sunnudagur, 25. maí 2008

Vegaferð?

Það er einhver stemmning í orðinu "roadtrip" það segir eitthvað svo margt, kanski af því að í öllum bíómyndum eru þær ávísun á eitthvað óendanlega spennandi og skemmtilegt. Hvað er íslensa orðið yfir roadtrip?..vegaferð minnir eitthvað aðeins of mikið á útferð. Allar tillögur vel þegnar því við fórum einmitt í 3 daga ökuferðalag sem minnti ekkert á útferð.

Við byrjuðum á því að skreppa í dagsferð til Sitges með lest en leigðum svo 9 manna bíl í 3 daga til að keyra um Costa Brava strandlengjuna. Okkur langaði að skoða bæi sem væru ekki undirlagðir af búðum sem seldu derhúfur, handklæði og stuttermaboli með nafni staðarins...bara svona litla krúttlega og ekta.Við fundum þá og mikið sem þeir voru fallegir, rólegir fiskimannabæir með pínulitlum ströndum, marglitum bátum.
Við fundum auðvitað líka sveitta ferðamannastaði með neonskiltum, diskótekum þar sem þú færð bol við innganginn og kokteilbar á ströndinni þar sem hattur fylgði með stærsta kokteilnum..það voru allflestir á barnum með hatt. Það var reyndar bara einn svona ýktur staður en hann tók þetta líka alla leið.
Það sem kom okkur hvað mest á óvart var náttúran á leiðinni þegar við keyrðum fjallsvegina...allt svo grænt og fallegt. Í sumum bæjunum skoðuðum við okkur um, dýfðum tánum í sjóinn, fengum okkur að borða eða gæddum okkur á ís á meðan við létum okkur nægja að renna í gegnum aðra. Enduðum ferðina svo á að fara í vatnsrennibrautagarð sem er kanski túristalegt en alltaf gaman...Nema þegar maður er óléttur eða tábrotinn með umbúðir sem mega alls ekki blotna en við Bjarki vorum eitt sinn svo hress að fara í rennibrautargarð einmitt svoleiðis á okkur komin.
Vel heppnuð ferð að baki og þónokkrir staðir sem vert væri að staldra lengur við á og skoða aðeins betur.

Ég gæti skrifað heilmikið um allskyns upplifanir úr ferðalaginu en ég er að spá í að sleppa því í þetta skiptið, finn ekki alveg réttu orðin í dag..læt myndirnar bara tala sínu máli þegar ég læt þær inn seinna ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég elska líka roadtrip, og veit ekkert betra orð yfir það :) mér finnst meira að segja alíslensk roadtrip alveg frábær, alveg sama hversu oft maður hefur keyrt þessar leiðir, en bara e-n vegin stemmningin þegar maður er kominn af stað á leið úr bænum og fer í annan gír -love it!

knúsar
Selmundur

Nafnlaus sagði...

Nei það er sennilega rétt hjá þér, það er ekkert betra orð.
Ég hlakka líka óstjórnlega til að fara í alíslensk roadtrip það jafnast ekkert á við þau. Já og ég hlakka líka til að fara út að hjóla með þér á nýja hjólinu þínu og ekki svo nýja en mjög svo fína mínu ;)

Kossar
Kolla

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég hafi fengið nóg af roadtrippum sem krakki. Eina ferðalagið sem við fjölskyldan fórum í á hverju einasta sumri var hringurinn. Pabbi hreinlega elskaði að ferðast um íslands á þessum unaðslegu grýttu malarvegum og ég gubbandi liggur við í hverjum bæ ;) Svo þegar maður var orðinn læs þá otaði hann að manni einhverjum bókum um Ísland og skipaði okkur að fylgjast með og láta okkur segja sér hvað hvert fjall, hver foss og hver gjóta hétu hehe :D Og svo var gist í tjaldi hér og þar sem var reyndar mjög gaman sem krakki :D Í dag væri ég alveg til í að fara bara til útlanda og taka roadtrip um Evrópu í góðra vina hópi, held að það gæti orðið geggjað ! Held bara svei mér þá að ykkar roadtrip hafa bara alveg getað verið e-ð sem ég gæti hugsað mér, og endirinn ekkert túristalegur ;) Allavega hefði ég skemmt mér konungalega ! Líkalega vegna þess að ég er hvorki tábrotin né ólétt haha ;)
knús í krús og koss í bolla :*

Nafnlaus sagði...

Við fjölskyldan mín fórum einmitt ekki til útlanda á sumrin heldur hring eftir hring og ég elskaði það og ég gubbaði ekki neitt að mig minnir;)Vildi samt að ég kynni betur heitin á öllum fjöllunum, fossunum og gjótunum.
Funi varð reyndar smá bílveikur þegar við keyrðum afar hlikkjóttan veg og gubbaði..í hendina mína. Var svo voða hlessa og endurtók í sífellu "ég gubba";)
Rennibrautagarðurinn innihélt nokkrar alvöru rennibrautir meðal annars eina sem tætti aðeins bíkinibuxurnar mínar og gaf mér góðan marblett og aðra sem feykti af manni toppnum þegar maður lenti, skemmtilegust fannst mér samt rússibanarennibraut þar sem tveir og tveir sátu saman í gúmmíbát og þeyttust um...í fötum,stuð!

Loftkossar
Kolbert