Glansmyndir,styttur,seglar,myndir,bækur, póstkort... ef það er fugl á því vil ég helst taka það með mér heim. Það er samt ekki alveg sama hvernig þeir eru eða hvaða tegund. Ég hef líka komist að því að ég er eiginlega meira fyrir þá á myndum en í raunveruleikanum.
Einu sinni var ég að taka mynd af fullt af dúfum uppi í tré og fann þá eitthvað volgt renna niður beran handlegginn...það var ekkert spes. Öðru sinni stóð ég undir rafmagnslínu og fékk einn volgann á ermina. Það var eiginlega skárra. Salka og Funi voru að gefa dúfunum fræ um daginn og ég ætlaði að rétta þeim meiri fræ þegar dúfa kemur fljúgandi og ætlar að fá sér beint úr lófanum mínum. Ég fann fyrir klónum og goggnum. Mér fannst það eitthvað óþægilegt.. eða ég skrækti reyndar, kippti að mér hendinni og hló svona taugaveiklunarhlátri (eða meira svona vá hvað mér brá og vá hvað ég ætla aldrei að gefa þeim beint úr lófanum). Salka þorir því samt.
Bjarki lenti svo í afar einkennilegu fuglsatviki. Hann var að labba í rólegheitunum þegar það datt egg beint fyrir framan hann. Leit upp og sá þar hvar dúfa sat á þakskeggi og hristi á sér stélið. Hún hafði þá verpt eggi....hefur kannski þótt hann föðurlegur.
Um daginn stóð ég og horfði út um eldhúsgluggann þegar ég sá Máv uppi á þakinu á húsinu á móti. Mér sýndist hann vera að brasa í einverri tusku en við nánari skoðun sá ég að "tuskan" var dúfa. Hann hristi hana til og frá og tætti í allar áttir. Viiiðbjóður. Svo komu vinir hans alveg "hey hva ert að brasa, gemm mér líka" og þá flaug hann með hræið í kjaftinum og allir hinir á eftir honum "minn,minn,minn".
Við vorum svo í garði einhvern daginn þar sem við gáfum m.a. öndunum brauð og dáðumst af krúttlegu andarungunum sem syntu eins og litlir hnoðrar á eftir mömmum sínum. Krakkarnir voru að missa sig af gleðinni og Funi hefði skellt sér út í til þeirra ef pabbinn hefði ekki komið í veg fyrir það. Allt í einu segir Bjarki "Æii"...þá hafði hann séð Mávskratta taka einn lítinn unga. Ég var fegin að krakkarnir sáu það ekki en ég var líka fegin að sjá það ekki sjálf. Ég verð alltaf svo brjáluð ef ég verð vitni af svonalöguðu. Ég hefði örugglega reynt að grýta hann með einhverju sem hendi væri næst , sem væri líklega Funi en ég myndi nú ekki nota hann, bara stein eða eitthvað..sem hefði auðvitað gert mig svo miklu betri en mávinn. Ég sagði að ég hefði verið fegin að sjá ekki ósköpin, annars er aldrei að vita hvað hefði gerst.
Aldrei verið hrifin af þessum mávum sem hlæja eitthvað aðeins of kvikindislega fyrir minn smekk.
Einu sinni (já alltaf einu sinni..) var ég með Sölku niður við tjörn þegar ég sá marga, marga steggi ráðast að einni önd. Þeir voru ótrúlega grimmir, hópuðust að henni bitu og króuðu hana af til skiptis..vægast sagt mjög óþægilegt að horfa á. Ég var alveg rasandi og spurði einhvern mann sem stóð þarna hvort hann vissi af hverju þeir hegðuðu sér svona (ókei kannski fáránlegt að spyrja hann en ég meina kannski var hann fuglafræðingur eða alvitringur). Það stóð ekki á svari, hann sagði að hún hlyti að vera eitthvað veik og þeir væru bara að atast í henni vegna þess að þannig væri nú bara gangur náttúrunnar og eitthvað svona bla,bla.
Ég gaf nú ekki mikið fyrir þessa skýringu ,þrátt fyrir að hafa kinkað kolli kurteisislega. Mér sýndist frekar um hópnauðgun að ræða svo þegar "leikar" bárust upp á bakkann ákvað ég að stugga við þessum dónum. Danglaði í þá með fætinum, sagði nokkur vel valin orð og henti í þá bananabitum, já ég gerði það. Það skrýtna var að þeir ætluðu aldrei að láta sér segjast en gáfust upp á endanum.
Salka er ekkert skemmd eftir þetta...ég hef aldrei séð hana sparka í önd (henni myndi auðvitað aldreiii detta það í hug) eða henda í þær bananana, enda var hún örugglega svo upptekin að gefa góðu öndunum brauð á meðan mamma hennar framkvæmdi bráðnauðsynlegt inngrip í "gang náttúrunnar".
6 ummæli:
ég hef líka séð fugla gang bang, ég trúi þér alveg. Var því miður keyrandi og gat ekki stuggað steggjunum frá eins og þú ;)
annars langaði mér bara að segja þér hvað fuglamyndin á tjörninni þessi seinasta með 3 fuglum á er sjúklega flott!
en annars bara adios amigo, farin í slíp mód
Selms
Já þetta var ekki falleg sjón usss!
Takk...eða ég skal skila kveðju til þeirra frá þér. Þetta voru nefnilega góðar og fallegar endur..engar dóna endur.
Fuglafit til þín..þú veist svo þú getir synt til mín, já og líka band til að gera fuglafit þér til skemmtunar ;)
Kolsteggur
úff ég sé bara fugla hér í vinnunni og það er ekki gaman, er næstum hætt að borða fuglakjöt svo fallegt er það. einu sinni sá ég líka dauða gæs við tjörnina og hún var frosin föst við gangstéttina. það var heldur ekki fallegt. svo hef ég líka fengið fuglaskít á hausinn og fló af störrum þannig að ég er ekkert sérstaklega hrifin af þeim.
einu sinni átti ég samt hrafn sem vin, hann átti heima í sjómannaskólaturninum og fylgdi mér alltaf í skólann á morgnana. það fannst mér gaman. en núna ætla ég að fara að skoða dúfurnar í köben sem eru alltaf fyrir manni.
blessó og kveðjur til familien.
ég man eftir þessu umrædda atviki og ég man hvað þér varð mikið um þetta... ég skil það líka mjög vel og hef séð svona aðför að einni önd.... undarlegt... ekki bara við mannfólkið sem erum svona sérkennileg að kjósa það að skaða hvert annað...
knús í krús ásamt mús..
kv.lvk
Já eins og ég segi, ég er eiginlega meira fyrir fuglana á myndum en í raunveruleikanum. Krummar eru samt skemmtilegir, fyndið að vera sjúkur í glansandi glingur eða mjög skiljanlegt finnst mér..kannski bara fyndið af því að þeir eru fuglar..sem hugsa eins og menn úúúúú :.
Kaupmannahöfn hljómar skemmtilega og afar huggulega. Ertu samt nokkuð bara að fara til að skoða dúfurnar?Vona ekki..það kroppaði ein í skóinn minn í dag, ekkert spes.
Góða ferð og komdu svo til mín fyrst þú nú komin af stað..fullt af furðufuglum ;)
Hehe já ég var alveg í sjokki..skiljanlega!
Klikkunin er víst ekki aðeins bundin við mannfólkið þó hún sé það að mestu leyti.
Koss til þín og þinna og mús vá takk, ég átti einu sinni fullt af músum og fannst það gaman ;)
Skrifa ummæli