fimmtudagur, 31. júlí 2008

Manstu?

Ég var að hugsa um Póló um daginn.

Ekki bílinn og ekki kexið (en namm hvað kexið er samt gott), heldur drykkinn sem var til fyrir svo löngu, í bláu dósunum. Ég fór stundum í Gulusjoppuna (hverfissjoppan)og fékk að kaupa þennan furðulega drykk sem ég man ekki nákvæmlega hvernig var á bragðið en man samt svo vel hvað mér fannst góður. Drykkurinn hvarf síðan af markaðnum og ég fékk mér Sinalco í staðinn án þess þó nokkurntíman að gleyma Póló. Gulasjoppan var síðar skírð Póló...örugglega til heiðurs drykknum góða.

Þegar ég hugsaði um þennan drykk datt mér í hug annar sem mér fannst góður..Jógi bæði til með epla og jarðaberjabragði og umbúðirnar voru líka svo fínar. Ég renndi svo yfir hitt og þetta nammi og drykkjartengt sem mér fannst gott og líka ekki svo gott í "gamla daga". Skyndilega staldraði ég við eina minningu...tyggjósígarettur! Vá hvað ég man vel eftir þeim og hvað mér fannst spennandi að þykjast púa sígarettu með ilmandi tyggjólykt og bragði í alvörupakka og allt. Ég sá mig fyrir mér í teppalagða herberginu mínu í Snælandinu, sitjandi ofan á dótakassa með útsýni út um gluggann, teljandi bíla í sama lit og reyna að giska í hvaða átt þeir beygðu á meðan ég þóttist reykja tyggjósígarettu.

Hvað varð um þær? Hugsaði ég um leið og ég sá fyrir mér hvers börnin mín færu á mis við í lífinu.
Það er að segja þangað til ég gekk inn í búð hér í borg og rakst á þær! Ilmandi í ýmsum bragðtegundum og mismunandi pakkningum. Við Margrét réðum okkur ekki fyrir kæti og hrifsuðum nokkra pakka eins og þeir hlytu að vera þeir síðustu á jörðinni. Þetta eru reyndar ekki sömu pakkningarnar og ég man eftir en ekki eru þær síðri nema síður sé.

Ég sé það líka núna að ég tími ekkert að gefa krökkunum. Þau verða bara að búa til sína eigin nammiminningar og nostalgíu ;)

4 ummæli:

Augnablik sagði...

Ég sagði að ég ætlaði að skrifa eins og vindurinn..reyndar á morgun en ég meina siðasta færsla var eftir miðnætti og því tæknilega séð í gær ;)
Manía hér kem ég!

Nafnlaus sagði...

Jahá !!! Vá hvað ég man eftir tyggjó sígó ! Sportið sem það var að "reykja" tyggjó sígó rennur seint úr minni :D Man líka eftir lakkríspípunum með bleika kurlinu ofan á sem maður reykti eins og maður ætti lífið að leysa hehe. En sá að þær eru komnar aftur á markaðinn heima svo maður þarf ekki aðeins að hugga sig við minninguna heldur getur maður upplifað hana, alveg eins og þú núna með tyggjó sígó. Og ég skil þig bara vel að týma ekki að gefa krökkunum með þér hehe.
Ég man samt ekki eftir þessum drykkjum, þeir hafa örugglega bara ekkert komið til Vestmannaeyja ;) Man bara einmitt eftir sínalco, Gosa, Garpi og Seltzer. Hi-Ci á 50 kall í sjálfsalanum þegar maður var búinn í skólasundi :D blátt húbba búbba, boltaísinn, þegar hægt var að kaupa bland í poka fyrir 50 kall og fá ekki bara 5 nammi ! öll tíkallatýggjóin með tattúum eða límmiðum, átti held ég allt safnið af Beverly Hills 90210 límmiðunum :D svörtu upptakararnir, Spunk, namm namm, fann það einmitt í einni búð hérna í DK, svarta péturs jógúrt, blár ópal. Ji minn, ég elska svona leiki hehe :D
Læt fylgja með hérna link á eina auglýsingu af ís sem ég elskaði :D http://kvikmynd.is/video.asp?land=gamalt&offset=81&ba=islenskarAuglysingar&id=185
Ógeðslega fyndið ! Bara gaman að rifja upp þá gömlu og góðu daga :D

Nafnlaus sagði...

p.s.

Those were the days, my friend
We thought they'd never end
We'd sing and dance forever and a day
We'd live the life we'd choose
We'd fight and never lose
For we were young and sure to have our way

Nafnlaus sagði...

Já einmitt Gosi, Garpur og auðvitað Hi-ci sem var alltaf svo ódýr.Svo var var líka hægt að kaupa Húbba búbba í stykkjatali í sjoppunni hjá mér og blása risakúlu sem sprakk yfir allt andlitið og hárið líka. Hljómsveitartyggjó með spilum með myndum af söngvurum og hljómsveitum.

Úff mér fannst alltaf eitthvað spes við jógúrt með lakkrísbragði. Svali og Opal voru í svo fínum umbúðum og skemmtilegum litasamsetningum.
Íshopp, man eftir því en ég var alveg búin að gleyma auglýsingunni hehe ;)
Ég smakkaði annars eina sígarettu með kaktusbragði og...hún var eins og límmiðatyggjóið með sykurbragðinu,svona engu bragði.. uuu ekki góð. Svona er það,minningarnar geta líka blekkt mann...já ég veit roosa djúp ;)

Kossar til ykkar í smurbrauðslandið xxx