laugardagur, 28. júní 2008

Hjartsláttartruflanir

Innst inni hefur mig alltaf langað geta drukkið kaffi.
Ilmurinn af nýlöguðu kaffi er eitt það notalegasta sem til er og það er eitthvað svo hugguleg tilhugsun að sötra kaffibolla sem þú veist að gerir eitthvað stórkostlegt fyrir þig, svo ekki sé minnst á unaðslegar lýsingarnar frá kaffidrykkjufólkinu sjálfu. "Ohh það jafnast ekkert á við fyrsta kaffibollann á morgnanna" eða "ég kemst bara ekki í gang fyrr en ég fæ kaffið mitt" (ókei þetta eru krappí lýsingar en ég man bara engar rosalegar núna, þó þær geti alveg verið það) Þær minna svolítið á lýsinguna á fyrstu sígarettunni á morgnanna, sem minnir mig á það að stundum hefur mig bæði langað að reykja og drekka kaffi. Sérstaklega þegar ég var í menntaskóla, á nýjum vinnustað eða er að kynnast nýju fólki þá er nú gott að geta skellt sér út í sígó og blaðra frá sér allt vit og áður en þú veist af áttu nýjan besta vin eða vini. "Hey ég þarf að segja þér ýkt spennó... koddu út í sígó."

Ég hef oft reynt að drekka kaffi og aldrei gengið sérstaklega vel, ég er það mikill smákrakki að ég set bragðið fyrir mig í stað þess að horfa á áhrifin. Einu sinni þegar ég var lítil og sofandi í mömmu og pabba rúmi man ég eftir að hafa vaknað mjög þyrst. Í myrkrinu sá ég móta fyrir glasi á náttborðinu, glasi sem ég tók og þambaði þangað til ég uppgötvaði að þetta var ekki glas heldur ljósblár emaleraður bolli með herbergisheitu mjólkurkaffi....Bðaakk. Brennt barn forðast eldinn (drama) og allar götur síðan hef ég látið mér nægja að drekka allskyns te og reynt að finna mitt kaffi í því. Allar tegundir af grænu tei , hvítt te, rautt te, ávaxta te, róandi, losandi ,fegrandi, nefndu það ég hef smakkað það.

Með árunum (mjög nýlega) hef ég æ oftar staðið mig að því að því að þiggja smá kaffisopa, oftast með eftirmatnum eða kaffinu eins og það er kallað. Það gerir ekkert svakalegt fyrir mig nema kannski finnast ég vera hluti af hópnum. Þegar mamma kom hingað síðast fóru hlutirnir að gerast og ég stóð mig æ oftar að því að þiggja kaffi eins og fullorðin manneskja..af því mamma var svo dugleg að laga það. Þá komst ég líka að því að ég fæ m.a. hjartsláttartruflanir af því að drekka kaffi...sjii mig langar ekki einu sinni að vita hvað gerðist ef ég reykti.

Svo var það einn dag í febrúar þegar vinnufélagi hans Bjarka og fjölskylda hans voru í heimsókn að við dömurnar skelltum okkur í bæinn. Þegar við höfðum skoðað og skrafað dágóða stund, stakk hún Fjóla upp á því að við fengjum okkur frappuchino á Starbucks...hmm hvað er það? spurði ég aðeins hafandi keypt mér nema hvað grænt te af þeirri kaffikeðju. Fjóla :"Hvað er það"?.." uuu það er bara geðveikur kaffidrykkur!" .'Eg : "en ég drekk eiginlega ekki kaffi" Fjóla : treystu mér þú drekkur þetta kaffi" (sorrí Fjóla ef ég fer rangt með mál eða ýki en ég bara ræð ekki við mig + ég man þetta bara svona) svo pantaði hún frappucino de cafe con caramel og svei mér þá alla mína daga.... þetta var himneskt! Ískalt með muldum klökum, milt kaffibragð og rjómi með smá karamellusósu ofan á. Ókei ég geri mér grein fyrir að þetta getur varla talist kaffi,..meira svona sjeik með smá kaffikeim en muuuu hvað hann var góður. Ég mun muna þennan fyrsta frappuchino að eilífu svo góður var hann, svo góður að ég hef miðað alla þá sem komu á eftir við hann. Síðan þetta atvik átti sér stað hef nokkrum sinnum...alltof oft reynt að upplifa þessa sömu sælu aftur. Stundum hef ég komist nálægt því en oft hefur þetta verið eitthvað mis...svona eins og þeir hafi ekki lagt ást og alúð í bollann (plastmálið), drykkurinn þunnur, alltof mikið , alltof lítið kaffibragð eða bara vitlaus pöntun. Stundum er hann svo velheppnaður (þó aldrei eins og sá fyrsti) og þá sest ég í garð með Sölku eða Funa eða báðum og gef þeim smakk af rjómanum á meðan Slaka reynir að sannfæra mig um að hún drekki alveg kaffi og það er gaman.
Ég fæ samt alltaf nettan móral þegar ég versla inn á þessum stað, bæði vegna þess að það er dýrt og mér finnst synd að vera kaupa drykk af amerískri kaffikeðju.... á Spáni. Svipaður mórall og ég fæ þegar ég fer á Mc donalds,borða og ohhh mórall... af því bara það er svoleiðis.

Þess vegna var ég löngu búin að ákveða að það væri ekkert mál að búa til þennan kaffidrykk .Það var samt ekki fyrr en í gær að ég gerði alvöru úr því. Gerði mér sérferð út í búð til að kaupa karamellusósu og rjóma. Lagaði kaffi hellti mjólk , karamellusósu og kaffinu saman ásamt klaka og mixaði saman. Það var reyndar smá kakó líka af því ég bjó til barna "kaffidrykk" í eftirmat fyrir krakkana (kókómalt með fullt af klökum).
Eftirlýkingin gekk vonum framar fyrir utan að karamellusósan hefði mátt vera meira eins og íssósa en ekki eins og flansósa..beibí ,ég veit.Ég vakti bara til 4 í gær.

Hér eftir verður heimalagaður kaffidrykkur á boðstólnum þegar þurfa þykir þó ég verði að láta mér duga að drekka hann bara úti á palli en ekki í garði...tja nema ég finni ráð við því líka.

Erfitt.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugleg stelpa...! ég hef einmitt líka reynt að drekka kaffi og það bara gengur ekki, langar helst til að kasta upp þegar ég tek sopa af þessum drykk sem er samt svo girnilegur og ilmar svo vel. Hlakka til að fá mér ískaffi með þér eftir nokkra daga... hver veit nema mér takist líka að byrja að drekka kaffi...

Kv. Margrét & co.

Nafnlaus sagði...

Já það sem við leggjum ekki á okkur!;)
Það er ekki spurning um að ég mastera ískaffið fyrir komu ykkar ásamt fleirum ísköldum og bráðnauðsynlegum svaladrykkjum.
Já,já okkur hlýtur að takast að þræla í okkur smá kaffi án þess að fá skjálfta,hjartsláttartruflanir og kasta því upp, við erum hetjur..annars á ég líka nóg af tei.

Get ekki beðið eftir að hitta ykkur og er nú eins og Alexandra að telja niður dagana ;)

Stórir og smáir kossar
xxxx

Nafnlaus sagði...

Jæja, er ekki komið að mér að segja e-ð núna ! Hef ekki kíkt á neitt blogg eða neitt síðan ég kom til Íslands þannig að ég er búin að eyða heilu kvöldið í tölvunni við að vinna upp tapaðann og mjög svo nauðsynlegan tölvutíma í kvöld :D Og meirihlutinn fór einmitt í að vinna upp síðuna ykkur, á nógu að taka !
Og fyndið, nýjasta færslan bara segir frá mér hehe. En já, þetta er náttúrulega unaðslegur þessi frappi. En ég segi það sama og þú, sá fyrsti er alltaf bestur og hinir komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana, drottnar yfir þeim sem á eftir koma hehe. Og þú fórst bara alveg örugglega með rétt mál, samtalið var alveg örugglega nákvæmlega svona ;)
Nú er maður bara búin að vera að vinna frá 10-18 í Eyjum alla daga nema helgar frá því ég kom til Íslands og Maggi bara með krakkana í Rvk. En Eva er nú reyndar komin til Eyja í mömmufaðm en feðgar eru bara enn í Rvk. Brjálað að gera og svo fara helgarnar bara í að vinna upp tapað djamm með vinum og ættingjum :D 3ja djammhelgina fer senn að taka enda og næstu tvær too go ! Fjúff sko, þetta tekur á skal ég segja þér ! En bara gaman að hitta alla og vera með fjölskyldum og vinum í sumar, bara yndislegt.
Hefði auðvitað langt mest viljað að fljúga til ykkar á heimleiðinni og þaðan til DK en maður getur víst ekki gert allt sem manni langar, frekar mikið ósanngjarnt.
Var nú að vonast eftir nýjum myndum fyrst það er svona langt síðan ég kíkti við en ég veit, ég gerði mér of miklar vonir og sit því hér með brostið hjarta og vonbrigðarandlit hehe ;) En maður verður að gera sér raunhæf markmið, raunhæfar væntingar ég setti bara markið aðeins og hátt í þetta skiptið ;)
En jæja, ég hef þetta þá ekki lengra í bili. Vildi bara segja ykkur að ég er ekki búin að gleyma ykkur en er aðeins búin að gleyma mér bara, í öðru en að hanga í tölvunni allan daginn. Og það er sko bara næs að vera ekki að kíkja inn á allar blogg og barnalandssíður milljón sinnum á dag til að kanna hvort það hafi ekki orðið einhver hreyfing einhver staðar. Er ekki einu sinni að sinna okkar síðu nema henda inn á hana myndum.
Svo ég bið bara að heilsa til Baxe og hafið það gott í blíðunni og með vinum og ættingjum í sumar.
Knús og kossar á línuna :*

Nafnlaus sagði...

puff ég ætla bara að vera barnaleg í friði og aldrei að drekka kaffi. Það er sko gríðarlegur kaffi-fasismi á mínu heimili (bæði gamla og nýja) og ég hef oft prófað (verið neydd til þess)hina ýmsustu kaffidrykki og finnst þeir aldrei góðir (alltaf ógeðslegir). hinsvegar finnst mér te mjög góð og fæ sömu áhrif af þeim og skil ekki afhverju ég verð þá samt að drekka kaffi. mjámm eins sést þá er ég orðin mjög bitur eftir þessa sjálfstæðisbaráttu mína ;)
en ég er samt sammála einu, það er fátt notalegra en að koma í eldhúsið á sunnudagsmorgni og við manni tekur ilmandi kaffilykt mmmm
knús til baxe

Nafnlaus sagði...

ps. ég er ekki alveg búin að útiloka heimsókn þannig að vertu tilbúin ;)

Nafnlaus sagði...

Þarna varstu þá Fjóla mín...bara í ruglinu í eyjum hehe.Já,ég skal trúa því að það sé nóg að gera í félagslífinu og vinnunni eftir fjarveruna og lítill tími fyrir hangs ;)Fyndið að þú skulir minnast á myndir því ég var að enda við að flokka þær..allar skrilljón talsins
og nú þarf ég bara að fá fræðinginn til að skella þeim inn á síðuna. Trúiru mér ekki? Fylgstu bara með;)

Haltu svo áfram að njóta þess að leika með vinum og ættingjum og ég bið að heilsa restinni af fjölskyldunni
ást xxx

Ég er að segja þér Tóta að við erum beibís og orðnar bitrar eins og staðið kaffi. Hjartað mitt tók gleðikipp við það eitt að lesa um hugsanlegt ferðalag þitt og nú bíð ég frekari frétta með öndina í hálsinum...ef þú kemur skal ég í það minnsta kenna þér að drekka nammikaffi, það er þó eitthvað..kannski gætu kaffifasistarnir styrkt för þína ef þeir vissu það?

Kaffikossar til þín..þú veist með svona kaffiandardrætti sem ég veit þú elskar
X

Nafnlaus sagði...

Vá það eru greinilega fleiri sem drekka ekki kaffi en ég, ég hef líka reynt mörgum sinnum að drekka kaffi en finnst það alltaf jafn hryllilega vont, öfunda alltaf vinnufélagana á köldum vetrarmorgnum þegar þeir gæða sér á heitu kaffi sem bæðir vekur mann og yljar.
Það var algjört æði að heyra í þér á föstudaginn!
Knús í pósti, Ábba

Nafnlaus sagði...

Satt segiru, ég hélt einmitt að allir drykkju kaffi nema ég.
Kannski byrja ég að drekka heitt kaffi þegar ég kem aftur heim og fer að vinna snemma á morgnanna..það er nú alveg klassík að spúa kaffiandfýlu yfir nemendur

Já það var svo gaman að heyra í þér, þó að síminn hafi mótmælt þarna í lokin.
Hlakka til að sjá ykkur eftir ekki svo langan tíma ;)

Nafnlaus sagði...

....og mér finnst kaffi vont...
Maður þarf ekkert að drekka kaffi.. stressar mann bara upp held ég.. svo ekki sé talað að maður verður háður...
kv.lárus non kaffi