Ég sá Funa horfa á Dýrin í Hálsaskógi og leggjast á kodda þegar "dvel ég í draumahöll" kom..það er einmitt alltaf síðasta lagið fyrir svefninn.
Sá Funa sofna í fanginu mínu á leiðinni úr matarboði.
Sá hann standa upp á stól og heyrði hann kalla hátt og snjallt á pabba sinn" Bjakkiii, Bjakkii..é uppi"!(alltaf fyndið að heyra börna kalla foreldra sína með nafni). Heyrði hann svo apa upp nöfn á öllum sem ég bað hann um að nefna.
Ég sá hann líka halla undir flatt, kíkja á mig og heyrði hann segja : Hææjjjj
Ég sá hann líka halla undir flatt, kíkja á mig og heyrði hann segja : Hææjjjj
Í gærmorgun sá ég Sölku liggja sofandi upp í rúminu sínu með eina eðlu í fanginu og aðra sem lá við hliðina á henni, aðeins of raunverulega útlítandi. Ég heyrði hana svo segja mér að önnur héti Kolla María og hin héti Rósa María (spánarnöfnin farin að hafa áhrif á nafnaval).
Ég sá bananabita sem var alvarlegur á svipinn.
Ég sá mann teyma mótorhjól með smergli aftan á til að brýna hnífa og heyrði hann blása fast í panflautu til að vekja athygli eigenda bitlausra hnífa.
Ég sá bananabita sem var alvarlegur á svipinn.
Ég sá mann teyma mótorhjól með smergli aftan á til að brýna hnífa og heyrði hann blása fast í panflautu til að vekja athygli eigenda bitlausra hnífa.
Ég sá svo fínar blúndugardínur í glugga.
Ég sá bók sem mig langaði að eignast.
Ég sá mann og heyrði hann segja "Hola guappa" þegar ég labbaði framhjá.
Ég sá konu og heyrði hana segja mér að við værum í eins leggings og þær væru "la bomba"
Ég sá fjölmenna kröfugöngu í götunni minni þegar ég var á leið út í búð. Ég heyrði mann hrópa slagorð í gjallarhorn og fólkið taka heilshugar undir.
Ég sá Sölku alveg upp við andlitið á mér þegar ég opnaði augun í morgun og heyrði hana segja: "það er stóri dagurinn í dag"! (Afmælisveisla bestu vinkonu hennar í skólanum)
Ég sá trúð í barnaafmæli í garðinum og heyrði Sölku spyrja áhyggjufullri röddu: "Af hverju vill fólk hafa trúða í afmælunum sínum"? Heyrði sjálfa mig svara: "Sumum finnst trúðar bara svo skemmtilegir" en langaði mest til að segja : '"Ég hef ekki hugmynd um það...sumum finnst bara rosa gaman að horfa á eitthvað virkilega óþægilegt og finnst góð hugmynd að pína aðra til þess sama í afmælinu sínu"!
Séð og heyrt ...gerir lífið skemmtilegra.
4 ummæli:
jess ég er fyrst til að commenta...
og jess þetta var skemmtilegt blogg...
smellti inn örfáum myndum áðan..
knús í krús
kv.lvk
mér fannst soldið vanta í þetta séð og heyrt aldur fólksins sem um vara talað og hvort það er hot or not eða hresst og í stuði. Það bara gerir hlutina þeim mun áhugaverðari ;)
Skemmtilegar upplifanir.
Orri hefur ekki kallað mig mömmu í tvær vikur. Hann gleymir sér aldrei, segir aldrei mamma. Segir alltaf Happa eða Happa mín. Mér finnst það sætt. Er samt að byrja að sakna þess að fá heyra hans sætu rödd segja þetta uppáhalds orðið mitt.
Ég kíki á myndirnar stax Lára..alltaf svo gaman að skoða og finnast maður vera með í leiðinni ;)
Já þetta var ekki alveg nógu krassandi Séð og heyrt en annars erum við alveg flaming hot, hress og í massa stuði á aldrinum 1 og 1/2 - 32 ára, úps hjómar soldið eins og einkamálaauglýsing..ég þarf greinilega að æfa mig aaaðeins betur fyrir næsta tölublað.
Já satt segiru Harpa mín, þetta er nú dálítið uppáhaldsorð. Orri er bara svo mikill snilli að hann kann að halda mömmu sinni við efnið..ætlar kannski að láta hana bíða aðeins lengur ;)
Kossar xxx
Sagði Kolla (28) hress í bragði um leið og hún ýtti á puplish
Skrifa ummæli