föstudagur, 9. maí 2008

Þú mátt það ekki!

Netið datt út hjá okkur í nokkra daga og það var eins og við manninn mælt, mér hafði aldrei dottið eins margt sniðugt í hug til að skrifa og skoða á netinu.
Svona eins og þegar ég var í prófum og fann upp á öllu því sem mig langaði að gera í staðinn fyrir að lesa, meðal annars að taka ógeðslega vel til í ruslaskúffunni í skenknum. Sem ég gerði náttlega ekkert þegar ég var búin í prófum...Þá var allt annað uppi á teningnum. Geymdi ruslaskúffuna bara þangað til ég var ólétt af Funa í bullandi hreiðurgerð á milli þess sem ég þreif gluggana að utan, flokkaði föt í lítil hólf og annað bráðnauðsynlegt til að dregnum ofbiði nú örugglega ekki nýja heimilið.

Þetta kallast öfug sálfræði og ætti að vera flestum kunnug, sérstaklega þegar sniðugir foreldrar nota hana á börnin sín..."þú mátt ekki borða þetta grænmeti"..."jú víst ég ætla að borða það" ."Nú jæja þá en þú mátt alls ekki borða það allt."

Ég hef reyndar ekki verið að nota þetta á Sölku af því að hún á það til að kafa ansi djúpt í hlutina. Hún mundi vilja vita í smáatriðum hversvegna í ósköpunum hún mætti ekki borða þetta grænmeti..eitthvað sem er ekki þess virði að fara út í svo aðferðin kolfélli um sjálfa sig. Funi gæti samt orðið fórnalamb aðferðarinnar því þegar við bönnum honum eitthvað færist hann allur í aukana og reynir að gera sem mestan skaða áður en hann er fjarlægður af vettvangi.Virkar líka á mig, eins og þegar Bjarki er að fara að sofa þá tilkynnir hann það og spyr um leið hvort ég sé ekki að koma...jú,jú alveg að koma, en um leið fer eitthvað af stað í hausnum á mér og ég fer að hugsa um alla hlutina sem ég þarf að gera áður en ég fer að sofa. Ég segi að ég sé að koma en kem svo ekki fyrr en miklu seinna. Bjarki veit þetta en samt segir hann aldrei:"Ég er að fara að sofa og þú mátt það ekki"! Þó svo að hann hljóti að vita að það er það eina sem virkar.
Ég er samt með ó svo svo sterka kenningu um að ég sé B manneskja.. eiginlega B - þannig að ég virka einstaklega vel seint á kvöldin og jafnvel inn í nóttina en þeim mun verr á morgnanna. Ég hef tekið eftir að það er einn nágranni hér á móti sem er á sama máli. Það er alltaf kveikt hjá honum þegar allir hafa slökkt og sofa svo þegar það er slökkt hjá honum þá veit ég að ég þarf að fara að sofa.

Á þeim tíma sem netið var ekki tengt komst ég að því hversu mikill tímaþjófur það er..ekkert nýtt en ég kláraði næstum að prjóna peysu sem ég byrjaði á í september. Ég segi næstum því af því að ég rakti smá upp því ég var komin í svo gott sjálfstraust að mér fannst ég hlyti að geta prjónað hnappagatastykkið betur.Get reyndar ekki kennt netinu um það .Frekar ég sem þurfti kennslu í að gera hnappagöt og fleira prjónatengt sem ég kann ekkert. Kláraði líka að flokka myndir og setti inn. Þær ættu að koma innan skamms.

Loksins þegar ég komst á netið gleymdi ég öllu því skemmtilega sem ég ætlaði að segja og gera. Það er alltaf svoleiðis, um leið og þú mátt það þá verður það einhvernvegin minna spennandi.
Ég ætla að biðja Bjarka um að segja mér að ég megi alls ekki skrifa á þessa síðu..þá fyrst fer eitthvað að gerast!

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hihihi og hahaha..
Afhverju er maður svona klikkaður... bæði þetta með öfugu sálfræðina og svo að hanga svona í tölvunni?? maður spyr sig..

En já stúfurinn á þessu heimili er einmitt svona gutti sem fer í það að hundraðfalt meira það sem honum var bannað heldur en að hætta og einmitt þetta að valda sem mestum skaða á þessum tíma sem hann hefur þar til maður nær í skottið á honum. Hann á það líka til að henda hlutum þegar honum mislíkar eitthvað og oft verður það stútkannan eða snuddan sem verður fyrir valinu... og það kemur auðvitað bara niður á honum sjálfum að hafa verið svona mikill kjáni að henda þessum gersemum sínum.

Nús og knús
kv.lvk

Bryndís Ýr sagði...

Hahaha þú ert fyndin. Já, það er alveg sama uppi á teningnum hjá mér. Sérstaklega þetta varðandi netið og tölvuna. Vildi stundum að þetta væri ekki til en á næstu sekúndu er ég farin að skoða möffins-uppskriftir og skreytingar fyrir næsta barnaafmæli... og fjárfesti jafnvel í möffinsbók á amazon...

"Þetta má ekki" virkar einmitt á Freyjulínuna, en ekki á Ísak. Hann tekur öllu svo rosalega alvarlega. Það nægir að segja við Freyju "kannt þú að klæða þig sjálf úr náttfötunum? Ertu alveg viss?" Þá er hún komin úr náttfötunum á no time. Litla skinnið :)

Knús
Bryndís

p.s. ertu búin að fá myndir af lilla Petru- og Snorrasyni?

Nafnlaus sagði...

Hehe skil etta ekki en ég ræð bara ekki við mig!

Það verður áhugavert þegar guttarnir hittast loks og sjá hvort þeir finna hinn gullna meðalveg eða verða bara alveg kreisí saman..Funi hljóp einmitt á glerhurð í dag þegar hann ætlaði að stinga af frá mér inn á hárgreiðslustofu ;)

Risakossar og góðir straumar til ykkar sætu
xxx Kolur

Nafnlaus sagði...

Hey ég sá þig bara þegar ég var búin að skrifa Láru en jádds kannast við að vera rosa kúl á því og ætla ekkert að taka þátt í þessu en sogast svo bara inn í þetta...múhaha ;)
Já og Amazon aðeins búin að tékka á því og ég gæti misst mig fyrir milljónir í allskyns góssi!

Jemundur ég er búin að sjá myndir af Petru/Snorrasyni og ég verð svo gráðug og vill bara sjá meira og meira..svo fagur. Búin að senda honum pakka og get ekki beðið með að sjá hann í raunheimum ;)

Ást til þín og þinna

Nafnlaus sagði...

Jam, netið og tölvuhands er ein mesta tímasóun sem ég kem mér ekki upp úr. Er búin að ná mér upp úr sjónvarpsglápi en tölvuna næ ég ekki að hrista af mér :(

Ég held að þessi börn sem eru fædd 2006 og 2007 séu bókstaflega af sömu kynslóðinni. Láta hvorki stjórna sér né hlusta á það sem er verið að segja. Stundum held ég bara að hún Eva haldi að hún sé ein í heiminum, hún hvorki sér mann né heyrir í manni þegar verið er að siða hana til eða banna henni e-ð. En aftur á móti er hægt að mana Mikael í allt og einmitt nota þessa öfugu sálfræði á hann. Og líka það að telja fyrir hann, hvort ég verði á undan að telja upp á 10 eða hann að gera hlutinn. Svo einfaldur greyið meðan systir hans lætur sko ekki gabba sig svona auðveldlega ;D

Nafnlaus sagði...

Já kanski halda þau áfram að þróast eftir árgerðum og verða þrjóskari og ákveðnari með hverju árinu..hvernig verður 2016 árgangurinn? Eintómir anarkistar?
Pant ekki vera kennari þá ;)

Arna Ösp Guðbrandsdóttir sagði...

ó já Kolla. Og netið og B manneskja saman er hættuleg blanda. Kannast við það :) Annars þarf ég að fara að notast við öfuga sálfræði á bloggsíðuna okkar.. viltu segja mér að setja alls ekki neitt inn á hana næstu daga?

kv. arna

Nafnlaus sagði...

Láttu mig vita það;)
Ég kíki sko reglulega eftir fréttum..alls ekki setja inn nýjar, þú mátt það ekki!
koss Kolli

Nafnlaus sagði...

sálusystir!!! hehehe, vá hvað ég samsamaði mig við þig núna, alveg er ég feitt B - manneskja og Árni er einmitt svona eins og Bjarki, fer laaangt á undan upp í rúm og segir alltaf það sama og þá þarf ég alveg örugglega bara aðeins að gera þetta, og bara aðeins að gera eitt í tölvunni og og og.

Eins og þú sérð á klukkunni þá er ég ekkert að plata hehe. Elska að vaka lengi, alveg eins og maður sé e-ð smábarn alveg jess ég vakti til 2, frábær árangur ;)
.
..á það einmitt líka til að veeeerða að flokka í e-u rugldraslskúffum og sona á undarlegustu tímum.
jámm - great minds think alike kolla mín ;)

knúsar Selmundur

Nafnlaus sagði...

Hehe ég veit við erum bara beibís og þetta er þráhyggja...hvað vaktiru annars lengi í gær eða öllu heldur, hvað er metið þitt!?

Hressandi vökustraumar og fallegir draumar til þín
xxx Kolrugli