fimmtudagur, 31. júlí 2008

Allt eða ekkert er svarið

Gestirnir okkar fóru í fyrradag og ég trúi því varla hvað tíminn leið hratt.

Þegar ég hugsa til baka finnst mér samt eins og þau hafi verið lengur en dagarnir segja til um bara af því við gerðum svo margt. Viljiði stikkorð..ekki, jæja þið fáið þau samt!

Yndislegt veður, Gaudigarður, dýragarður, strandferðir, heimagerðir Mohijtoar, Knapi (ég þarf að kenna þeim sem ekki kunna;), bílferð á milli landa, Andorra, hestar,fjórhjól, fjallahjól, sólbað, sundlaug, spa,boltaland, náttúrufegurð, listasýning, afmæli, kokteilar, setið úti á palli fram á nótt, ávaxtadrykkir,heimsins besta samloka,garðatjill, ping pong og góóóður matur. Já, maturinn var svo alveg kafli út af fyrir sig, mikill metnaður í gangi. Ég ætla þó að láta mér nægja að rifja hann upp í huganummm.

Takk kæru vinir fyrir frábærar samverustundir, þið voruð fyrirmyndargestir í alla staði!

Nú ætla ég hinsvegar að fara að flokka myndir og rifja upp skemmtilegheitin,sem minnir mig á að við fengum okkur eina litla mynavél sem passar svo ótrúlega vel í vasa eða veski,sem ég er svo ánægð með, sem þýðir margfallt fleiri myndir, sem þýðir að tölvan er stúttfull af myndum, sem þýðir að ég get ekki tæmt myndavélina sem þýðir að ég get ekki tekið fleiri myndir sem þýðir að annaðhvort þarf ég að taka færri myndir eða eyða út gommu.
Krap, báðir kostir slæmir en ég er að reyna eyða út...ég tek í það minnsta ekki færri myndir ,fleiri ef eitthvað er!

Uuu já...19 dagar í heimferð svo nú skrifa ég eins og vindurinn um allt sem fyrir augu ber frá og með ekki alveg deginum í dag, heldur kannski bara á morgun ..já,já allt eða ekkert er svarið ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir okkur kæra fjölskylda. Þið eruð náttlega bara bestu hóstar sem til eru!!!!... ferðalagið heim gekk eins og í sögu, allir sváfu eins og englar alla leiðina...ekki leiðinlegt það. Allavega þá munum við lifa á þessari ferð okkar til ykkar vel og lengi. Erum búin að segja mörgum ferðasöguna góðu.

Hlökkum mikið til að fá ykkur heim þar sem við getum vonandi launað ykkur gestrisnina að einhverju leyti.

Í sambandi við bögglana sem við tókum fyrir ykkur heim, viljið þið að við skutlum þeim til mömmu þinnar eða bara að við liggjum á þeim fram í miðjan ágúst? þið segið til, minnsta málið hvort heldur sem er...

Njótið vel það sem eftir er dvalarinnar í Barcelona

Ástarkveðjur frá öllum í Laugalindinni
Margrét & co.

Nafnlaus sagði...

Nei þiiiðð eruð best..nei þið..nei þið..ókei við erum bara öll best!
Frábært að ferðalagið hafi gengið svona vel og ég frétti að þið hefðuð sloppið við yfirvigt sem er mjöög svo gott.

Já það er aldrei að vita..ég meina ef sambúðin með mömmu gengur ekki sem skildi þá kannski fáum við að flytja inn tímabundið;)Jæja eða matarboð ég get líka vel sætt mig við svoleiðis...það er búið að æfa þau svo vel.

Þið kannski passið bögglana fyrir okkur og við pikkum þá upp við fyrsta tækifæri eftir heimkomu?

Funi snerist bara í hringi eftir að þið fóruð, fórnaði höndum og yppti öxlum meðan hann endurtók nöfnin ykkar með mikilli áheyrlu og undrun...um það bil 300 sinnum.. máttur endurtekningarinnar,það eru hans trúarbrögð sjáðu til;)

Já og ég var svo utan við mig þegar þið fóruð að ég steingleymdi að knúskyssa Alexöndru og Gabríel bless,vinkaði bara...frekar leim.Þú bara verður að gera það frá mér:*

Njótið veðurblíðunnar og hitametanna!

Hasta luego amigos
Besos ***