miðvikudagur, 23. júlí 2008

Smá svona eitthvað





































Eins og ég minntist á fyrir... uuu um það bil tveimur vikum erum við með mjög svo góða gesti. Gesti sem gera það að verkum að ég hef ekkert skrifað...sko bara af því að við erum svo upptekin við að skemmta okkur og hafa það gaman saman. Nú eru gestirnir í tívolí sem við fórum nýlega í svo við erum heima á meðan. Er þá ekki tilvalið að setja inn eitthvað smá?

Ég ætla ekki að lýsa öllu sem hefur á daga okkar drifið (enda gæti það orðið svona miður skemmtileg"had to be there" lesning) heldur láta myndirnar um það þegar ég set þær inn.

Mig langar samt að deila nokkrum myndum, já og lýsingum úr 4 daga ferð okkar til Andorra sem var eins og að hoppa inn á póstkort. Við leigðum okkur 9 manna bíl og héldum af stað í ferðalag til annars lands.

Gistum á skíðahóteli í bænum Soldeu, enda er eitt af 5 stærstu skíðasvæðum Evrópu staðsett beint fyrir utan hótelgluggann. Það var auðvitað enginn snjór svo við þurftum að finna okkur annað til dundurs og það var nú ýmislegt. Fyrir utan að flatmaga við frábæra sundlaug með ótrúlegu útsýni,skiptum við liði í allskyns skemmtun sem var of hættuleg fyrir litlu pollana. Strákarnir fóru í magnaða göngu upp í fjöllin ásamt leiðsögumanni, við stelpurnar fórum á hestbak upp önnur fjöll og firnindi þar sem fegurðin er svo stórbrotin að maður gæti aldrei vanist henni. Strákarnir fóru í extreme fjallahjóla ferð niður þverhnýptar brekkur (meira svona fjöll en ég er bara búin að segja fjöll svo oft í þessari umfjöllun;) og þrönga grýtta stígi. Það var víst rosalegt og líkaminn leyfði þeim að finna allsvakalega fyrir þeirri ferð í nokkra daga á eftir. Allir nema Funi fengu svo að prófa fjórhjól en við fórum svo í lengri ferð upp í nema hvað , fjöllin án barna sem Bjarki gaf ís á meðan. Ó já ,svo var 4 hæða spa sem við fengum að nýta okkur eftir allt húlumhæið, tja strákarnir voru reyndar aðeins of fljótir á sér og fóru daginn áður en hjólaferðin átti sér stað (aðallega af því við þurftum að ná að nýta okkur allt sem var í boði á þessum stutta tíma) en við stelpurnar geymdum huggulegheitin þar til síðast. Krakkarnir voru alsælir í mátulega stóru sunlauginni, að ógleymdu boltalandi þar sem allir gátu skemmt sér konunglega.

Fínasta hótel sem ég hef farið á, á einum fallegasta stað sem ég hef farið á...ó já!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nú eru ekki margir dagar þangað til þú kemur heim litli Timmy minn. Ef maður segir anna dóra oft og hratt þá heyrist anndorra, prófaðu bara annadóra annadóra annadóra......anndorra, vá verð að fara þangað

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísípæ, gaman að heyra að ferðin hafi heppnast svona vel, kalla ykkur góð að halda geðheilsunni í 9 manna bíl á milli landa :)
við erum einmitt að klára ferðina okkar hérna rétt sunnan við ykkur ju jú og erum 8 í íbúðinni, sem er afar hressandi í öllum mögulegum merkingum þessa orðs hehe. En já við ákváðum að vera ekki að leggja það á krakkana að keyra upp til baxe, þau voru alveg nógu óþreyjufull þegar við tókum dagsferð í fjallaþorp hérna aðeins frá, en maður bíður ansi spenntur þar til við sjáumst aftur í ágúst í staðinn :D
knúsar og kossar á alla
Selmingur

Nafnlaus sagði...

Frábærar myndir sem segja allt, hefði verið til í að fara þangað! Draumur í dós. Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið heim. Ábba

Nafnlaus sagði...

Nei satt segiru, ekki vitund langt kæri vinur og nú skil ég afhverju ég kunni svona vel við mig í Andorra...ég segi líka nafnið þitt oft akkúrat svona. Já þú verður sko að fara þangað og segja þeim við landamærin hvað þú heitir og þeir gera þig að heiðursborgara með öllu tilheyrandi!

Selur hvað ég skil þig að hafa ekki viljað leggja á þig 6 klst.bílferð til Baxe. Okkar ferð tók um 4 klst. Mjög fín og notaleg bílferð á meðan Funheitur svaf en hann svaf sko ekkert allan tímann (sorrí Funi,ég veit þér finnst ekki gaman að vera fjötraður;)

Hlakka svoo mikið til að hitta ykkur allar og leika endalaust..já ég sagði endalaust!

Flugkossar

Nafnlaus sagði...

ég skil Funa vel, mér finnst ekkert gaman að sitja föst í bíl í margar klst. Hann getur þó prísað sig sælan að geta sofið hluta ferðarinnar, það hefur nefnilega ekki mælst vel fyrir þegar ég reyni að sofa af mér ferðalagið, þykir ekki vera góður ferðafélagi... og ég sem var að samþykkja að keyra alla austfirðina í ágúst!
sé þig von bráðar :)

Nafnlaus sagði...

Neibb það er rétt, það mælist ekkert sérlega vel fyrir að sofna sem ferðafélagi. Sérstaklega þegar maður á að vera á kortinu, fyrir tíma tölvutækninnar.Sú var nú ekki raunin í þetta skiptið þar sem ég tímdi ekki að sofa fyrir náttúrufegurð og var of upptekin við að taka myndir út um gluggann á milli þess sem ég reyndi að halda Funa sælum vakandi og fjötruðum..ég reyndi.
Austfirðir hljóma unaðslega og ég er farin aftur út á pall...pissustopp sjáðu til;)

Hlakka til að sjá þig úíííí!