miðvikudagur, 12. desember 2007

Adam átti syni tvo og fullt af súkkulaði?

Um síðustu helgi heiðraði Adam Bjarka bróðir okkur með nærveru sinni.

Hann keypti sér far á mánudegi og var komin í hús á föstudegi þá sömu viku. Vasklega að v
erki staðið! Megi aðrir taka hann sér til fyrirmyndar. Salka var svo spennt fyrir komu hans að hún fékk gubbupest sem rjátlaðist fljótt af henni og var alveg eiturhress á eftir.Hún sýndi Adami öll trix sem hún kunni og sagði honum frá nánast öllu sem á daga hennar hafði drifið síðustu vikurnar..skildi ekkert í því að þessir foreldrar hefðu líka eitthvað til málanna að leggja...en kanntu þetta?...jaáá! ..en þetta? ..hey sjáðu þetta!..Adam Adam veistu hvað?..Adam tók þessu með stóískri ró og akkúrat þeirri athygli sem Salka óskaði eftir.

Við böxuðum ýmislegt á þessum þremur dögum. Röltum í bænum
, sáum appelsínutré,strákarnir borðuðu hráskinku eins og þeir ættu lífið að
leysa, bökuðum brauð, Funi brenndi sig á ofninum (sem betur fer ekki alvarlega og jafnaði sig eftir 3 tíma svefn), drukkum hvítvín, spjölluðum, fórum á jólaball þar sem Sölku stóð ekki á sama um jólasveininn og fólk hafði áhyggjur af því að Funi fengi ekki nammi, strákarnir fóru á fótboltaleik, leigðu hjól og lentu í stormi í 20c hita, borðuðum nammi (ég kláraði þristana).. en ekkert endilega í þessari röð.

Eins og við (ég) hefðum ekki borðað nógu
mikið súkkulaði þá ákváðum við að fara á súkkulaðikaffihús hér í Gracia, þar sem flest á boðstólnum innihélt súkkulaði á einn eða annan hátt. Að eigin sögn eða annara býður þetta kaffihús upp á besta súkkulaði í heimi! Ég þori nú ekki að fullyrða neitt um það en gott var það eins og reyndar flest súkkulað
i í mínum huga. Við ákváðum að vera grand á því og pöntuðum okkur heitt súkkulaði og köku að eigin vali..ég veit soldið klikk en við vorum sko búin að labba svo mikið. Salka lét sér reyndar duga að fá sér súkkulaðiköku og sleppti súkkulaðinu í fljótandi formi. Allt var þetta mjög svo bragðgott og gómsææætt. Súkkulaðið hnausþykkt..svo þykkt að það var næstum hægt að borða það með gaffli og með fullt að þeyttum rjóma með á sér diski.
Kökurnar voru svo ekki síðri en þegar við höfðum gætt okkur á þessu í dágóða stund fórum við að skilja af hverju við sáum fólk leyfa súkkulaðinu í bollanum. Það er nefninlega hægt að fá ooof mikið súkkulaði..í alvöru það er hægt. Við gerðum okkar besta en þegar við vorum farin að svitna súkkulaði og sjá fyrir okkur sellerístöngla, kalda bakstra og vaaaatn þá játuðum við okkur sigruð.
Næst ..já það verður næst þá látum við okkur duga einn súkkulaðibolla saman og jafnvel mintute eða einn af þessum girnilegu fersku ávaxtadrykkjum sem er eitt af því fáa sem hægt var að fá án súkkulaðis á þessum huggulega stað. Xocolateria la Nena er alveg þess virði að kikja á aftur og þá reynum við að ná kósí sætinu úti sem við misstum af í þetta skiptið Sölku til mikillar sorgar.
Mamma og allir hinir sem hafa staðfest komu sína geta farið að hlakka til að fá besta súkkulaði í heimi!

Kæri Adam takk fyrir samveruna og okkur hlakkar til að fá þig aftur í mars með synina..tvo og Hörpuna eina ásamt fríðu fylgdarliði að sjálfsögðu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Súkkulaði súkkulaði súkkulaðihæna, gemmér súkkulaði súkkulaði súkkulaði væna :D
Ég hefði ekki orðið hissa á að Salka hefði fengið gubbupest af súkkulaðiátinu líka. Hlakka til að fara með ykkur á súkkulaðibarinn í febrúar. Þ.e.a.s. ef þið verðið ekki strax komin með nóg af súkkulaði, neeee, er það nokkuð hægt ? ;)
Hilsen fra Denmark.

Augnablik sagði...

Hehe.. já það mætti halda það en hún fékk gubbupestina áður en Adam kom svo það er víst ekki hægt að kenna súkkulaðinu um það..hún borðaði bara nokkra bita og var svo södd enda engin smá súkkulaðikaka á ferðinni!

Ég hlakka til að leyfa ykkur að smakka og nei það er ekki hægt að fá nóg af súkkulaði..kanski smá ofskömmtun en það líður hjá undir eins og þá vill maður bara meira og meira ; )