miðvikudagur, 6. febrúar 2008

"Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir"

Það var þemavika í skólanum hennar Sölku í síðustu viku.

Á mánudeginum áttu allir að koma með kórónu, á þriðjudeginum komu börnin með geviblóm, á miðvikudeginum komu strákarnir með bindi og stelpurnar með hálsmen..það þarf varla að taka það fram að Salka átti ekki í vandræðum með það. Á fimmtudeginum áttu allir að koma með eina doppu á nefinu og eina á kinninni? Á föstudeginum máttu nemendur koma í grímubúningi að eigin vali og farið var í skrúðgöngu um hverfið ásamt eldri nemendum, kennurum, foreldrum og forvitnum vegfarendum.

Ég spurði Sölku hvernig búningi hún vildi vera í og hún var alveg ákveðin í því að vera kisa. Ég ætlaði að reyna að sauma búning og spurði hvort hún væri alveg viss..ég átti nefninlega þunnt blómaefni og bauð henni að vera blómálfur.Kom ekki til greina, kisa skildi það vera. Svört og hvít kisa. Ég byrjaði að sauma og á tímabili leit þetta ekki vel út, þar sem ég braut einu saumavélarnálina mína þegar ég saumaði í gegnum palíettu. Ég hófst handa við að sauma restina í höndunum, þegar ég mundi allt í einu eftir litlu saumavélinni sem ég keypti á 1500 kr. í skranbúð (til þess að reyna að sleppa mömmu við að dröslast með saumavélina mína með sér). Sú saumavél var algjört drasl og ég gat ekkert notað hana en mér datt semsagt í hug að nota nálina úr henni og vitið menn...það virkaði! Ég fylltist auknu sjálfstrausti og ákvað að skella ermum á búningin líka. Salka fór svo alsæl sem svört og gyllt kisa í skólann á föstudeginum. Það flottasta við búninginn fannst henni gat fyrir þumalinn á sitthvorri erminni. Sagðist einmitt hafa óskað sér svoleiðis! Já, já skítt með palíettur, glimmer, tjull og slaufur..göt fyrir þumla eru alveg málið;)

Skrúðgangan var frábær skemmtun og órtúlega gaman að sjá litríkan hópinn hlikkjast áfram undir taktföstum trommuslætti. Skemmtilegast fannst mér að sjá fjölbreytnina í búningum barnanna og greinilegt að margir höfðu lagt mikið á sig til þess að skapa draumabúninginn...Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá fannst mér auðvitað langskemmtilegast að fylgjast með Sölku í skrúðgöngunni en búningarnir voru tvímælalaust næstskemmtilegastir.
Funi "ákvað" að fara sem sjóræningi en þar sem hann neitaði að vera með klútinn minnti hann frekar á Salvador Dalí..sem er auðvitað mun betri búningur.

Annars hefur Bjarki verið með vinnufélaga sér við hlið síðan á mánudaginn. Maggi úr vinnunni hans flaug hingað á föstudaginn ásamt fjölskyldu ( Fjólu, Mikael og Evu).
Börnin þeirra eru á sama aldri og okkar þannig að við vorum eiginlega með tvenna tvíbura en líka tvenn pör af foreldrum.
Við böxuðum ýmislegt og það var líf og fjör á heimilinu.
Funi var svo glaður að sjá Evu að hann tók tímabundið upp nýtt göngulag, setti hendurnar aftur fyrir sig og kjagaði glaður um eins og steggur. Salka byrjaði á því að segja Mikael að einu sinni þegar hún hafi verið lítil þá hafi hún verið að dansa allsber og hún hafi hlegið svo mikið að hún bara pissaði á gólfið! Þar með var ísinn brotinn.
Það eina sem skyggði á ferðina var að myndavélinni þeirra var stolið síðasta daginn :( 'Otrúlegt hvernig fólk getur fengið af sér að gera svonalagað..vonum bara að karmað komi af feitum krafti í bakið á þeim einn daginn og helst sem fyrst.

Nú erum við hinsvegar aftur ein á Sant Lluis og teljum bara niður að næstu gestum.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hei, Funi er með eins skegg og ég fæ stundum ef ég er full :)

Nafnlaus sagði...

Hehe..ertu þá að meina af vöfflum með súkkulaðisósu kæri Timmy ;)

Nafnlaus sagði...

HÆ hæ

gullfalleg kisan í æðislegum búningi. Þú ert svo dugleg maður. Ég er ein af þeim sem hef aldrei keypt búninga á krakkana, en á Garðaborg búa krakkarnis sér til sína eigin búninga. Það er ótrúlega skemmtilegt og þau öll svo glöð og ánægð. Engir tilbúnir turtlesbúningar á ferðinni sem sagt... Funi er líka æðislegur með skeggið sitt.

Allt greinilega gott að frétta af ykkur. Hvernig gengur með spænskuna?

Bryndís

Nafnlaus sagði...

Takk Bryndís, já það var gaman að gera búninginn og ennþá skemmtilegra að sjá hvað Salka var glöð með hann :)
Spænskan já..suma daga finnst mér ég ekki kunna neitt en aðra daga er ég bara nokkuð brött og finnst ég að minnsta kosti skilja þónokkuð..þessa dagana finnst mér ég ekki kunna neitt. Sjáum til á morgun ;)

Nafnlaus sagði...

Var einmitt að hugsa það sama, af hverju tók hún ekki bara gæjann og sagði honum til syndanna og mölvaði hann niður ;) Og var líka einmitt að hugsa í gær hvort þetta geisladiskadæmi hefði nú bara ekki orðið sniðugt. We are like one mind ;)
Takk enn og aftur fyrir okkur elskurnar, þetta var yndisleg ferð upp til hópa og alveg svakalega gott og afslappandi að vera hjá ykkur hjúum. Hlakka mikið til að opna hurðina á Verdisvej þegar þið bankið upp á :D
Knús og kossar til ykkar fjarkana frá hinum fjörkunum :D

Nafnlaus sagði...

Og svona bara því það er helgi og svona ertu þá ekki til í að skella í einn kisubúning handa Evu í leiðinni og senda hann með. Það er nefnilega einhver búningadagur hjá dagmömmunni 22. feb. Og hvar á maður að fá búning á 1 árs krakkan annan en einhverj hræðilegan prinsesskjól ;)

Nafnlaus sagði...

Frábært að sjá að Salka hafi fengið stærri útgáfuna af öskudeginum. Já, og líka þú Kolla mín. Þú hefur nú ekki síður gaman af þessu.


Tindur var harður á því að vera Tindur á öskudaginn. Hann endaði því í kínverskum náttfötum sem var "ekki" búningur. Mjög mikilvægt!

Annars eru drengirnir alltaf að tala um Barcelona, sérstaklega sá eldri þó og ýmislegt sem hann ætlar að gera þar. Orri sönglar líka Basselóna og það virðist koma honum í mjög gott skap. Þannig að... spennan eykst;).

Nafnlaus sagði...

He,he já Fjóla ég skelli í kisubúning í hvelli..annars er bara hægt að taka Funa á þetta og skella á hana skeggi, það er alltaf eitthvað fyndið við lítil börn með skegg jú og hárkollu..það mætti reyna það;)

Tindur getur allavegana verið viss um að enginn sé í eins búningi og hann ef hann er Tindur á öskudaginn, mjög gott múv;)
Það verður sérstaklega gaman að sjá hvernig litlu börnin eiga eftir að bregðast við hvort öðru..ég hef það á tilfinningunni að Funi eigi eftir að fíla félagsskapinn og auðvitað við hin líka.
xxx koss á alla,konur og kalla

Nafnlaus sagði...

Vá duglega mamma :)
þetta er ekkert smá flottur búningur hjá þér kona góð.
Tönju búningur var svona smá til heiðurs ykkur eða senjorita hehe, Mikki var svo með svipað "doo" og Funi vinur sinn eða í röndóttum katvig galla með músarnef og veiðihár hihi
jæja knúsarakveðjur á ykkur

p.s. indverjamyndbandið gladdi mig mikið hehehe
luv
Selma

Nafnlaus sagði...

Takk Selma.
Ég get ímyndað mér hvað senjorítan og músalingurinn hafa verið sæt! ..Eða var hann kanski Mikki refur?;)

xxx Kossar á báðar kinnar