laugardagur, 2. ágúst 2008

Upprifjun



































Myndir frá fimmtudegi í Sitges er gestirnir voru hér.
Það var sannarlega góður dagur. Reyndar löðrandi heitt en það er ekkert sem ströndin, ölduhopp, skúlptúrgerð, og kettlingar laga ekki ,svo ekki sé minnst á sjúklega sushi-ið að því loknu.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman gaman hjá ykkur..
Ég mun allavega aldrei gleyma fríinu mínu í Sitges.. alveg svona svakalega fínt..
En já ómæ hvað það er orðið stutt í ykkur og enn styttra í að börnin okkar verði árinu eldri..
Kv. Lára og co

Augnablik sagði...

Já það er eitthvað svo fínt og fallegt í Sitges.
Fáránlega stutt í heimkomu og afmæli líka..svo gaman ;)

Hlakka til að hitta ykkur öll með tölu, ójá mikið!

Nafnlaus sagði...

Þetta sushi gerir mig ekkert afbrýðisama.... neineineinei. Alls ekki sko!!!

Nafnlaus sagði...

Fjúff ef þú bara hefðir fundið bragðið..þá fyrst hefðiru orðið abbó. Ég verð að muna að læra að gera fullkomið sushi..allt of góðu vön ;)

Nú er ég orðin svo spennt að hitta ykkur að ég svitna við tilhugsunina..ehh bara svona hreinum og góðum svita ;)

Nafnlaus sagði...

Ummm... skemmtilegt að fá svona upprifjun og vááá hvað sushi-ið var gott, held það besta sem ég hef smakkað... fullkominn dagur í frábærum félagsskap.

Hlakka til að sjá ykkur eftir nokkra daga

kv. Margrét & co.

Nafnlaus sagði...

Já gott ef þetta var ekki bara það besta!Við þurfum að rifja upp hvað var í þessum dásemdarbitum og halda sushipartý með Sitgesþema jebb;)

Ég hlakka líka svooo mjög mikið til!

Nafnlaus sagði...

Hlakka nú þegar til þema-partýsins... verður stuð. Við erum einmitt á fullu í afmælisundirbúningi fyrir Gabríel og það verður sjóræningjaþema (kemur kannski ekki á óvart...) og hann er virkilega spenntur fyrir þessu öllu. Ykkur er að sjálfsögðu boðið þó við vitum að þið komist ekki að svo stöddu en fáið góða veislu eftir að þið komið heim :-)

Sjáumst í þema - afmælis - þakkarpartýi þegar þið komið heim

kv. Margrét

Nafnlaus sagði...

Ég skal trúa því að afmælisdrengurinn sé spenntur og ég vildi óska að ég gæti verið með í sjóræningjaþemanu. Þema,afmæli og partý ,þetta er allt í svo miklu uppáhaldi hjá mér að allt saman í einu getur ekki klikkað..spennt erum við!

Ég er meira að segja búin að ákveða þema í mínu eigin afmæli og auðvitað afmæli Sölku líka í samstarfi við hana sjálfa;)Elska afmæli!