fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Alveg ókeypis


Fyrir jól ákváðum við að reyna að ná skemmtilegri mynd af systkinunum til að setja í jólakortin.

Ég sótti myndavélina, stillti krökkunum upp og bað Bjarka að skemmta. Bjarki sótti blöðru sem er yfirleitt mjög vinsæl skemmtun. Einn tveir og þrír..Bjarki byrjaði að blása og börnin horfðu spennt á. Hann blés og blés og blés og... pang!! Blaðran sprakk með miklum hvelli. Systkinin hrukku í kút, ráku upp skaðræðisvein og grétu svo hátt í kór og ég.. já ég tók mynd ;)

Annars, í beinu framhaldi af hlátur umræðu fékk ég óvænt senda námskeiðislýsingu frá Manni lifandi. Þar segir:

Hláturjóga er aðferð sem þróuð er af indverska lækninum Dr. Madan Kataria. Í hláturjóga er oftast hlegið í hópi, alltaf án tilefnis, án þess að brandarar séu sagðir eða fyndnar sögur.
Hláturinn er vakinn með skemmtilegum leikrænum æfingum og með því að horfast í augu verður hláturinn fljótt eðlilegur. Enginn vandi er að stunda hláturjóga án þess að vera í hópi.
Hláturjóga er sambland æfinga og jógaöndunar. Það byggist á þeirri vísindalegu staðreynd að hvort sem hlegið er vegna ytra áreitis eða af innri hvötum þá bregst líkaminn eins við og jákvæð áhrif á hann verða þau sömu. Að stunda hláturjóga er því hollt fyrir líkama og sál og hin besta skemmtun um leið.

Það kostar auðvitað eitthvað á þetta námskeið og einmitt þess vegna ætla ég að láta þessi myndbönd fylgja..alveg ókeypis.






4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég er að fylgjast með. Alltaf fyrst að lesa fréttirnar.

Allavega, mér finnst maður ætti að senda svona myndir eins og flestar myndirnar i tveggja barna myndatökum eru: annað barnið að gráta eða bæði. Börnin hlaupa í sitthvora áttina o.s.frv. Hef fengið svoleiðis kort og það var alveg vinnings það árið.

Augnablik sagði...

Já ég er sammála..næst sendi ég bara myndir af grátandi börnum í misvondu skapi ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega bara flott mynd af systkinunum, held ég hefði sprungið úr hlátri ef við hefðum fengið þessa í jólakortið :D
En þessi myndbönd eru bara svo fyndin. Leyfði Evu að horfa á seinna myndbandið og hún alveg hló, svo krúttlegt :D
Að sjálfsögðu á maður bara að hlæja e-ð svona út af engu, það er svo gott og manni líður svo vel á eftir. Þarf að taka frá svona kvöld fyrir okkur Magga þar sem við hlæjum bara tvö yfir engu og förum svo glöð til hvílu :D

Augnablik sagði...

Jahá, það er gaman að hlæja..ég fann þessi myndbönd einmitt til þess að skemmta Funa og honum fannst þau æði svo ég ákvað að setja þau með..maður hlyti líka að vera með hjarta úr steini ef maður hlær ekki með þeim...kanski ekki alveg en samt ;)