fimmtudagur, 10. júlí 2008

Hárfinnur hárfíni...




Klipping getur verið stórmál.

Þegar ég var yngri kom ég oft grenjandi heim úr klippingu af því að mér fannst hárið sem ég fékk svo ljótt en þorði ekki að segja það við klipparann. Í seinni tíð hef ég lært að segja hvað ég vil eða bara treysta því að klipparinn viti hvað hann er að gera og vitið menn mun færri hártár hafa fallið .
Þegar ég ákvað að láta klippa hárið mitt stutt einhverntíman í fyrra, lá mér svo mikið á að ég gat ekki einu sinni beðið eftir að fá tíma hjá þeim sem ég fer oftast til. Þannig að ég hringdi bara eitthvað annað og fékk bara einhvern?? Þegar ég mætti á stofuna stressaðist ég aðeins þegar ég sá dömuna sem átti að klippa mig. Sítt aflitað hár með hárlengingum (hún sagði mér það), þröng föt,mikil málning ,tyggjó og já hún var eiginlega unglingur...ekki það að það sé það versta en ég hafði bara ekkert sérstaka tilfinningu fyrir þessu. Ég ákvað samt að vera bara opin og huguð og láta slag standa, þetta er nú bara hár. Fékk hárþvott og gluggaði svo í blað á meðan hún byrjar að klippa...ekki glugga í blað á meðan einhver sem þú treystir ekki er að klippa þig .
Til að gera langa sögu stutta endaði ég á að stoppa hana af, já ég gerði það. Hún var ógeðslega lengi og hárið varð bara ljótara og ljótara . Ég endaði með því að segja henni að ég þyrfti að fara að sækja dóttur mína í leikskólann (sem var satt því hún var svo lengi að rugla í hárinu á mér) og ég lét það alveg í ljós að ég væri ekki ánægð með þetta..fékk afslátt.Fór út með matt og ljótt hár..hver fer út af hárgreiðslustofu með matt hár?? Ég fór samt ekkert að grenja þó ég hafi nú alveg haft ástæðu til þess og fann fyrir furðulega lítillar eftirsjá eftir hárkollunni sem lá nú á gólfinu á hárgreiðslustofunni. Hugsaði bara sjitt hvað þetta er ljót klipping og vá hvað ég ætla að látla laga þetta hjá þeim sem hefði átt að klippa mig til að byrja með. Svo þroskuð.

Salka hefur farið tvisvar í klippingu á hárgreiðslustofu. Í fyrra skiptið var hún rétt rúmlega tveggja ára og við fórum á sér barnahárgreiðslustofu þar sem hún fékk að sitja í bíl og horfa á Söngvaborg á meðan hún var klippt. Hún var hæstánægð...ekki ég. Toppurinn var klipptur rosa stutt og restin af honum átti að síkka með í hárið, af því hann byrjaði of aftarlega. Hver samdi regluna um hvað toppar mega vera þykkir? Sú hárgreiðslukona ætti þá að sjá toppinn á Sölku núna, já eða minn. Með þessu áframhaldi byrjar hann aftan á hnakka og það verða svona þunnar lýjur að aftan og svo bara hnausþykkur hrossatoppurinn.

Svo liðu nokkur ár þar til Salka fór aftur í klippingu á stofu og hún þurfti það sætta sig við að mamman tæki verkið að sér og finndi upp á verðlaunum. Loks kom þó sá dagur að ég ákvað að leyfa öðrum að taka verkið að sér. Það var í dótabúð. Ókei ég veit það hljómar illa en þetta er rosa krakkahárgreiðslustofa á neðri hæð dótabúðar hér í Baxe. Klippingin tók um 7 mínútur og Salka fékk sleikjó...ég klippti hann aftur þegar hún kom heim. Ég held ég sé ekki að velja réttu staðina.

Funi greyið fær engu ráðið og þarf að lifa með því að fá klippingu frá mér..eða ekki klippingu. Hann var kominn með hár niður á bak um daginn, ég tók mynd af því þegar ég var búin að greiða það slétt en tókst að eyða henni út. Klippti hann svo ekkert spes og er á leiðinni að laga það.

Það er ekki hægt að vorkenna Bjarka því hann biður um þetta sjálfur. Hann er til dæmis að biðja mig um að klippa sig akkúrat núna. Samt hef ég oft klippt skallabletti og eitthvað rugl... hvenær ætlar hann að læra?

Eini fjölskyldumeðlimurinn sem fer nokkuð reglulega (sirka 6 mánaða fresti) í klippingu á hárgreiðslustofu er ég. Var einmitt að koma þaðan áðan og var bara nokkuð sátt. Ég fékk geðugan en skjálfhentan ástrala til að klippa mig og stóð nú eiginlega ekki á sama þegar hann klippti toppinn blautannn og tók svo upp rakvélina til að eiga við restina af honum. Allt fór þó vel á endanum og ég fór í það minnsta út með glansandi hár.

Þá er þessari heillöngu hárfjölskyldusögu lokið og tími til að snúa sér að öðru, nefninlega góðum gestum.

Við eigum von á svo góðri fjölskyldu í heimsókn á morgun sem á örugglega ekki við nein hárgreiðsluvandamál að stríða. Við erum mjög svo spennt og tókum lokaæfingu af þrifum svona áður en aðalþrifin fara fram þegar við skilum íbúðinni eftir ekki svo langan tíma. Ætlum nefninlega að reyna að láta gestina halda að það sé alltaf ýkt fínt hjá okkur og ótrúlega glansandi..þangað til annað kemur í ljós múhahaha.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, vildi að ég væri svona klippiglöð eins og þú. Reyndar er ekki mikið vandamál að klippa Magnús hahaha :D En ég fer nú bara alltaf með Mikael á klippistofu og er nánast aldrei ánægð með útkomuna, einhvern vegin aldrei það sem ég bið um heldur bara það sem klipparnum finnst fínt hverju sinni. Og greyið skottan hefur bara ekki fengið klippingu síðan ég veit ekki hvenær og er alveg eins og lufsa greyið :s En annars er maður svo einfaldur þessa dagana, bara rétta að særa og bara brúnan lit takk, það er nú ekki hægt að klúðra því, eða hvað ?

Nafnlaus sagði...

Það er nú ekkert víst að það sé gott að eiga klippiglaða mömmu eða kærustu ...svona fyrir þá sem lenda í gleðinni,tja eða biðja um hana.
Það er vissulega erfiðara að klúðra því einfalda en alveg hægt ef maður segjum gleymir sér í blaði;)

KOssar

Nafnlaus sagði...

mín hairdooer myndi náttla bara verða svaka sár ef ég myndi ekki mæta reglulega með minn súrkálshaus og snúllana mína tvo. Þá fengi ég sko að heyra það þannig ég þarf engar áhyggjur að hafa af því að fá einhverja alveg óviðbúna klippingu eða klippara...
knús á liðið... love your pics og takk fyrir fónkolið um daginn.
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

hehe þetta með að sitja í stólnum með tárin í augunum og segja ekki neitt er einhvað sem ég kannast vel við frá yngri árum, reyndar á ég ennþá einhvað erfitt með þetta í dag að vera alveg hreinskilin með hvað mér finnst enda finnst ég alltaf hálfkjánalegt nýklippt blásin og "fín" .
En mikið vildi ég að ég væri klárur eins og þú í svona klipperí, Tara aðeins fengið að kenna á því hjá mér í toppaklippingu en Addi held ég seint muni láta mig klippa sig, ekki nema að skallablettir og miklar styttur komi aftur í tísku.
ég held að ég fari bara að blikka þig Kolfinnur minn um klippingu þar sem ég er ekki enn á gamalsaldri búin að finna mér hinn eina sanna klippara, án djóks þá líður aldrei styttra en hálft ár á milli klippinga! Örlögin eru að beina mér og lýjunum mínum til þín :)
Yndislegar myndirnar, eru heldur betur búnar að kæta mig hérna í vinnunni undanfarið.. og bloggið alltaf svo snillalega skemmtilegt..
Svo eruði bara að fara að koma heim til okkar.. vá gönguklúbbur, hjólaklúbbur, hvítvínsklúbbur, mömmuklúbbur... Allir bíða spenntir;)
Hafið það extra gott með gestunum ykkar og hlakka svoooo mikið að endurheimta ykkur mmmmm
Knús og súkkulaðikossar
Harpa

Nafnlaus sagði...

hehe ég man þegar við vorum að klippa hvor aðra í sjoppunni í Bústöðum með bitlausustu skærum sem ég hef komist í tæri við og við vorum bara alveg þvílíkt sáttar með útkomuna :)
those were the times maður

Nafnlaus sagði...

Já mikið væri fínt að vera með áskrift af góðum klippara sem tæki því persónulega ef maður kæmi ekki enda eru þið ávallt súperfín um hárið;)

Ég held ég hafi varla komið öðruvísi heim en grenjandi úr klippingu þegar ég var yngri...beint í sturtu að skola úr kerlingablásið hár og jafnvel mundað skærin sjálf til að fokka því ennþá meira upp. Hárgreiðslukonurnar sem ég fór til bjuggu yfir sannfæringarkrafti á við afgreiðsludömur í 17. Sama hversu óánægð ég var og stundum manaði ég mig meira segja að segja eitthvað, þá var því drekkt í ofurýktu hrósi um hvað þetta væri geðveikislega flott og frábært.."mér finnst þetta gjeggjað og liturinn sjúkur".."uuu er hann ekki soldið dökkur eiginlega bara svartur"? "Nei mér finnst hann æði"!!Svo var kallað á hinar dömurnar til að sannfæra mig um hvað þetta væri nú allt saman sjúklega æðislegt og ég kinkaði kolli og fór svo heim að grenja. Ekki í seinni tíð, ónei þá labba ég frekar út í miðri klippingu..ég er svo klassí dama ;)

Ó já og klúbbarnir, allir klúbbarnir, kannski bætum vi einum hárgreiðsluklúbb við?...haldið ykkur fast því brátt kem ég úr vinalegri útlegð sem gæti skilað af sér vinaklúbbasjúklingi.
Ég hlakka svoo til eins og Svala Björgvins um árið.. nema bara meira!!

Ást xxx

Nafnlaus sagði...

Haha já ég man eftir að hafa klippt hárið þitt í svona v og við svo sáttar.Við hefðum betur haldið okkur við það..engin tár eða neitt!
Ég tók líka tímabil þar sem ég sneri baki við hárgreiðslustofum og leyfði Bjarka að klippa mig með eldhússkærum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar ;)

Nafnlaus sagði...

hei hver er að koma í heimsókn núna?
ég er líka orðin mjöög þroskuð í þessum hármálum, þessa dagana er ég allaveganna langleiðina orðin hvíthærð með rakað undir að aftan og hinn helmingurinn fer að ná niður á axlir og ég er bara frekar sátt, hugsa með mér að þetta sé sumarliturinn í ár hjá mér og það sé bara gaman að vera svona í smá stund með hálft hár...eða allaveganna fyndið, já já. Átti að fá svona fínan gull, karamellu (skrítið orð, karamella) lit en fékk einhvernveginn svona bláleitt einsog gömlu konurnar, mömmu finnst ég samt mjög fín. Páfagaukurinn ætlar núna að heita Flauta-passar henni miklu betur en hún er soldið óþekk, keypti mér fuglabók í gær til að skilja hana, hún hagar sér soldið einsog spæta, alltaf eitthvað að gogga...alltílæ-bless

Nafnlaus sagði...

Tad munu vera Finni,Margret og co. og vid erum í Andorra tessa stundina;)
Já troskinn kemur med aldrinum býst ég vid og madur haettir ad líta á lélega klippingu sem heimsendir.Mér finnst tín reyndar hljóma mjog girnilega..tú veist ég elska fjólubláan!
Einu sinni aetladi ég adeins ad laga mig fyrir 7 ára skólamyndatokuna og klippti á mig gódann barta odru meginn..teim meginn sem madur snýr í einstaklingsmyndatokunni hehe.
Flauta finnst mér fallegt nafn og ég skal finna eitthvad handa henni ad gogga í.
Hlakka til xxxx

Nafnlaus sagði...

Ja hérna hér. Þetta er nú meira hárstandið. Ég er einmitt þessi týpa sem er rosalega oft óánægð með hárið á mér eftir að ég er komin úr klippingu en hef reyndar laus við það eftir að ég fór á Gel og lét Jón Atla sjá um hárið á mér. En svo las ég bara á visi.is að stofan væri að hætta, þar sem þau vilja öll fara að snúa sér að öðrum hlutum. Ég bara á ekki til orð, hvað ég geri ég nú??? Kannski ég kíki til þín Kolla í eina blettaskalla klippingu, tja hver veit. ;)

Nafnlaus sagði...

Sjitt, ókei ég var nefninlega að kunna ansi vel við mig þar og nú þarf ég að finna mér nýjan klippara líka..héér kemur blettaskalli,ég finn það á mér.
Ég verð annars að hrósa þér fyrir frábæru og vel uppfærðu myndirnar á síðunni þinni. Þær ylja mér iðulega og fá mig til að brosa.Verst að ég get ekki kommentað nema vera með síðu sjálf.Afmælisþemað var æði og ég hefði ekki orðið vitund hrædd því ég veit að þið eruð góðir trúðar en Salka hefði jafnvel misst vitið ;)