náttlega að minnast á það..ég grét fögrum tárum yfir þeim fréttum sem voru sýndar á rípít á Mtv
í marga,marga daga á eftir ..alltaf að glápa á Mtv, já og taka upp ;)

He,he Ég hef aldrei haldið því fram að ég sé fullkomin nema síður sé (og ég veit þú varst ekki að segja að ég væri að segja að ég væri fullkomin..ég var bara að segja það ;)Jæja klukkan orðin margt og sumir orðnir kex..best að fara að halla sér.

Bless kex klukkan sex kornflex ;)
zzzzzzzz

Nafnlaus sagði...

hehehe, ég var svona meira að segja að minns hafi verið frekar uncool á tímabili, þó að blekkingin hafi talið mér trú um annað á þeim tíma
jú smá heimspekó hérna í dagslok ;)
Selín díjón

Nafnlaus sagði...

Ég segi nú bara að góða fólkið hefur líka skoðanir og á jafn mikinn rétt á því. Það er ekkert að því að upp þyrlist slæmar tilfinningar þegar maður hlustar á sjálfumglaða drengi á villigötum.

Er það ekki bara hluti af því að vera lifandi að upplifa neikvæðar tilfinnigar? Þú ert þó í hópi þeirra sem kann að halda hinu neikvæða í skefjum. Það er gott að þessar tilfinningar komi upp þegar þú hlustar á tónlist liðins tima en ekki út af einhverju sem stendur þér nær.

Með kærum kveðjum frá Hörpu sem fer inn í mikla gleðihelgi. Sú inniheldur brúðkaup á Rifi og kvennahlaup á Ólafsvík. Íha!

Nafnlaus sagði...

Jú jú heimspekileg ;)..ætli við séum þá ekki ógeðslega ókúl núna en föttum það ekki fyrr en miklu seinna o.s.frv. Ég vona það allavegana. Það er örrugglega fátt leiðinlegra en að vakna upp einn daginn flettandi í gömlum myndaalbúmum og fatta að maður var alltaf eins en alltaf bara nokkuð lekker ;)

"Harpa í giftingahugleiðingum"...það spratt fram kaldur sviti þegar ég las þetta.. og mér ekki boðið? Er þetta samt ekki örugglega bróðir þinn sem er að fara að gifta sig? Plís segðu að svo sé! Ef svo er þá vúbbdídúu, til hamingju með það og gleðilega gleðihelgi!

Annars er það helber misskilningur að ég gangi um með sólheimaglott alla daga, ég var nú líka að hæðast þarna í lokin...ég leyfi tillfinningunum að flæða alla daga góðum og slæmum og skammast mín ekkert fyrir það, eða svona oftast ekki...svo stuttur í mér þráðurinn eins og móðir mín segir. Fljót upp en líka rosa fljót niður aftur..pínu svona sækó en ég fíla það;)

Kossar frá Kolbeini kúkúlú

Nafnlaus sagði...

Herra Kolbeinn kúkúlú

Það verður ekkert brúðkaup hjá mér nema þið verðið þar með blóm í hárinu.

með ylhýrum kveðjum
Harpa snarpa

Nafnlaus sagði...

Hjúúúket!!Ég var aðeins byrjuð að undir búa mig andlega fyrir vonbrigðin við að þurfa að sitja heima... en mikið er gott að það séu óþarfa áhyggjur.
Heilu kransana barasta,vá hvað ég hlakka til;)

Duuduuduruuu kveðjur og kossar
xxx

Nafnlaus sagði...

Er hægt að segja að þetta sé rusl, mér finnst þetta alveg snilldarlag þó svo að ég sé nú enginn Oasis aðdáandi ... http://www.youtube.com/watch?v=r3hzxBz1Bfk

Nafnlaus sagði...

Múhaha..ég kíkti á þetta og sá þá meðal annars kommentað "Anyone Who Doesn't Like Oasis Has No Musical Taste....." .Þannig að ég verð víst að lifa með því en nei ég skipti ekkert um skoðun svo auðveldlega;) ..þetta var nú samt ekki Lingam syngja þannig að kannski var það skárra (sjáðu dipló mig) og þú hefðir átt að sjá syrpuna sem ég sá.Byrjaði á Maybeeee jarminu og endaði í enþá meira rugli,ekki fallegt!
Takk samt fyrir að skrifa,ég met það mikils ;)
Bið að heilsa
Ást og hlýjar kveðjur

xxx Kolli rusl

Nafnlaus sagði...

Heyrðu Laxness, geturu haldið áfram að blogga eftir að þú flytur heim. Ég skemmti mér alltaf svo konunglega við að lesa Baxeblog að ég geymi það þangað til síðast á kvöldin (sem er oft doldið seint þar sem ég er með Uglu-syndrome) Búin að bursta tennur, kallinn komin uppí og ég ein frammi í myrkrinu með tölvuna, oft grenjandi úr hlátri. Stundum spyr hann mig daginn eftir "hvað var svona fyndið í nótt" Þá hef ég semsagt bara verið að skemmta mér yfir þínum skrifum og myndum... Takk fyrir það Kolli minn

Þiss ræting ken not stop bícause it makes mí sleep smiling.

Hinn B-mínusinn

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég var e-ð sein í þetta skiptið... ekki nóg með að það sé komið nýtt blogg heldur líka bara 12 comment.. ómæ ómæ...
En já Oasis, hún var nú ekkert í uppáhaldi hjá mér en ég gerði mér samt ekki fullkomlega grein fyrir því að hvað ég eiginlega þoli hana ekki fyrr en bara núna um daginn þegar einhver gamall slagari var spilaður í útvarpinu og ég skipti um stöð um leið og hugsaði, vá hvað þetta fór e-ð í taugarnar á mér.
Kveðjur úr garðóbæjó..
lvk

Nafnlaus sagði...

Vá Anna þú skrifar svo fallega..takk, mér finnst mjög vænt um það.

Já ég veit ekki hvort ég held áfram að skrifa þegar ég kem heim það er nefninlega svo fyndið að mér finnst ég geta skrifað svo margt af því að ég er langt í burtu. Sjáum til, kannski ef ég verð í algjörum tjáningarspreng ;)

Ást og mikil hlýja til þín
Kíp slíp smæling

Og já Lára, það er bara eitthvað við þá sem gerir þetta að verkum...svona erum við með vonlausan tónlistarsmekk..eða ekki;)

Fullt,fullt af kossum

Kolli -

Nafnlaus sagði...

Já þið segið allar nokkuð. Sko ég fílaði bæði Oasis og Blur og Nirvana og Guns´n Roses. Bara ekki ÖLL lögin með hverju bandi sko. Ég á það nefnilega til í að finna eitthvað cool og fallegt í öllu ( flestu). Oasis minnir mig líka svo á Hörpu og Hófí þar sem við vorum allar heima hjá mér að syngja hástöfum.... ANS SO SALLY CANT WAIT CAUSE SHE KNOWS ITS TO LATE....;) Við meira að segja héldum utan um hvor aðra, hehehe. Já ég er ekki hrædd að segja en ég FÍLAÐI OASIS :)

Ykkar Liam...aka Ása Ott

Nafnlaus sagði...

smá villur hjá mér...nenni ekki að leiðrétta....þið sjáið ;)

Nafnlaus sagði...

Nei, einmitt ekkert að vera hræddur við að segja það sem manni finnst og það er ótrúlega fyndið hvað maður á sterkar minningar tengdar lögum..ég á greinilega ekki eins góðar minningar og þú með Oasis;)Hélt að minnsta kosti ekki utan um neinn á meðan Liam söng, ætti kannski að prófa..held það sé samt of seint núna, nei ég veit það er of seint! Verð að finna mér annað vangalag ;)

xxx þinn Lingam