sunnudagur, 17. febrúar 2008

Endorfín?

Suma daga er maður uppfullur af orku, framkvæmdargleði og bjartsýni en aðra daga er maður ekki eins uppveðraður...eiginlega bara andlaus. Svoleiðis er ég einmitt núna.

Á laugardaginn höfðum við ætlað okkur að fara til Tarragona en þar sem Funi var uppfullur af hori og slappleika ákváðum við að fresta ferðinni fram á næstu helgi. Við fórum því út sitt í hvoru lagi. Fyrst fór Bjarki í bæinn í buxnaleit en svo fór ég að versla inn fyrir súpuboð sem við ætluðum að hafa á sunnudeginum. Ég var nú ekkert sérstaklega vel upplögð í það að versla í matinn..mér er nú ekkert vel við það yfir höfuð, mér finnst ég bara ekkert sérstaklega góð í því. Kaupi bara alltaf það sama og yfirleitt það sem er til nóg af heima og geng svo utan við mig í hringi í búðinni,yfirleitt að hugsa um eitthvað allt annað en innkaupin. Bjarki er hins vegar mjög góður í þessu og kaupir akkurat það sem vantar hverju sinni og meira sniðugt til. Segjum bara að ég sé góð í því að gera góð kaup á öðrum vettvangi en matarmarkaðnum.

Ég labbaði sumsé ein af stað í leiðangur. Fyrst gekk ég framjá litlu veitingahúsi og heyrði þaðan skellihlátur...innilegan frá hjartanu og ég varð strax léttari í spori. Ég hafði tekið með mér myndavélina og var í óðaönn að mynda handrið,gluggasillu eða eitthvað álíka þegar ég heyrði aftur skellihlátur frá öðru fólki í góðum félagsskap. Ég hélt för minni áfram á markaðinn en þegar ég gekk litla götu á leið minni þangað heyrði ég skellihlátur í þriðja sinn,í þetta skiptið kom hann úr einu íbúðarhúsinu. Þá hugsaði ég með mér að þetta hlyti að vera góðs viti að heyra gleðihlátur allt í kring um sig...ég var þá komin á markaðinn og nema hvað, hópur af fólki stóð ofar í götunni og hló svona líka hátt og innilega. Fjórum sinnum..það er bara eins og fjögurra blaða smári hlýtur að vera, þvílík endemis lukka! Mér gekk líka einstaklega vel að kaupa inn, allt gekk smurt. Keypti svo sushi í matinn og þegar draumalandið kallaði á krakka, kallaði sushi og ískalt hvítvín á foreldrana..hvað er betra?

Á sunnudeginum buðum við íslensku pari og tveimur dætrum í súpu og möffins. Það gekk vel og við sátum á spjalli fram eftir degi. Þegar boðinu lauk var ég samt eitthvað svo andlaus..skildi bara ekkert í því og Bjarki var með sömu tilfinningu. Hugsaði með mér að parið hefði kanski stolið allri orkunni okkar og hefði svo komið endurnært heim..svona er ég klikk..en samt aldrei að vita.
Ég settist í sófann og ákvað að reyna að hressa mig við með því að prjóna eitthvað sem ég veit ekki enþá hvað verður. Á meðan ég sat þarna var mér hugsað til hláturmeðferða sem fólk fer í og á að losa um streitu, stress og vanlíðan af öllu tagi og endorfínið flæðir um líkamann. Ég man líka eftir að hafa séð þátt um fólk í Indlandi sem hittist á hverjum morgni og hló saman, fyrst gervihlátri sem þróaðist svo í alvöru skellihlátur. Þar var reyndar líka verið að tala um að gervihlátur geri sama gagn og alvöru hlátur, styrki hjartað komi í veg fyrir sjúkdóma og ég veit ekki hvað og hvað. Það sakar ekki að prófa hugsaði ég.
Ég byrjaði að hlæja lágum gervihlátri..hahahaaa.
"Hmmm hvað segiru "?Heyrðist í Bjarka inni í eldhúsi..."varstu að hlæja"? Ég: (hikandi) Uuuu, já (vissi ekkert af honum)...svo gat ég ekki annað en hlegið alvöru skellihlátri.

Svei mér þá ef ég er ekki bara allt önnur!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svei mér þá ef ég sit ekki bara hérna með morgunmatinn minn að kafna úr hlátri. Hláturinn lengir lífið, það er sko alveg á greinu. Fekk einmitt gott hlátuskast yfir henni dóttur minni í gær, sem tók upp á þeim sið í Barcelona að byrja að hrækja, hmmm, hvað er það ? En já, allavega þá hefur þetta verið meira svona fruss kannski eins og þið kannist við en í gær kom bara þessi fína slumma og hún var svo hvummsa yfir því að hún bara steinhætti að frussa og reyndi eftir bestu getu eða ná slummunni úr sokkabuxunum sína. Þá hló mamman dátt !
En í nótt gisti maðurinn hennar Tönju, sem þið þekkið svo vel ;) hjá okkur og fyrsta sem Mikael sagði við hann í morgun þegar við vöknuðum :"Heyrðu Bjarki !" Þá fékk mamman annað hlátuskast ! Ég verð örugglega bara eldgömul ef börnin mín ætla að vera svona fyndin :D
Flestir hlæja ahahahaha ......
knús til ykkar :*

Augnablik sagði...

Já ef þú ætlar að vera kúl í borginni verðuru náttúrulega að læra að gera eitthvað töff eins t.d. hrækja ;)
Mikael hefur fundið manninn minn..ég var nú eiginlega hætt að leiðrétta hann og gekk bara undir nafninu Tanja í staðinn.
Þetta eru auðvitað hvílíkir gullmolar.. þið verðið að minnsta kosti 100 ára með þessu áframhaldi

xxx kossar

Nafnlaus sagði...

hahahaha.. þú komst mér allavega til að hlæja, fyrst svona smá haha og svo bara enn meira hahahaha. Fínt að enda grasekkjukvöld á svona smá einsmannshlátri.. Takk.
Annars takk fyrir kveðjuna á barnalandi, þegar ég las hana þá brosti ég út í annað þannig þú hefur afrekað mikið í kvöld varðandi mig og bros/hlátur.
Þrátt fyrir að þú sért svona eindæma fyndin og skemmtileg þá átti sennilega eftir að segja þér að nafn þitt var dregið í skipulagsnefnd fyrir árshátíðina sem þú verður sennilegast með okkur bara í anda. Spurning hvort þú verðir í fjarskipulagningu?? Annars er ég aftur í skipó ((svindl því ég er nú svo fjandi skemmtileg líka) haha djók)og svo eru harpi, siggi og dísi líka í þeirri nefnd. Bara svona að láta þig vita.
knús og kjamms
kv.lvk

Augnablik sagði...

Það gleður mig að hafa glatt þig Lára mín...þú ert skemmtileg.
Gaman að hafa verið dregin í nefnd þrátt fyrir fjarveru.Já skemmtinefndin hefði kanski verið skemmtilegri kostur en við getum alveg verið skipulagðar þegar við tökum okkur til...þú ert allavegana góð fyrirmynd hvað það varðar ;)

fjúgandi kossar, ást og söknuður

Nafnlaus sagði...

Jæja, á ekkert að fara að setja inn nýjar og skemmtilegar myndir eða hvað :D

Augnablik sagði...

Jú Fjóla ég er að vinna í þessu...hugsa alltaf, "set inn myndir þegar ég er búin að tæma myndavélina" en þar sem mér finnst gaman að taka myndir þá er hún sjaldan tóm lengi og þá vil ég bæta inn þeim myndum líka. Svona gengur þetta svo dag eftir dag, viku eftir viku og aldrei uppfæri ég myndirnar en tek þeim mun fleiri á meðan..svona er þetta nú flókið ;)
Ég var einmitt að flokka myndir til að senda þér svo þú getir sett eitthvað af þeim inn á síðuna þína þangað til þið fáið nýja myndavél.
Bráðum, bráðum..ég er í óðaönn að flokka ;)

Nafnlaus sagði...

hahahúhúúú hæ Kolla hláturpési, Það er svo gaman að lesa bloggið þitt! Ég fór nú einmitt í svona hláturjóga að indverskri fyrirmynd þegar ég var komin sex daga fram yfir. Ég, Klói og fullur salur af fólki í fíflalegum hláturleikjum klukkan hálfellefu á laugardagsmorgni í svartasta skammdeginu var... spes?! Fyrst átti að meina mér þátttöku því óléttar konur gætu farið af stað með öllum hlátrinum. Þá sagði ég að það væri nú einmitt hugmyndin og tók til við hláturinn. Svo átti ég Þröst Flóka daginn eftir. Hvort hláturinn hafi átt einhvern þátt í því veit ég ekki en eitt er víst að það er gaman að hlæja. Og ég hlakka til að hlæja með þér næst ójá. Knús í knús. Fritz

Augnablik sagði...

En skemmtilegt! Ég vissi ekki að þú hefðir farið í svoleiðis. Ég fékk einmitt sendan póst um þetta námskeið eftir að ég var að tala um hláturmeðferðina..tilviljun?;)
Það er ekki spurning að þetta hefur komið drengnum í heiminn..það og duglega hugleiðandi móðirinn.

Hlakka líka óendanlega til að hlæja með þér, það er svoo gaman!!

xxx ást til ykkar