Ég hafði keypt kjúklingabringur sem Bjarki ætlaði að elda í kvöldmat. Ég er mjög hrædd við óeldaðar kjúklingabringur svo ekki sé minnst á heilann kjúkling og finnst þetta mjög svo ógirnilegt (eins og reyndar allt óeldað kjöt)...já,já ég veit auli og ég elda ekkert oft eða eiginlega bara aldrei en nú veit ég afhverju.
Þegar kokkurinn var búin að brasa í matnum og ég búin að gera eitthvað rosalega mikilvægt á meðan, átti ég leið inn í eldhús. Á elhúsborðinu stóð skál með afgangi af jógúrtdressingu sem matmaðurinn hafði útbúið. Ég greip gaffalinn sem stóð í skálinni, stakk honum upp í mig, kjammsaði á og tók út úr mér nokkur ómöluð piparkorn meðan ég spáði í þessu fína bragði.
Það var þá sem Bjarki kom og sagði: Ertu að borða þetta?..ekki borða þetta! Ég alveg: "Ha, nei einmitt þetta var soldið sterkt eða þú veist piparkornin" Hann: "Nei Kolla ég var að marinera kjúklinginn upp úr þessu" (hráa kjúklinginn) Ég: nei,nei,nei,sjitt,sjitt,sjitt (af því ég verð að segja allt þrisvar þegar ég panikka).."hvað á ég að gera"? "Verð ég ekki að reyna að gubba"? Svo hljóp ég inn á bað og reyndi að pína mig til að gubba upp dressingunni en það er ekkert grín að reyna að gubba ef maður þarf þess ekki. Ég sótti vatnsflösku og þambaði örugglega 5 risaglös af vatni í einum rykk og reyndi þangað til svitinn bogaði af mér, tárin láku og ég heyrði suð fyrir eyrunum á mér...já og smá gubb. Þetta gekk svona í dágóða stund þar til ég gafst upp og gat ekki meir.
Fór fram og settist við matarborðið þar sem djöfsi sjálfur var á boðstólnum. Ég var með brjóstsviða og illt í öllu andlitinu, kjálkunum og hálsinum af áreynslunni. Fyrir utan það var ég öll bólgin og þrútin í framan eins og ég hefði grátið í 3 daga samfleytt. Ég var samt svöng og Bjarki bauð mér hrísgrjón og grænmeti á meðan ég lét sem ég sæi ekki sökudólg þessa alls, sem starði á mig í smáum bitum af fatinu við hliðina á mér. Mér fannst ég finna Salmonelluna hreiðra um sig.
Ég fletti svo upp salmonellu á netinu og komst að því að nú væri það eina að gera að bíða, því að einkennin gætu tekið allt frá 6 og upp í 72 klst. að gera vart við sig. Ég panikkaði aftur og hugsaði um allt sem ég þyrfti að gera áður en ég yrði viðbjóðurinn skylli á. Hringdi svo í Lyfju en þar vildi konan meina að maður finni einkennin strax . Ég held ég þurfi að gubba...ég hef engan tíma í þetta , það eru að koma gestir, ég á margt ógert eftir að ég fer heim og, og,og,og ...ég ætla EKKI að eyða síðustu vikunum í að jafna mig eftir salmonellusýkingu. Ég held ég þurfi að gubba.
Nú er bara að bíða og vona það besta...sjit,sjit,sit!!!!!!!!
9 ummæli:
það er rétt að flestir finni fyrir sýkingunni innan 6 klst og þú þarft líka að borða soldið margar bakteríur til að verða veik þannig að ein skeið af jógúrtmarineringu gæti sloppið.
en næst skaltu bara skella í þig svo sem 2 staupum af brennivíni og þá ætti allt að vera í lagi ;)
vona innilega að þú sért við hestaheilsu
úff Kolla min, þetta er gjörsamlega martröðin mín ojojojojojoj, ég vona að þú hafir drepið hugsanlega salmonellu með hugarorkunni einni saman.
...krossum fingur!
Selma
Tóta ég veit ekki af hverju í hringdi ekki í doktorinn þig í staðinn fyrir Lyfju, það hefði róað mig talsvert. Brennivínsstaup segiru...ég stefni reyndar ekki á að endurtaka þennan leik en kannski er vissara að fá sér 2 staup á hverjum degi svona til öryggis?
Já tilhugsunin ein er martröð sem ég held ég hafi blessunarlega sloppið við en nú ætla ég að vera með brennivín í töskunni hvert sem ég fer..svona ef ég skildi komast í návígi við kjúkling eða egg eða grænmeti eða svínakjöt eða æ ég held ég fái mér bara nammi ;)
Þakka hugulsemina blómin mín
Hí hí ... get nú ekki annað sagt... eða jú annars... aumingja þú! Þetta er auðvitað algjör viðbjóður, en ég myndi treysta Tótu. Ein matskeið... eða eitthvað af svona marineringu hlýtur að vera í lagi.
Hey, hvenær komiði annars heim?
Bryndís
Hehe þetta var borðað með gaffli svo þetta var eiginlega ekki neitt neitt en ég panikkaði gjörsamlega og var skíthrædd enda var ég ekkert ýkja gubbusöguna ;) Ég er allavega eldhress en sem komið er og ég vona að hættan sé liðin hjá.
Við komum heim 18.ágúst, beint í bláberin.
og muniði svo að það eru ekki allar bakteríur vondar, þetta eru bestu skinn ;)
Ég skal reyna að muna það.. ef það er einhver sem getur sannfært mig þá ert það þú og ég treysti á að þú gerir það þegar ég kem heim, já eða þú til mín ;)
ómæ ómæ...
Þetta hefur verið hressandi upplifun.
Ég ætla að gera ráð fyrir að þú hafir sloppið fyrir horn með þetta og munir engan skaða hljóta af. Vona það allavega innilega.
Kossar og knús
lára valdís
Hjúkk..ég er sloppin og kannski aðallega með paranoju á háu stigi en það er samt skárra en salmonella ;)
salmonellulausir kossar til þín og þinna xxx
Skrifa ummæli